Þau sóttu um embætti landsbókavarðar Atli Ísleifsson skrifar 13. desember 2024 09:44 Í auglýsingu segir að landsbókavörður þurfi að búa yfir metnaði og framsýni til að leiða Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn til framtíðar. Vísir/Vilhelm Alls sóttu fimmtán manns um stöðu landsbókavarðar sem auglýst var laus til umstóknar í október síðastliðinn. Einn dró umsókn sína til baka. Þetta kemur fram í svari menningar- og viðskiptasráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu. Umsóknarfrestur rann út 11. nóvember en umsóknirnar eru nú komnar til umsagnar stjórnar Landsbókasafns – Háskólabókasafns. Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir er núverandi landsbókavörður en hún tók við embættinu árið 2007. Umsækjendur um stöðu Landsbókavarðar: Esbern Erling Hjelm Kjærbo, yfirbókavörður Ghita Oughla, gestgjafi Giulia Gallon, safnaleiðsögumaður Hrafn Sveinbjarnarson, forstöðumaður Joanna Monika Wolanin, gæðaeftirlitsmaður Jódís Skúladóttir, verkefnastjóri Kristján Óli Níels Sigmundsson, aðstoðarlagerstjóri Lísa Zachrison Valdimarsdóttir, forstöðumaður Mohammad Iqbal Ependi, starfsnemi Pontus Erik Gunnar Jarvstad, háskólakennari Rósa Bjarnadóttir, forstöðumaður Serkan Mermer, öryggisvörður Sigurður Ingólfsson, leiðsögumaður Örn Hrafnkelsson, sviðsstjóri Í auglýsingunni segir að leitað sé eftir faglegum leiðtoga til að leiða stærstu þekkingarveitu þjóðarinnar. „Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn er þjóðbókasafn Íslands og bókasafn Háskóla Íslands og hefur það meginmarkmið að safna öllum íslenskum gögnum, varðveita þau, skrá og flokka. Safnið er öflugur samstarfsaðili Háskóla Íslands og styður við íslenskar rannsóknir með fjölbreyttum hætti. Safnið gegnir forystuhlutverki hvað varðar þróun og nýsköpun á sviði varðveislu og stafrænnar endurgerðar og er í fararbroddi um miðlun og aðgengi að stafrænu efni fyrir landsmenn,“ segir í auglýsingunni. Þá segir að landsbókavörður þurfi að búa yfir metnaði og framsýni til að leiða Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn til framtíðar. „Landsbókavörður leiðir starfsemi safnsins og annast daglegan rekstur og stjórn þess, undirbýr starfs- og fjárhagsáætlun og stýrir mannauði safnsins. Gerð er krafa um menntun á háskólastigi og staðgóða þekkingu á starfssviði safnsins. Framhaldsmenntun á háskólastigi er kostur. Við mat á umsækjendum er horft til kjörmyndar stjórnenda út frá stjórnendastefnu ríkisins.“ Vistaskipti Menning Bókmenntir Söfn Bókasöfn Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Sjá meira
Þetta kemur fram í svari menningar- og viðskiptasráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu. Umsóknarfrestur rann út 11. nóvember en umsóknirnar eru nú komnar til umsagnar stjórnar Landsbókasafns – Háskólabókasafns. Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir er núverandi landsbókavörður en hún tók við embættinu árið 2007. Umsækjendur um stöðu Landsbókavarðar: Esbern Erling Hjelm Kjærbo, yfirbókavörður Ghita Oughla, gestgjafi Giulia Gallon, safnaleiðsögumaður Hrafn Sveinbjarnarson, forstöðumaður Joanna Monika Wolanin, gæðaeftirlitsmaður Jódís Skúladóttir, verkefnastjóri Kristján Óli Níels Sigmundsson, aðstoðarlagerstjóri Lísa Zachrison Valdimarsdóttir, forstöðumaður Mohammad Iqbal Ependi, starfsnemi Pontus Erik Gunnar Jarvstad, háskólakennari Rósa Bjarnadóttir, forstöðumaður Serkan Mermer, öryggisvörður Sigurður Ingólfsson, leiðsögumaður Örn Hrafnkelsson, sviðsstjóri Í auglýsingunni segir að leitað sé eftir faglegum leiðtoga til að leiða stærstu þekkingarveitu þjóðarinnar. „Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn er þjóðbókasafn Íslands og bókasafn Háskóla Íslands og hefur það meginmarkmið að safna öllum íslenskum gögnum, varðveita þau, skrá og flokka. Safnið er öflugur samstarfsaðili Háskóla Íslands og styður við íslenskar rannsóknir með fjölbreyttum hætti. Safnið gegnir forystuhlutverki hvað varðar þróun og nýsköpun á sviði varðveislu og stafrænnar endurgerðar og er í fararbroddi um miðlun og aðgengi að stafrænu efni fyrir landsmenn,“ segir í auglýsingunni. Þá segir að landsbókavörður þurfi að búa yfir metnaði og framsýni til að leiða Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn til framtíðar. „Landsbókavörður leiðir starfsemi safnsins og annast daglegan rekstur og stjórn þess, undirbýr starfs- og fjárhagsáætlun og stýrir mannauði safnsins. Gerð er krafa um menntun á háskólastigi og staðgóða þekkingu á starfssviði safnsins. Framhaldsmenntun á háskólastigi er kostur. Við mat á umsækjendum er horft til kjörmyndar stjórnenda út frá stjórnendastefnu ríkisins.“
Vistaskipti Menning Bókmenntir Söfn Bókasöfn Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Sjá meira