Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2024 22:43 Sveindís Jane Jónsdóttir fagnar marki í kvöld. Hún skoraði fernu þegar Wolfsburg vann 6-1 sigur á Roma og tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Getty/Boris Streubel Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði fernu í Meistaradeildinni í kvöld þegar Wolfsburg vann 6-1 sigur á Roma og tryggði sér sæti í útsláttarkeppni keppninnar. Sveindís var að sjálfsögðu tekin í viðtal á miðlum Wolfsburg eftir leikinn. Hún varð reyndar hálfvandræðaleg því áhorfendur fögnuðu henni mikið þegar hún kom í viðtalið. Það var líka full ástæða fyrir því. Sveindís kom ekki inn á völlinn fyrr en á 66. mínútu en tókst samt að skora fjögur mörk, fyrst íslenskra karla eða kvenna í Meistaradeildinni. Sveindís kom auðvitað með boltann með sér í viðtalið en hvað ætlar hún að gera með hann? „Ég ætla að láta allar stelpurnar í liðinu skrifa á boltann. Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi. Það verður alla vegna mjög langt þangað til að ég gleymi þessum leik,“ sagði Sveindís Jane skælbrosandi eftir leikinn. „Það er alltaf hættulegt að vera bara 1-0 yfir því þá geta þær jafnað ef þú gerir ein mistök. Það var gott að komast aftur 2-1 yfir því það gaf okkur sjálfstraust. Það var síðan virkilega gott að komast í 3-1,“ sagði Sveindís en hún skoraði þriðja markið. „Við héldum áfram og þær brotnuðu svolítið við þriðja markið. Við vorum svo agressífar og vildum þetta meira en þær,“ sagði Sveindís sem skoraði fernu á rúmum hálftíma. Wolfsburg tryggði sér með þessum sigri sæti í átta liða úrslitunum með þessum sigri. Hvernig hljómar það að vera komin áfram í útsláttarkeppnina? „Það hljómar stórkostlega í mínum eyrum. Það er það sem við vildum og við viljum komast sem lengst í þessari keppni. Roma er með frábært lið og það er svekkkandi fyrir þær að komast ekki áfram en við vildum þetta bara meira,“ sagði Sveindís. „Við erum mjög ánægðar með þennan sigur,“ sagði Sveindís. Það má sjá viðtalið við hana hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=aWBtpOnrFHk">watch on YouTube</a> Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Íslenski boltinn Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Fleiri fréttir UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Sjá meira
Sveindís var að sjálfsögðu tekin í viðtal á miðlum Wolfsburg eftir leikinn. Hún varð reyndar hálfvandræðaleg því áhorfendur fögnuðu henni mikið þegar hún kom í viðtalið. Það var líka full ástæða fyrir því. Sveindís kom ekki inn á völlinn fyrr en á 66. mínútu en tókst samt að skora fjögur mörk, fyrst íslenskra karla eða kvenna í Meistaradeildinni. Sveindís kom auðvitað með boltann með sér í viðtalið en hvað ætlar hún að gera með hann? „Ég ætla að láta allar stelpurnar í liðinu skrifa á boltann. Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi. Það verður alla vegna mjög langt þangað til að ég gleymi þessum leik,“ sagði Sveindís Jane skælbrosandi eftir leikinn. „Það er alltaf hættulegt að vera bara 1-0 yfir því þá geta þær jafnað ef þú gerir ein mistök. Það var gott að komast aftur 2-1 yfir því það gaf okkur sjálfstraust. Það var síðan virkilega gott að komast í 3-1,“ sagði Sveindís en hún skoraði þriðja markið. „Við héldum áfram og þær brotnuðu svolítið við þriðja markið. Við vorum svo agressífar og vildum þetta meira en þær,“ sagði Sveindís sem skoraði fernu á rúmum hálftíma. Wolfsburg tryggði sér með þessum sigri sæti í átta liða úrslitunum með þessum sigri. Hvernig hljómar það að vera komin áfram í útsláttarkeppnina? „Það hljómar stórkostlega í mínum eyrum. Það er það sem við vildum og við viljum komast sem lengst í þessari keppni. Roma er með frábært lið og það er svekkkandi fyrir þær að komast ekki áfram en við vildum þetta bara meira,“ sagði Sveindís. „Við erum mjög ánægðar með þennan sigur,“ sagði Sveindís. Það má sjá viðtalið við hana hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=aWBtpOnrFHk">watch on YouTube</a>
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Íslenski boltinn Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Fleiri fréttir UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Sjá meira