Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. desember 2024 13:00 Fréttamaður heldur á útprentuðu eintaki af frétt frá 2016. Í þessari frétt birtist fyrsta skráða tilvikið af notkun Ingu á textabroti úr Stuðmannalaginu Sigurjón digri. Í það minnsta eftir því sem fréttamaður kemst næst. „Við erum komin til að sjá og sigra, Sigurjón digra,“ sagði Inga Sæland, sigurreifur formaður Flokks fólksins, á nýliðna kosninganótt þegar tölur tóku að birtast. Þarna kvað við kunnuglegan tón í Ingu, sem ítrekað vitnar í hið ástsæla Stuðmannalag þegar andinn kemur yfir hana. Eftir því sem fréttamaður kemst næst er elsta skráða tilfellið af notkun Ingu á textabrotinu úr þessari frétt sem birtist á Vísi á kosninganótt 2016, þegar Flokkur fólksins bauð fyrst fram lista. „Við erum komin til að vera. Við erum komin til að sjá og sigra, Sigurjón digra,“ sagði Inga þá í samtali við fréttamann, og vísaði í lagið Sigurjón digri sem flokksmenn höfðu verið að syngja á kosningavökunni í Faxafeni „þar sem harðasti kjarninn var enn í góðum gír,“ segir í fréttinni. Inga og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði í þeim kosningum en sigldu inn á þing í kosningum ári síðar. Ljóst er að textabrotið er Ingu tamt. Á ferli hennar sem þingmaður hefur hún ítrekað gripið til þess í pontu á Alþingi, eins og tekið er saman í fyrsta annál fréttastofu sem horfa má á hér fyrir neðan. Samantektin hefst um það bil á mínútu 2:30. Þá sveif andi Stuðmanna einnig yfir vötnum á fyrsta blaðamannafundi „Valkyrjanna“ svokölluðu, sem nú standa í stjórnarmyndunarviðræðum, á dögunum. Þar vísaði Inga ekki aðeins í Sigurjón digra heldur söng einnig brot úr laginu Íslenskir karlmenn, við undirtektir Kristrúnar Frostadóttur og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur. Fréttamaður má svo til með að minna á ítarlega umfjöllun um annan áberandi frasa úr orðabók Ingu Sæland, sem birtist hér á Vísi í haust. Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira
Eftir því sem fréttamaður kemst næst er elsta skráða tilfellið af notkun Ingu á textabrotinu úr þessari frétt sem birtist á Vísi á kosninganótt 2016, þegar Flokkur fólksins bauð fyrst fram lista. „Við erum komin til að vera. Við erum komin til að sjá og sigra, Sigurjón digra,“ sagði Inga þá í samtali við fréttamann, og vísaði í lagið Sigurjón digri sem flokksmenn höfðu verið að syngja á kosningavökunni í Faxafeni „þar sem harðasti kjarninn var enn í góðum gír,“ segir í fréttinni. Inga og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði í þeim kosningum en sigldu inn á þing í kosningum ári síðar. Ljóst er að textabrotið er Ingu tamt. Á ferli hennar sem þingmaður hefur hún ítrekað gripið til þess í pontu á Alþingi, eins og tekið er saman í fyrsta annál fréttastofu sem horfa má á hér fyrir neðan. Samantektin hefst um það bil á mínútu 2:30. Þá sveif andi Stuðmanna einnig yfir vötnum á fyrsta blaðamannafundi „Valkyrjanna“ svokölluðu, sem nú standa í stjórnarmyndunarviðræðum, á dögunum. Þar vísaði Inga ekki aðeins í Sigurjón digra heldur söng einnig brot úr laginu Íslenskir karlmenn, við undirtektir Kristrúnar Frostadóttur og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur. Fréttamaður má svo til með að minna á ítarlega umfjöllun um annan áberandi frasa úr orðabók Ingu Sæland, sem birtist hér á Vísi í haust.
Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira