„Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Jakob Bjarnar skrifar 11. desember 2024 14:47 Skarphéðinn þekkir sinn vitjunartíma. Hann lýkur störfum hjá RÚV um áramót og veit ekki hvað tekur við. Kolbrún Vaka Skarphéðinn Guðmundsson hefur sagt starfi sínu sem dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins Sjónvarps lausu. Hann hættir um áramótin og segist ekki vita hvað taki við. „Allir eiga sinn vitjunartíma. En þetta hefur verið langur og góður tími,“ segir Skarphéðinn sem hefur sent samstarfsmönnum sínum kveðjubréf. DV greindi frá starfslokunum en þar kemur fram að Skarphéðinn sé sagnfræðingur að mennt og að hann hafi starfað sem dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins frá árinu 2012. Þar áður var hann dagskrárstjóri Stöðvar 2 frá 2007 og upplýsingafulltrúi 365 miðla frá 2005. Þar áður var hann um árabil á menningardeild Morgunblaðsins, sem blaðamaður og gagnrýnandi. Ertu þá hættur í fjölmiðlum? „Framtíðin á eftir að leiða það í ljós, ég útiloka ekki neitt í þessum efnum,“ segir Skarphéðinn í samtali við Vísi. „Það er óráðið en í janúar er ég búinn að vera akkúrat 25 ár í fjölmiðlun. Sú tilhugsun skelfir mann, að segja skilið við fjölmiðla, ég veit hvers konar tómarúm það skilur eftir sig. Það á eftir að láta á það reyna, hvort ég treysti mér til þess. Veltur á því hvaða tækifæri sýna sig.“ Skarphéðinn segir áramótin ljómandi tíma til að þess að skipta um starf. „Áramót eru gjarnan tími kaflaskila og þetta er eitthvað sem hefur verið að blunda í mér um einhvern tíma.“ Ekki haft tök á því að velta framhaldinu fyrir sér Skarphéðinn segir starf dagskrárstjóra krefjandi og því fylgi mikið álag. Það hefur hann fundið frá fyrsta degi síðan steig fæti inn í Efstaleitið. „Það er kominn góður tími og tími á annars konar áskoranir fyrir mig. Og tími fyrir nýtt blóð, í starf sem er krefjandi. Það kallar á endurnýjun reglulega. Þetta er þýðingarmikið starf og mikilvægt að sjá til þess að það væri kominn tími á endurnýjun og nýtt blóð.“ Skarphéðinn segir ekkert liggja fyrir með önnur störf en það sé vissulega margt spennandi sem hann hefur verið að íhuga. Skarphéðinn hefur verið hartnær 25 ár í fjölmiðlum. Nú á eftir að koma í ljós hvort hann þoli það tómarúm sem myndast þegar menn hverfa þaðan.Kolbrún Vaka „Ég er ekki að láta af störfum vegna einhvers annars starfs sem bíður. Þetta tekur upp allan manns huga og athygli og ekki mikið svigrúm til að velta fyrir sér öðrum störfum. Það væri ekki sanngjarnt gagnvart vinnustaðnum og ég er fyrst og fremst að horfa fram á þessi kaflaskil og geta nú velt því fyrir mér hvað tekur við næst.“ Hluti af starfinu að svara blaðamönnum Starfið verður auglýst laust til umsóknar en eftir að Skarphéðinn hverfur á braut mun Margrét Jónasdóttir, aðstoðardagskrárstjóri sinna starfi Skarphéðins. Þar til formlega verður gengið frá arftaka hans. „Um áramótin fer ég. Það er ekkert drama í þessu. Þetta er ákvörðun sem ég tók. Ég rýk ekkert á dyr. Það er ýmsu ólokið og ég vil klára það í samvinnu við samstarfsfólk.“ Þá er eiginlega ekki annað eftir en þakka Skarphéðni það hversu liðlegur hann hefur verið að svara blaðamönnum þegar einhver málefni hafa komið upp sem krefjast skýringa. „Það er ekki hægt að svara þessu öðru vísi en svo að ég vinn við það, það er hluti af starfinu að vera til taks og svara fyrir þær ákvarðanir sem hér eru teknar.“ Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tímamót Vistaskipti Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Sjá meira
„Allir eiga sinn vitjunartíma. En þetta hefur verið langur og góður tími,“ segir Skarphéðinn sem hefur sent samstarfsmönnum sínum kveðjubréf. DV greindi frá starfslokunum en þar kemur fram að Skarphéðinn sé sagnfræðingur að mennt og að hann hafi starfað sem dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins frá árinu 2012. Þar áður var hann dagskrárstjóri Stöðvar 2 frá 2007 og upplýsingafulltrúi 365 miðla frá 2005. Þar áður var hann um árabil á menningardeild Morgunblaðsins, sem blaðamaður og gagnrýnandi. Ertu þá hættur í fjölmiðlum? „Framtíðin á eftir að leiða það í ljós, ég útiloka ekki neitt í þessum efnum,“ segir Skarphéðinn í samtali við Vísi. „Það er óráðið en í janúar er ég búinn að vera akkúrat 25 ár í fjölmiðlun. Sú tilhugsun skelfir mann, að segja skilið við fjölmiðla, ég veit hvers konar tómarúm það skilur eftir sig. Það á eftir að láta á það reyna, hvort ég treysti mér til þess. Veltur á því hvaða tækifæri sýna sig.“ Skarphéðinn segir áramótin ljómandi tíma til að þess að skipta um starf. „Áramót eru gjarnan tími kaflaskila og þetta er eitthvað sem hefur verið að blunda í mér um einhvern tíma.“ Ekki haft tök á því að velta framhaldinu fyrir sér Skarphéðinn segir starf dagskrárstjóra krefjandi og því fylgi mikið álag. Það hefur hann fundið frá fyrsta degi síðan steig fæti inn í Efstaleitið. „Það er kominn góður tími og tími á annars konar áskoranir fyrir mig. Og tími fyrir nýtt blóð, í starf sem er krefjandi. Það kallar á endurnýjun reglulega. Þetta er þýðingarmikið starf og mikilvægt að sjá til þess að það væri kominn tími á endurnýjun og nýtt blóð.“ Skarphéðinn segir ekkert liggja fyrir með önnur störf en það sé vissulega margt spennandi sem hann hefur verið að íhuga. Skarphéðinn hefur verið hartnær 25 ár í fjölmiðlum. Nú á eftir að koma í ljós hvort hann þoli það tómarúm sem myndast þegar menn hverfa þaðan.Kolbrún Vaka „Ég er ekki að láta af störfum vegna einhvers annars starfs sem bíður. Þetta tekur upp allan manns huga og athygli og ekki mikið svigrúm til að velta fyrir sér öðrum störfum. Það væri ekki sanngjarnt gagnvart vinnustaðnum og ég er fyrst og fremst að horfa fram á þessi kaflaskil og geta nú velt því fyrir mér hvað tekur við næst.“ Hluti af starfinu að svara blaðamönnum Starfið verður auglýst laust til umsóknar en eftir að Skarphéðinn hverfur á braut mun Margrét Jónasdóttir, aðstoðardagskrárstjóri sinna starfi Skarphéðins. Þar til formlega verður gengið frá arftaka hans. „Um áramótin fer ég. Það er ekkert drama í þessu. Þetta er ákvörðun sem ég tók. Ég rýk ekkert á dyr. Það er ýmsu ólokið og ég vil klára það í samvinnu við samstarfsfólk.“ Þá er eiginlega ekki annað eftir en þakka Skarphéðni það hversu liðlegur hann hefur verið að svara blaðamönnum þegar einhver málefni hafa komið upp sem krefjast skýringa. „Það er ekki hægt að svara þessu öðru vísi en svo að ég vinn við það, það er hluti af starfinu að vera til taks og svara fyrir þær ákvarðanir sem hér eru teknar.“
Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tímamót Vistaskipti Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Sjá meira