Þjálfun í flugturni hafði áhrif á að lá við árekstri farþegaþotna Kjartan Kjartansson skrifar 13. desember 2024 11:20 Hætta skapaðist á því að farþegaþotur Icelandair og Play rækjust á við Keflavíkurflugvöll í febrúar. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að þjálfun í flugturni á Keflavíkurflugvelli hafi haft áhrif á árekstrarhætta skapaðist á milli farþegaþotna Icelandair og Play í febrúar. Uppákoman var skráð sem alvarlegt flugumferðaratvik. Atvikið átti sér stað í lokaaðflugi fyrir flugbraut nítján á Keflavíkurflugvelli 20. febrúar. Áhöfn Airbus 320-vélar Play var þá við lendingaræfingar í sjónflugi á flugbrautinni um sama leyti og Boeing 737-8 vél Icelandair var í blindu aðflugi. Þjálfun var þá í gangi í flugturninum á flugvellinum. Nemi sem sinnti bæði turn- og grundbylgju var um það bil hálfnaður í verklegri þjálfun sinni en flugumferðarstjórinn sem þjálfaði hann var í fyrsta skipti með nema í flugumferðarstjórn, að því er segir í lokaskýrslu rannsóknarnefndarinnar um atvikið. Flugturninn gaf Play-vélinni fyrirmæli um að hún væri næst til lendingar á flugbraut nítján. Skömmu síðar upplýsti hann stjórnendur Play-vélarinnar um flugumferð við níu sjómílu lokastefnu. Á þeim tíma var Icelandair-vélin hins vegar komin nær flugbrautinni. Á þessum tímapunkti er flugumferðarstjórinn sagður hafa sagt nemanum að ratsjármynd liti illa út en að hún breyttist með framvindu flugvélanna. Í viðtali hjá rannsóknarnefndinni sagði flugumferðarstjórinn að hann hefði talið að umferðarhringur Play-vélarinnar væri öðruvísi en hann var í raun þrátt fyrir að vélin hefði þá verið að æfingum í að vera í einn og hálfan tíma og að áhöfnin hefði rétt áður verið í sambandi við nemann um upplýsingar sem hún þyrfti fyrir aðflugið. Sáu aðra farþegaþotu þegar þeir komu niður úr skýjunum Flugmenn Icelandair-vélarinnar sögðu rannsóknarnefndinni að þegar þeir skiptu yfir á turnbylgju hefðu þeir heyrt að einhver væri að beygja inn á undan þeim en ekki hver. Þeir hefðu talið líklegast að það væri lítil kennsluvél í snertilendingum. Tekið er fram í skýrslu rannsóknarnefndar að kveðið sé á um í verklagshandbók flugumferðarstjóra að lýsa skuli nálægum loftförum svo hægt að bera kennsl á þau auðveldlega. Fyrirmælin sem flugmennirnir fengu frá nema var að vél þeirra væri önnur í röðinni til lendingar á flugbrautinni. Það þótti flugmönnunum skrítið í ljósi þess að þeir voru á lokastefnu og komnir mjög nálægt flugvellinum. Um leið og Icelandair-vélin kom niður í skýjunum tóku flugmennirnir eftir Play-vélinni sem stefndi á sama stað og sömu hæð og þeir á lokastefnunni. „Ok. Við sjáum umferð. Hún er er að nálgast mjög núna, ICEAIR29E,“ kallaði áhöfn Icelandair-vélarinnar þá. Minnst í þriggja kílómetra fjarlægð og fimmtán metra hæðarmun Þegar þetta gerðist voru rúmir fjórir kílómetrar á milli vélanna. Play-vélin var þá í 1.200 fetum á hægri þverlegg fyrir flugbrautina ena Icelandair-vélin í um 1.900 fetum í lækkun á lokastefnu sinni inn að flugbrautinni. Áhöfn Play-vélarinnar brást við því með að breyta stefnu sinni og var í kjölfarið sagt að koma inn til lendingar á eftir Icelandair-vélinni. Þegar flugvélarnar voru sem næst hvor annarri að lengd var 1,56 sjómílur á milli þeirra, tæpir þrír kílómetrar. Hæðaraðskilnaður var þá 375 fet, um 114 metrar. Minnst munaði fimmtíu fetum, um fimmtán metrum, en þá voru þær í rétt rúmlega þriggja kílómetra fjarlægð frá hvor annarri samkvæmt skýrslunni. Rannsóknarnefndin ályktaði að þjálfunin í flugturninum hefði haft áhrif á atvikið en gerði engar tillögur í öryggisátt vegna þess. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Suðurnesjabær Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Atvikið átti sér stað í lokaaðflugi fyrir flugbraut nítján á Keflavíkurflugvelli 20. febrúar. Áhöfn Airbus 320-vélar Play var þá við lendingaræfingar í sjónflugi á flugbrautinni um sama leyti og Boeing 737-8 vél Icelandair var í blindu aðflugi. Þjálfun var þá í gangi í flugturninum á flugvellinum. Nemi sem sinnti bæði turn- og grundbylgju var um það bil hálfnaður í verklegri þjálfun sinni en flugumferðarstjórinn sem þjálfaði hann var í fyrsta skipti með nema í flugumferðarstjórn, að því er segir í lokaskýrslu rannsóknarnefndarinnar um atvikið. Flugturninn gaf Play-vélinni fyrirmæli um að hún væri næst til lendingar á flugbraut nítján. Skömmu síðar upplýsti hann stjórnendur Play-vélarinnar um flugumferð við níu sjómílu lokastefnu. Á þeim tíma var Icelandair-vélin hins vegar komin nær flugbrautinni. Á þessum tímapunkti er flugumferðarstjórinn sagður hafa sagt nemanum að ratsjármynd liti illa út en að hún breyttist með framvindu flugvélanna. Í viðtali hjá rannsóknarnefndinni sagði flugumferðarstjórinn að hann hefði talið að umferðarhringur Play-vélarinnar væri öðruvísi en hann var í raun þrátt fyrir að vélin hefði þá verið að æfingum í að vera í einn og hálfan tíma og að áhöfnin hefði rétt áður verið í sambandi við nemann um upplýsingar sem hún þyrfti fyrir aðflugið. Sáu aðra farþegaþotu þegar þeir komu niður úr skýjunum Flugmenn Icelandair-vélarinnar sögðu rannsóknarnefndinni að þegar þeir skiptu yfir á turnbylgju hefðu þeir heyrt að einhver væri að beygja inn á undan þeim en ekki hver. Þeir hefðu talið líklegast að það væri lítil kennsluvél í snertilendingum. Tekið er fram í skýrslu rannsóknarnefndar að kveðið sé á um í verklagshandbók flugumferðarstjóra að lýsa skuli nálægum loftförum svo hægt að bera kennsl á þau auðveldlega. Fyrirmælin sem flugmennirnir fengu frá nema var að vél þeirra væri önnur í röðinni til lendingar á flugbrautinni. Það þótti flugmönnunum skrítið í ljósi þess að þeir voru á lokastefnu og komnir mjög nálægt flugvellinum. Um leið og Icelandair-vélin kom niður í skýjunum tóku flugmennirnir eftir Play-vélinni sem stefndi á sama stað og sömu hæð og þeir á lokastefnunni. „Ok. Við sjáum umferð. Hún er er að nálgast mjög núna, ICEAIR29E,“ kallaði áhöfn Icelandair-vélarinnar þá. Minnst í þriggja kílómetra fjarlægð og fimmtán metra hæðarmun Þegar þetta gerðist voru rúmir fjórir kílómetrar á milli vélanna. Play-vélin var þá í 1.200 fetum á hægri þverlegg fyrir flugbrautina ena Icelandair-vélin í um 1.900 fetum í lækkun á lokastefnu sinni inn að flugbrautinni. Áhöfn Play-vélarinnar brást við því með að breyta stefnu sinni og var í kjölfarið sagt að koma inn til lendingar á eftir Icelandair-vélinni. Þegar flugvélarnar voru sem næst hvor annarri að lengd var 1,56 sjómílur á milli þeirra, tæpir þrír kílómetrar. Hæðaraðskilnaður var þá 375 fet, um 114 metrar. Minnst munaði fimmtíu fetum, um fimmtán metrum, en þá voru þær í rétt rúmlega þriggja kílómetra fjarlægð frá hvor annarri samkvæmt skýrslunni. Rannsóknarnefndin ályktaði að þjálfunin í flugturninum hefði haft áhrif á atvikið en gerði engar tillögur í öryggisátt vegna þess.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Suðurnesjabær Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira