Viku frestur til að kæra kosningarnar Heimir Már Pétursson skrifar 10. desember 2024 19:31 Landskjörstjórn tilkynnir um kjör sextíu og þriggja þingmanna fyrir næsta kjörtímabil. Vísir/Vilhelm Viku kærufrestur hófst í dag til að kæra framkvæmd nýafstaðinna kosninga til Alþingis, þegar Landskjörstjórn staðfesti kjör þingmanna fyrir sitt leyti. Þing þarf að koma saman á innan við tíu vikum frá kosningum. Kristín Edwald formaður Landskjörstjórnar segir hlutverki hennar þó ekki formlega að fullu lokið. „Nei, ekki alveg. Því Landskjörstjórn ber að veita umsögn um þær kærur sem kunna að berast. Eins líka umsögn um ágreiningsseðla og skila þeirri umsögn til Alþingis ásamt öllum gögnum Landskjörstjórnar.“ Kristín Edwald segir alla hafa lagst á eitt að láta veðrið ekki hindra kosningarnar.Stöð 2/Bjarni Og nú í dag tekur kærufrestur gildi eða hvað? „Já, nú tekur við sjö daga kærufrestur,“ segir Kristín. Vonskuveður var víða um land, ekki hvað síst á Austur- og Norðurlandi, á kjördag. Áður en kjördagur rann upp óttuðust margir að fresta þyrfti kosningunum á einhverjum stöðum. Komu upp einhverjir erfiðleikar vegna þess að nú var veður ekkert sérstaklega gott víða á landinu? „Já, það er náttúrlega miklu erfiðara að undirbúa og halda kosningar þegar færð er slæm. Auðvitað hafði það áhrif en þar lögðust allir á eitt. Landskjörstjórn og yfirkjörstjórnir, kjörstjórnir sveitarfélaganna. Ekki má gleyma Veðurstofunni og Vegagerðinni. Eins hjálpaði Landhelgisgæslan líka til. Þannig að það þarf ýmislegt til að hægt sé að halda kosningar við þessar aðstæður,” segir Kristín Edwald. Kristján Sveinbjörnsson umboðsmaður Samfylkingarinnar í kosningunum í Suðvesturkljördæmi lagði fram bókun og minniblað á fundi Landskjörstjórnar í dag. Hann telji að ekki væri búið að gera grein fyrir öllum atkvæðum í kjördæminu. Kristján hefði viljað að 89 ógild atkvæði hefðu verið látin gilda.Stöð 2/Bjarni „Nei, það er ekki annað séð en það vanti 89 atkvæði sem eru vafaatkvæði. Atkvæði sem yfirkjörstjórn taldi ógild en við umboðsmenn vildum láta reyna á að telja þau gild,“ segir Kristján. Kjósendur þessara atkvæða hafi merkt skilmerkilega með krossi við eitt framboðanna en að auki strikað yfir nöfn eða sett önnur merki við frambjóðendur annarra framboða. Kjósendur voru vandlega varaðir við því í auglýsingum og fjölmörgum fréttum að það myndi ógilda atkvæði þeirra gerðu þeir einhverjar aðrar merkingar við önnur Framboð en þeir ætluðu að kjósa. „Ég held bara að þetta nái ekki alveg til allra kjósenda. Það eru ekki allir að fylgjast með og telja þetta í lagi. Þessi regla er barn síns tíma og á ekki við og er ekki tíðkuð víða í hinum siðmenntaða heimi,“ segir Kristján. Hann telji þó að þessi 89 atkvæði hefðu ekki ráðið eða breytt heildarúrslitum í kjördæminu. Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Kristín Edwald formaður Landskjörstjórnar segir hlutverki hennar þó ekki formlega að fullu lokið. „Nei, ekki alveg. Því Landskjörstjórn ber að veita umsögn um þær kærur sem kunna að berast. Eins líka umsögn um ágreiningsseðla og skila þeirri umsögn til Alþingis ásamt öllum gögnum Landskjörstjórnar.“ Kristín Edwald segir alla hafa lagst á eitt að láta veðrið ekki hindra kosningarnar.Stöð 2/Bjarni Og nú í dag tekur kærufrestur gildi eða hvað? „Já, nú tekur við sjö daga kærufrestur,“ segir Kristín. Vonskuveður var víða um land, ekki hvað síst á Austur- og Norðurlandi, á kjördag. Áður en kjördagur rann upp óttuðust margir að fresta þyrfti kosningunum á einhverjum stöðum. Komu upp einhverjir erfiðleikar vegna þess að nú var veður ekkert sérstaklega gott víða á landinu? „Já, það er náttúrlega miklu erfiðara að undirbúa og halda kosningar þegar færð er slæm. Auðvitað hafði það áhrif en þar lögðust allir á eitt. Landskjörstjórn og yfirkjörstjórnir, kjörstjórnir sveitarfélaganna. Ekki má gleyma Veðurstofunni og Vegagerðinni. Eins hjálpaði Landhelgisgæslan líka til. Þannig að það þarf ýmislegt til að hægt sé að halda kosningar við þessar aðstæður,” segir Kristín Edwald. Kristján Sveinbjörnsson umboðsmaður Samfylkingarinnar í kosningunum í Suðvesturkljördæmi lagði fram bókun og minniblað á fundi Landskjörstjórnar í dag. Hann telji að ekki væri búið að gera grein fyrir öllum atkvæðum í kjördæminu. Kristján hefði viljað að 89 ógild atkvæði hefðu verið látin gilda.Stöð 2/Bjarni „Nei, það er ekki annað séð en það vanti 89 atkvæði sem eru vafaatkvæði. Atkvæði sem yfirkjörstjórn taldi ógild en við umboðsmenn vildum láta reyna á að telja þau gild,“ segir Kristján. Kjósendur þessara atkvæða hafi merkt skilmerkilega með krossi við eitt framboðanna en að auki strikað yfir nöfn eða sett önnur merki við frambjóðendur annarra framboða. Kjósendur voru vandlega varaðir við því í auglýsingum og fjölmörgum fréttum að það myndi ógilda atkvæði þeirra gerðu þeir einhverjar aðrar merkingar við önnur Framboð en þeir ætluðu að kjósa. „Ég held bara að þetta nái ekki alveg til allra kjósenda. Það eru ekki allir að fylgjast með og telja þetta í lagi. Þessi regla er barn síns tíma og á ekki við og er ekki tíðkuð víða í hinum siðmenntaða heimi,“ segir Kristján. Hann telji þó að þessi 89 atkvæði hefðu ekki ráðið eða breytt heildarúrslitum í kjördæminu.
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira