Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2024 22:43 Sveindís Jane Jónsdóttir fagnar marki í kvöld. Hún skoraði fernu þegar Wolfsburg vann 6-1 sigur á Roma og tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Getty/Boris Streubel Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði fernu í Meistaradeildinni í kvöld þegar Wolfsburg vann 6-1 sigur á Roma og tryggði sér sæti í útsláttarkeppni keppninnar. Sveindís var að sjálfsögðu tekin í viðtal á miðlum Wolfsburg eftir leikinn. Hún varð reyndar hálfvandræðaleg því áhorfendur fögnuðu henni mikið þegar hún kom í viðtalið. Það var líka full ástæða fyrir því. Sveindís kom ekki inn á völlinn fyrr en á 66. mínútu en tókst samt að skora fjögur mörk, fyrst íslenskra karla eða kvenna í Meistaradeildinni. Sveindís kom auðvitað með boltann með sér í viðtalið en hvað ætlar hún að gera með hann? „Ég ætla að láta allar stelpurnar í liðinu skrifa á boltann. Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi. Það verður alla vegna mjög langt þangað til að ég gleymi þessum leik,“ sagði Sveindís Jane skælbrosandi eftir leikinn. „Það er alltaf hættulegt að vera bara 1-0 yfir því þá geta þær jafnað ef þú gerir ein mistök. Það var gott að komast aftur 2-1 yfir því það gaf okkur sjálfstraust. Það var síðan virkilega gott að komast í 3-1,“ sagði Sveindís en hún skoraði þriðja markið. „Við héldum áfram og þær brotnuðu svolítið við þriðja markið. Við vorum svo agressífar og vildum þetta meira en þær,“ sagði Sveindís sem skoraði fernu á rúmum hálftíma. Wolfsburg tryggði sér með þessum sigri sæti í átta liða úrslitunum með þessum sigri. Hvernig hljómar það að vera komin áfram í útsláttarkeppnina? „Það hljómar stórkostlega í mínum eyrum. Það er það sem við vildum og við viljum komast sem lengst í þessari keppni. Roma er með frábært lið og það er svekkkandi fyrir þær að komast ekki áfram en við vildum þetta bara meira,“ sagði Sveindís. „Við erum mjög ánægðar með þennan sigur,“ sagði Sveindís. Það má sjá viðtalið við hana hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=aWBtpOnrFHk">watch on YouTube</a> Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Sjá meira
Sveindís var að sjálfsögðu tekin í viðtal á miðlum Wolfsburg eftir leikinn. Hún varð reyndar hálfvandræðaleg því áhorfendur fögnuðu henni mikið þegar hún kom í viðtalið. Það var líka full ástæða fyrir því. Sveindís kom ekki inn á völlinn fyrr en á 66. mínútu en tókst samt að skora fjögur mörk, fyrst íslenskra karla eða kvenna í Meistaradeildinni. Sveindís kom auðvitað með boltann með sér í viðtalið en hvað ætlar hún að gera með hann? „Ég ætla að láta allar stelpurnar í liðinu skrifa á boltann. Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi. Það verður alla vegna mjög langt þangað til að ég gleymi þessum leik,“ sagði Sveindís Jane skælbrosandi eftir leikinn. „Það er alltaf hættulegt að vera bara 1-0 yfir því þá geta þær jafnað ef þú gerir ein mistök. Það var gott að komast aftur 2-1 yfir því það gaf okkur sjálfstraust. Það var síðan virkilega gott að komast í 3-1,“ sagði Sveindís en hún skoraði þriðja markið. „Við héldum áfram og þær brotnuðu svolítið við þriðja markið. Við vorum svo agressífar og vildum þetta meira en þær,“ sagði Sveindís sem skoraði fernu á rúmum hálftíma. Wolfsburg tryggði sér með þessum sigri sæti í átta liða úrslitunum með þessum sigri. Hvernig hljómar það að vera komin áfram í útsláttarkeppnina? „Það hljómar stórkostlega í mínum eyrum. Það er það sem við vildum og við viljum komast sem lengst í þessari keppni. Roma er með frábært lið og það er svekkkandi fyrir þær að komast ekki áfram en við vildum þetta bara meira,“ sagði Sveindís. „Við erum mjög ánægðar með þennan sigur,“ sagði Sveindís. Það má sjá viðtalið við hana hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=aWBtpOnrFHk">watch on YouTube</a>
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Sjá meira