„Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Andri Már Eggertsson skrifar 11. desember 2024 22:00 Ólafur Jónas Sigurðsson var ekki ánægður með vörn liðsins Vísir / Pawel Cieslikiewicz Stjarnan tapaði gegn Keflavík á útivelli 105-86. Keflvíkingar voru sterkari aðilinn nánast allan leikinn og Ólafi Jónasi Sigurðssyni, þjálfari Stjörnunnar, fannst niðurstaðan sanngjörn. „Úrslitin gáfu hárrétta mynd af því hvernig leikurinn spilaðist. Nítján stig eru nítján stig en við vorum alltaf að hóta því að koma til baka en við vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn. Þetta var bara ein sending og opið skot sem var ekki nógu gott.“ „Ég var ánægður með að það komu allar stelpurnar inn á og gáfu allt í þetta og við fengum ýmislegt frá mörgum leikmönnum í kvöld,“ sagði Ólafur Jónas í viðtali beint eftir leik. Ólafur var ekki sáttur með varnarleik Stjörnunnar þar sem heimakonur gerðu 105 stig sem var of mikið að hans mati. „Við vorum búin að fara vel yfir þau atriði sem Keflavík gerir vel og því sem Keflavík er að leitast eftir en við gerðum ekki nógu vel gegn þeim og af hverju ekki er ómögulegt að segja. Við þurfum að skoða það betur og þetta var ekki nógu gott varnarlega. Sóknarlega hef ég ekki eins miklar áhyggjur en varnarlega þurfum við að fara að spýta í lófana.“ Stjarnan byrjaði síðari hálfleik af krafti og kom forskoti Keflavíkur undir tíu stig og Ólafur var ánægður með þann kafla hjá liðinu. „Þá fórum við að spila vörn og færslurnar voru góðar. Við vorum grimmar og ekki til baka eins og í fyrri hálfleik. Mér fannst við voðalega hræddar í fyrri hálfleik en breyttum því á þessum kafla og fengum blóð á tennurnar og fórum að gera betur en síðan fór vindurinn úr því.“ Aðspurður út í það hvort honum fannst Stjarnan fá einhver tækifæri í fjórða leikhluta til að ógna forskoti Keflavíkur var Ólafur ekki viss. „Ég hef ekki hugmynd um það. Mögulega voru einhver augnablik sem við hefðum geta gert betur en ég er ekki viss,“ sagði Ólafur Jónas að lokum. Stjarnan Bónus-deild kvenna Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Sinner búinn að fyrirgefa sjúkraþjálfaranum sem setti hann í bann Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Sú næstelsta til þess að vinna alvöru leik Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sjá meira
„Úrslitin gáfu hárrétta mynd af því hvernig leikurinn spilaðist. Nítján stig eru nítján stig en við vorum alltaf að hóta því að koma til baka en við vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn. Þetta var bara ein sending og opið skot sem var ekki nógu gott.“ „Ég var ánægður með að það komu allar stelpurnar inn á og gáfu allt í þetta og við fengum ýmislegt frá mörgum leikmönnum í kvöld,“ sagði Ólafur Jónas í viðtali beint eftir leik. Ólafur var ekki sáttur með varnarleik Stjörnunnar þar sem heimakonur gerðu 105 stig sem var of mikið að hans mati. „Við vorum búin að fara vel yfir þau atriði sem Keflavík gerir vel og því sem Keflavík er að leitast eftir en við gerðum ekki nógu vel gegn þeim og af hverju ekki er ómögulegt að segja. Við þurfum að skoða það betur og þetta var ekki nógu gott varnarlega. Sóknarlega hef ég ekki eins miklar áhyggjur en varnarlega þurfum við að fara að spýta í lófana.“ Stjarnan byrjaði síðari hálfleik af krafti og kom forskoti Keflavíkur undir tíu stig og Ólafur var ánægður með þann kafla hjá liðinu. „Þá fórum við að spila vörn og færslurnar voru góðar. Við vorum grimmar og ekki til baka eins og í fyrri hálfleik. Mér fannst við voðalega hræddar í fyrri hálfleik en breyttum því á þessum kafla og fengum blóð á tennurnar og fórum að gera betur en síðan fór vindurinn úr því.“ Aðspurður út í það hvort honum fannst Stjarnan fá einhver tækifæri í fjórða leikhluta til að ógna forskoti Keflavíkur var Ólafur ekki viss. „Ég hef ekki hugmynd um það. Mögulega voru einhver augnablik sem við hefðum geta gert betur en ég er ekki viss,“ sagði Ólafur Jónas að lokum.
Stjarnan Bónus-deild kvenna Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Sinner búinn að fyrirgefa sjúkraþjálfaranum sem setti hann í bann Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Sú næstelsta til þess að vinna alvöru leik Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sjá meira