Syntu samanlagt næstum því 24 hringi í kringum Ísland Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2024 08:02 Íslensk börn voru dugleg að taka þátt í átakinu í ár. ÍSÍ Íþróttasamband Íslands hefur gert upp landsátakið Syndum sem lauk 30. nóvember síðastliðinn en fjallað er um það á heimasíðu sambandsins. Átakið er viðburður undir Íþróttaviku Evrópu en markmið hennar er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna þannig við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. Átakið hófst með setningu í Ásvallalaug þann 1. nóvember. Um er að ræða sameiginlegt átak Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) og Sundsambands Íslands (ÍSS), sem vilja með þessu hvetja landsmenn til meiri hreyfingar í gegnum sundið. 31.271 km Til þess að taka þátt í átakinu skráðu þátttakendur sig til leiks á heimasíðu Syndum og skráðu metrana sem þeir syntu. Samtals lögðu landsmenn um 31.271 km að baki, sem samsvarar tæplega 24 hringjum (23,7) í kringum Ísland. Til samanburðar voru syntir 26.850 km á síðasta ári eða rúmlega 20 hringir í kringum Ísland. Það var því talsverð bæting á milli ára. Alls tóku sautján grunnskólar og fimm sundfélög og/eða sunddeildir þátt í átakinu í ár. Í tilefni af Alþjóðlegum degi barnsins þann 20. nóvember fékk ÍSÍ líka UNICEF í lið með sér. Þrír skólar verðlaunaðir Nemendur og iðkendur sundfélaga sem voru í sundi í nóvember voru hvattir til að synda fyrir hreinu vatni, handa börnum sem búa við erfið skilyrði þar sem skortur er á hreinu vatni. Að því loknu voru þrír vinningshafar dregnir úr þeim skólum og sundfélögum sem skráðu sig til leiks. Vinningshafarnir eru: Stekkjaskóli á Selfossi, Skarðshlíðarskóli í Hafnarfirði og Sunddeild Hvatar á Blönduósi. Þau fá hvert viðurkenningu frá UNICEF fyrir að hafa gefið 100.000 vatnshreinsitöflur, sem geta hreinsað 500.000 lítra af hreinu vatni, sem samsvarar vatnsmagni í 25 metra sundlaug. Krakkarnir i SH öflug Sundfélag Hafnarfjarðar tók átakið með trompi. Tæplega 179 þátttakendur skráðu metrana sína og syntu yfir tíu þúsund km eða um átta hringi í kringum Ísland. Innifalið í þeirri tölu eru allar æfingar í djúpu lauginni og það sem skráð var á sundmótum. Sú laug sem var með flesta skráða metra var Ásvallalaug í Hafnarfirði með 11.580,74 km. Næsta sundlaug á eftir var Vatnaveröld í Reykjanesbæ með skráða 8.954,26 km. Sundfélag Hafnarfjarðar á sannarlega sinn þátt í að koma Ásvallalaug á toppinn. View this post on Instagram A post shared by ÍSÍ (@isiiceland) Sund ÍSÍ Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjá meira
Átakið er viðburður undir Íþróttaviku Evrópu en markmið hennar er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna þannig við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. Átakið hófst með setningu í Ásvallalaug þann 1. nóvember. Um er að ræða sameiginlegt átak Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) og Sundsambands Íslands (ÍSS), sem vilja með þessu hvetja landsmenn til meiri hreyfingar í gegnum sundið. 31.271 km Til þess að taka þátt í átakinu skráðu þátttakendur sig til leiks á heimasíðu Syndum og skráðu metrana sem þeir syntu. Samtals lögðu landsmenn um 31.271 km að baki, sem samsvarar tæplega 24 hringjum (23,7) í kringum Ísland. Til samanburðar voru syntir 26.850 km á síðasta ári eða rúmlega 20 hringir í kringum Ísland. Það var því talsverð bæting á milli ára. Alls tóku sautján grunnskólar og fimm sundfélög og/eða sunddeildir þátt í átakinu í ár. Í tilefni af Alþjóðlegum degi barnsins þann 20. nóvember fékk ÍSÍ líka UNICEF í lið með sér. Þrír skólar verðlaunaðir Nemendur og iðkendur sundfélaga sem voru í sundi í nóvember voru hvattir til að synda fyrir hreinu vatni, handa börnum sem búa við erfið skilyrði þar sem skortur er á hreinu vatni. Að því loknu voru þrír vinningshafar dregnir úr þeim skólum og sundfélögum sem skráðu sig til leiks. Vinningshafarnir eru: Stekkjaskóli á Selfossi, Skarðshlíðarskóli í Hafnarfirði og Sunddeild Hvatar á Blönduósi. Þau fá hvert viðurkenningu frá UNICEF fyrir að hafa gefið 100.000 vatnshreinsitöflur, sem geta hreinsað 500.000 lítra af hreinu vatni, sem samsvarar vatnsmagni í 25 metra sundlaug. Krakkarnir i SH öflug Sundfélag Hafnarfjarðar tók átakið með trompi. Tæplega 179 þátttakendur skráðu metrana sína og syntu yfir tíu þúsund km eða um átta hringi í kringum Ísland. Innifalið í þeirri tölu eru allar æfingar í djúpu lauginni og það sem skráð var á sundmótum. Sú laug sem var með flesta skráða metra var Ásvallalaug í Hafnarfirði með 11.580,74 km. Næsta sundlaug á eftir var Vatnaveröld í Reykjanesbæ með skráða 8.954,26 km. Sundfélag Hafnarfjarðar á sannarlega sinn þátt í að koma Ásvallalaug á toppinn. View this post on Instagram A post shared by ÍSÍ (@isiiceland)
Sund ÍSÍ Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjá meira