Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. desember 2024 06:54 Sýrlenskur maður strýkur kettinum sínum er þeir bíða eftir því að komast frá Tyrklandi og inn í Sýrland. AP/Metin Yoksu Uppreisnarhópurinn Hayat Tahrir al-Sham (HTS) hefur skipað Mohammad al-Bashir í embætti forsætisráðherra Sýrlands. Mun hann sinna starfinu til 1. mars 2025. HTS er öflugastur þeirra hópa sem unnu saman að því að koma stjórn Bashar al-Assad frá völdum og ráða nú ríkjum í Damaskus og öðrum borgum Sýrlands. Bashir er verkfræðingur og stjórnmálamaður sem hefur meðal annars starfað fyrir Frelsisstjórn HTS í Idlib. Hann sagði í stuttu ávarpi í gær að hann hefði átt fundi með öðrum ráðherrum í nýrri tímabundinni ríkisstjórn og fráfarandi valdhafa. „Nú er tími fyrir fólk að njóta stöðugleika og friðar,“ sagði Bashir. Stjórnvöld vestanhafs hafa sagt að viðurkenning þeirra á nýjum stjórnvöldum í Sýrlandi muni velta á því hvort og hvernig uppreisnarmenn uppfylla loforð um að allir hópar muni eiga rödd við stjórnarborðið. Charles Lister, sérfræðingur í málefnum Sýrlands við Middle East Institute í Washington, segir það hins vegar ekki lofa góðu að svo virðist sem HTS sé eini hópurinn sem eigi aðkomu að myndun nýrrar ríkisstjórnar og vísar til „einræðistilburða“ hópsins í Idlib. Bandaríkjamenn, Bretar og Sameinuðu þjóðirnar höfðu sett HTS á lista með hryðjuverkahópum áður en þeir komust til valda en stjórnvöld á Vesturlöndum eru sögð reiðubúin til að endurskoða það ef hópurinn heldur rétt á málum á næstu dögum, vikum og mánuðum. Leiðtogi HTS, Ahmed al-Sharaa, einnig kallaður Abu Mohammed al-Jolani, sagði í viðtali við Sky News í gær að Sýrlendingar væru orðnir þreyttir á átökum og væru ekki á leið inn í nýtt stríð. Alþjóðasamfélagið hefði ekkert að óttast hvað þetta varðaði. „Sýrland verður endurreist. Landið stefnir að framþróun og endurreisn. Að stöðugleika.“ Sýrland Hernaður Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Sjá meira
HTS er öflugastur þeirra hópa sem unnu saman að því að koma stjórn Bashar al-Assad frá völdum og ráða nú ríkjum í Damaskus og öðrum borgum Sýrlands. Bashir er verkfræðingur og stjórnmálamaður sem hefur meðal annars starfað fyrir Frelsisstjórn HTS í Idlib. Hann sagði í stuttu ávarpi í gær að hann hefði átt fundi með öðrum ráðherrum í nýrri tímabundinni ríkisstjórn og fráfarandi valdhafa. „Nú er tími fyrir fólk að njóta stöðugleika og friðar,“ sagði Bashir. Stjórnvöld vestanhafs hafa sagt að viðurkenning þeirra á nýjum stjórnvöldum í Sýrlandi muni velta á því hvort og hvernig uppreisnarmenn uppfylla loforð um að allir hópar muni eiga rödd við stjórnarborðið. Charles Lister, sérfræðingur í málefnum Sýrlands við Middle East Institute í Washington, segir það hins vegar ekki lofa góðu að svo virðist sem HTS sé eini hópurinn sem eigi aðkomu að myndun nýrrar ríkisstjórnar og vísar til „einræðistilburða“ hópsins í Idlib. Bandaríkjamenn, Bretar og Sameinuðu þjóðirnar höfðu sett HTS á lista með hryðjuverkahópum áður en þeir komust til valda en stjórnvöld á Vesturlöndum eru sögð reiðubúin til að endurskoða það ef hópurinn heldur rétt á málum á næstu dögum, vikum og mánuðum. Leiðtogi HTS, Ahmed al-Sharaa, einnig kallaður Abu Mohammed al-Jolani, sagði í viðtali við Sky News í gær að Sýrlendingar væru orðnir þreyttir á átökum og væru ekki á leið inn í nýtt stríð. Alþjóðasamfélagið hefði ekkert að óttast hvað þetta varðaði. „Sýrland verður endurreist. Landið stefnir að framþróun og endurreisn. Að stöðugleika.“
Sýrland Hernaður Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Sjá meira