„Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Sindri Sverrisson skrifar 12. desember 2024 07:26 Arnar Gunnlaugsson og tíu mánaða dóttir hans mættu saman í viðtal fyrir leik Víkings við Djurgården. Stöð 2 Sport Víkingar eru í þeirri stórkostlegu stöðu að geta upp úr hádegi í dag tryggt sér sæti í útsláttarkeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta. Arnar Gunnlaugsson á von á mikilli stemningu á Kópavogsvelli en þar verða hundruð sænskra stuðningsmanna Djurgården. Leikur Víkings og Djurgården hefst klukkan 13 og er sýndur á Stöð 2 Sport 5. Upphitun hefst klukkan 12:30. Bein textalýsing verður á Vísi. Það lá vel á Arnari þegar hann ræddi við Vísi í gær, með tíu mánaða dóttur sína í fanginu. Rétt eins og hún fer brátt að læra að labba þá hafa Víkingar náð að fóta sig í nýrri keppni, og orðið fyrstir íslenskra liða til að vinna sigra í aðalhluta Sambandsdeildarinnar. Víkingar hafa unnið báða heimaleiki sína á Kópavogsvelli til þessa í keppninni, og eru með sjö stig líkt og mótherji dagsins, Djurgården, nú þegar fjórum umferðum af sex er lokið. Sá stigafjöldi gæti hreinlega dugað til að vera í hópi þeirra 24 liða sem fara áfram í keppninni, en það er ekki alveg víst. Átta efstu liðin komast beint í 16-liða úrslit en liðin í 9.-24. sæti fara í umspil, í febrúar. Mikið í húfi og algjör veisla í vændum „Bæði lið þurfa á stigi eða stigum að halda. Þeir eru að koma með einhverja geðveika stuðningsmenn, í góðri merkingu þess orðs, og ég á von á mikilli stemningu hjá bæði okkar og þeirra fólki. Miðað við hve mikið er í húfi, og hve báðum liðum hefur gengið vel hingað til í keppninni, þá held ég að þetta verði algjör veisla,“ segir Arnar um leik dagsins sem hefst klukkan 13. Arnar býst að sjálfsögðu við hörkuleik gegn Svíunum: „Við náðum góðum úrslitum gegn Malmö fyrir tveimur árum síðan. Miðað við okkar heimavallarárangur undanfarin fjögur ár í Evrópukeppni, sem hefur verið algjörlega frábær, þá held ég að það verði ekkert vanmat hjá frændum okkar Svíum. Þeir munu taka harkalega á móti okkur. Þetta er mjög rútínerað lið. Ekta sænskt lið þar sem allir kunna sitt hlutverk upp á tíu. Þeir hafa verið virkilega sterkir í Evrópukeppninni hingað til, þannig að ég gef þeim bara mín bestu meðmæli,“ sagði Arnar en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Arnar og dóttir í viðtali fyrir leik „Algjör draumur fyrir okkur þjálfarana“ Talsvert er liðið síðan að Íslandsmótinu lauk og því lítið um alvöru leiki hjá Víkingum þessa dagana, öfug við í sumar: „Þetta er búið að vera algjör draumur fyrir okkur þjálfarana. Það var svo lítið um æfingar þegar leikjaálagið var sem mest í sumar. Mér leið eins og við fengjum aldrei alvöru æfingar með strákunum – bara fundi og endurheimt. Núna loksins höfum við í 3-4 vikur getað tekið mjög góðar æfingar, lagt áherslu á taktík í bland við fitness, sem hefur nýst okkur vel í þessum Evrópukeppnum. Mér líður eins og við séum að fá aftur gamla, góða Víkingsliðið í hendurnar,“ sagði Arnar, og hver veit hvar þetta gamla, góða Víkingslið endar? „Ég held að við séum búnir að sanna fyrir okkur og öðrum að við eigum heima á þessu stigi. Þetta hefur verið frábær keppni fyrir okkur og núna erum við allt í einu komnir í draumalandið. Eitt stig gulltryggir okkur í umspil, og ef við vinnum leikinn þá förum við í flugvélina til Austurríkis með það markmið að komast í topp átta, sem er alveg fáránlegt. Við förum ekki fram úr sjálfum okkur en vonandi náum við að gulltryggja þetta stig og fara áhyggjulausir til Austurríkis,“ sagði Arnar en þar spilar Víkingur lokaleik sinn í deildarkeppninni, gegn LASK eftir viku. Leikur Víkings og Djurgården hefst klukkan 13 og er sýndur á Stöð 2 Sport 5. Upphitun hefst klukkan 12:30. Bein textalýsing verður á Vísi. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Víkings Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi Víkings fyrir leikinn gegn Djurgården í Sambandsdeild Evrópu. 11. desember 2024 15:02 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Leikur Víkings og Djurgården hefst klukkan 13 og er sýndur á Stöð 2 Sport 5. Upphitun hefst klukkan 12:30. Bein textalýsing verður á Vísi. Það lá vel á Arnari þegar hann ræddi við Vísi í gær, með tíu mánaða dóttur sína í fanginu. Rétt eins og hún fer brátt að læra að labba þá hafa Víkingar náð að fóta sig í nýrri keppni, og orðið fyrstir íslenskra liða til að vinna sigra í aðalhluta Sambandsdeildarinnar. Víkingar hafa unnið báða heimaleiki sína á Kópavogsvelli til þessa í keppninni, og eru með sjö stig líkt og mótherji dagsins, Djurgården, nú þegar fjórum umferðum af sex er lokið. Sá stigafjöldi gæti hreinlega dugað til að vera í hópi þeirra 24 liða sem fara áfram í keppninni, en það er ekki alveg víst. Átta efstu liðin komast beint í 16-liða úrslit en liðin í 9.-24. sæti fara í umspil, í febrúar. Mikið í húfi og algjör veisla í vændum „Bæði lið þurfa á stigi eða stigum að halda. Þeir eru að koma með einhverja geðveika stuðningsmenn, í góðri merkingu þess orðs, og ég á von á mikilli stemningu hjá bæði okkar og þeirra fólki. Miðað við hve mikið er í húfi, og hve báðum liðum hefur gengið vel hingað til í keppninni, þá held ég að þetta verði algjör veisla,“ segir Arnar um leik dagsins sem hefst klukkan 13. Arnar býst að sjálfsögðu við hörkuleik gegn Svíunum: „Við náðum góðum úrslitum gegn Malmö fyrir tveimur árum síðan. Miðað við okkar heimavallarárangur undanfarin fjögur ár í Evrópukeppni, sem hefur verið algjörlega frábær, þá held ég að það verði ekkert vanmat hjá frændum okkar Svíum. Þeir munu taka harkalega á móti okkur. Þetta er mjög rútínerað lið. Ekta sænskt lið þar sem allir kunna sitt hlutverk upp á tíu. Þeir hafa verið virkilega sterkir í Evrópukeppninni hingað til, þannig að ég gef þeim bara mín bestu meðmæli,“ sagði Arnar en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Arnar og dóttir í viðtali fyrir leik „Algjör draumur fyrir okkur þjálfarana“ Talsvert er liðið síðan að Íslandsmótinu lauk og því lítið um alvöru leiki hjá Víkingum þessa dagana, öfug við í sumar: „Þetta er búið að vera algjör draumur fyrir okkur þjálfarana. Það var svo lítið um æfingar þegar leikjaálagið var sem mest í sumar. Mér leið eins og við fengjum aldrei alvöru æfingar með strákunum – bara fundi og endurheimt. Núna loksins höfum við í 3-4 vikur getað tekið mjög góðar æfingar, lagt áherslu á taktík í bland við fitness, sem hefur nýst okkur vel í þessum Evrópukeppnum. Mér líður eins og við séum að fá aftur gamla, góða Víkingsliðið í hendurnar,“ sagði Arnar, og hver veit hvar þetta gamla, góða Víkingslið endar? „Ég held að við séum búnir að sanna fyrir okkur og öðrum að við eigum heima á þessu stigi. Þetta hefur verið frábær keppni fyrir okkur og núna erum við allt í einu komnir í draumalandið. Eitt stig gulltryggir okkur í umspil, og ef við vinnum leikinn þá förum við í flugvélina til Austurríkis með það markmið að komast í topp átta, sem er alveg fáránlegt. Við förum ekki fram úr sjálfum okkur en vonandi náum við að gulltryggja þetta stig og fara áhyggjulausir til Austurríkis,“ sagði Arnar en þar spilar Víkingur lokaleik sinn í deildarkeppninni, gegn LASK eftir viku. Leikur Víkings og Djurgården hefst klukkan 13 og er sýndur á Stöð 2 Sport 5. Upphitun hefst klukkan 12:30. Bein textalýsing verður á Vísi.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Víkings Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi Víkings fyrir leikinn gegn Djurgården í Sambandsdeild Evrópu. 11. desember 2024 15:02 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Svona var blaðamannafundur Víkings Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi Víkings fyrir leikinn gegn Djurgården í Sambandsdeild Evrópu. 11. desember 2024 15:02