Oftar leitað að Littler en Karli Bretakonungi og Starmer á Google Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. desember 2024 11:00 Luke Littler er orðin ein stærsta íþróttastjarna Bretlands. getty/Zac Goodwin Á þessu ári leituðu Bretar aðeins oftar að tveimur manneskjum á Google en pílukastaranum unga, Luke Littler. Breskir notendur Google leituðu til að mynda oftar að honum en Karli Bretakonungi og forsætisráðherranum Keir Starmer. Littler vakti heimsathygli þegar hann komst í úrslit á HM í upphafi ársins. Milljónir manns fylgdust með úrslitaleik hans og Lukes Humphries í sjónvarpi. Frægðarsól Littlers hefur svo risið enn frekar síðustu mánuðina og hann er orðinn einn þekktasti íþróttamaður Bretlands. Leitartölur Google sýna það bersýnilega. Bretar leituðu oftast að honum á Google af öllum íþróttamönnum á þessu ári og þeir leituðu aðeins oftar að tveimur manneskjum en honum. Það voru Katrín, prinsessa af Wales, og Donald Trump Bandaríkjaforseti. „Þetta hefur verið stórkostlegt ár fyrir mig persónulega og fyrir pílukastið í heild sinni. Ég trúi því eiginlega ekki að ég sé ofar á þessum lista en forsætisráðherrann og kóngurinn,“ sagði Littler er leitartölurnar á Google voru bornar undir hann. „Á svona frábæru íþróttaári er ég mjög stoltur af því að vera sá íþróttamaður sem fólk leitaði oftast að,“ bætti Littler við. Sá íþróttamaður sem Bretar leituðu næstoftast að var jafnaldri Littlers, fótboltamaðurinn Lamine Yamal sem leikur með Barcelona og spænska landsliðinu. Þar á eftir kom svo fimleikastjarnan bandaríska, Simone Biles. Littler undirbýr sig núna fyrir heimsmeistaramótið sem hefst á sunnudaginn. Hann kemur inn í 2. umferð og mætir þar sigurvegaranum úr viðureign Fallons Sherrock og Ryans Meikle. Pílukast Google Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Hafði ekki keppt í 376 daga en náði samt besta tíma ársins Sjá meira
Littler vakti heimsathygli þegar hann komst í úrslit á HM í upphafi ársins. Milljónir manns fylgdust með úrslitaleik hans og Lukes Humphries í sjónvarpi. Frægðarsól Littlers hefur svo risið enn frekar síðustu mánuðina og hann er orðinn einn þekktasti íþróttamaður Bretlands. Leitartölur Google sýna það bersýnilega. Bretar leituðu oftast að honum á Google af öllum íþróttamönnum á þessu ári og þeir leituðu aðeins oftar að tveimur manneskjum en honum. Það voru Katrín, prinsessa af Wales, og Donald Trump Bandaríkjaforseti. „Þetta hefur verið stórkostlegt ár fyrir mig persónulega og fyrir pílukastið í heild sinni. Ég trúi því eiginlega ekki að ég sé ofar á þessum lista en forsætisráðherrann og kóngurinn,“ sagði Littler er leitartölurnar á Google voru bornar undir hann. „Á svona frábæru íþróttaári er ég mjög stoltur af því að vera sá íþróttamaður sem fólk leitaði oftast að,“ bætti Littler við. Sá íþróttamaður sem Bretar leituðu næstoftast að var jafnaldri Littlers, fótboltamaðurinn Lamine Yamal sem leikur með Barcelona og spænska landsliðinu. Þar á eftir kom svo fimleikastjarnan bandaríska, Simone Biles. Littler undirbýr sig núna fyrir heimsmeistaramótið sem hefst á sunnudaginn. Hann kemur inn í 2. umferð og mætir þar sigurvegaranum úr viðureign Fallons Sherrock og Ryans Meikle.
Pílukast Google Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Hafði ekki keppt í 376 daga en náði samt besta tíma ársins Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn