„Þarf sterk bein til að fara í gegnum svona mótvind“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. desember 2024 21:59 Kjartan Atli Kjartansson segir Álftnesinga þurfa að vinna í ýmsum hlutum til að snúa genginu við. Vísir/Anton Brink Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, segir að stóru augnablikin hafi skilið á milli þegar hans menn máttu þola ellefu stiga tap gegn Þór í Þorlákshöfn í kvöld. „Það komu stór augnablik þar sem þeir settu niður þriggja stiga skot og svo voru bara stór skot. Það er svona það sem situr í hausnum á mér núna,“ sagði Kjartan eftir tapið í kvöld. „Við bjuggum okkur til ágætis stöðu, en náðum ekki að klára. Ég myndi segja að eftir að við komumst aftur inn í leikinn þá sé það þetta sem skilur liðin að í lokin. Það voru stór augnablik þar sem þeir voru þolinmóðir þegar við vorum að keyra út í skytturnar og þeir láta menn fljúga fram hjá einu sinni og jafnvel tvisvar og svo koma þrista upp úr því. Það er kannski fyrsta skýringin sem ég get gefið þér.“ Hann segir einnig að mögulega hafi það kostað liðið of mikla orku að vera að elta Þórsara nánast allan leikinn. „Það getur alveg verið. Við náum ekki takti í leiknum fyrr en um miðbik annars leikhluta. Þá fannst mér við loksins fara að ná einhverjum varnarstoppum. Í byrjun þriðja náum við svo að hægja aðeins á þeim og komast yfir. Hvort það sé orkufrekt eða ekki þá ná þeir allavega að grípa taktinn aftur til sín og þetta snýst svo mikið um það.“ Þá var Kjartan einnig spurður út í atvik sem átti sér stað undir lok annars leikhluta þar sem David Okeke þurfti að taka sér smá pásu og fannst mörgum viðstöddum eins og leikmaðurinn ætti erfitt með andardrátt. Okeke er með bjargráð og hneig niður í leik með Haukum á síðasta tímabili og því höfðu margir áhyggjur af leikmanninum. Kjartan segir áhyggjurnar þó vera óþarfar. „Þetta var öxlin. Hún var eitthvað að kippast til segir hann. Valdimar sjúkraþjálfari meðhöndlaði það bara.“ Þó mátti sjá að liðsfélagar Okeke voru fljótir að grípa inn í og báðu dómarana um að stoppa leikinn áður en þeir báðu Okeke um að taka sér pásu. „Svo fór hann bara út af, fékk bót sinna meina og kom aftur inn á,“ sagði Kjartan, sem vildi gera sem minnst úr atvikinu. Gengi Álftnesingar hefur ekki verið gott upp á síðkastið og liðið hefur nú tapað þremur deildarleikjum í röð. Kjartan segir margt þurfa að gerast ef liðið ætlar að snúa genginu við fyrir jól. „Það er margt. Ég myndi segja að við þurfum að skerpa á varnarleiknum. Það eru ákveðnir þættir þar sem við þurfum að ná inn. Við þurfum líka að byrja leikina betur. Mér fannst orkustigið í leiknum í kvöld vera gott þegar við komumst aftur inn í leikinn. Við tökum 15 sóknarfráköst og erum að fara á hringinn og svona. Mér fannst ekki vanta upp á það í kvöld.“ „En það eru ýmsir taktískir hlutir og við erum bara ekki sáttir með stöðuna eins og hún er núna. Þá er ekkert annað en að fara bara inn í sal og laga hlutina. Það er það eina sem þú getur gert. Það er þannig að það er auðvelt að vera til þegar stemningin er mikil, en það þarf sterk bein til að fara í gegnum svona mótvind. Núna þurfum við bara að fara að vinna í lausnum því við erum ekki sáttir með að tapa þremur í röð,“ sagði Kjartan að lokum. Bónus-deild karla Þór Þorlákshöfn UMF Álftanes Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Sjá meira
„Það komu stór augnablik þar sem þeir settu niður þriggja stiga skot og svo voru bara stór skot. Það er svona það sem situr í hausnum á mér núna,“ sagði Kjartan eftir tapið í kvöld. „Við bjuggum okkur til ágætis stöðu, en náðum ekki að klára. Ég myndi segja að eftir að við komumst aftur inn í leikinn þá sé það þetta sem skilur liðin að í lokin. Það voru stór augnablik þar sem þeir voru þolinmóðir þegar við vorum að keyra út í skytturnar og þeir láta menn fljúga fram hjá einu sinni og jafnvel tvisvar og svo koma þrista upp úr því. Það er kannski fyrsta skýringin sem ég get gefið þér.“ Hann segir einnig að mögulega hafi það kostað liðið of mikla orku að vera að elta Þórsara nánast allan leikinn. „Það getur alveg verið. Við náum ekki takti í leiknum fyrr en um miðbik annars leikhluta. Þá fannst mér við loksins fara að ná einhverjum varnarstoppum. Í byrjun þriðja náum við svo að hægja aðeins á þeim og komast yfir. Hvort það sé orkufrekt eða ekki þá ná þeir allavega að grípa taktinn aftur til sín og þetta snýst svo mikið um það.“ Þá var Kjartan einnig spurður út í atvik sem átti sér stað undir lok annars leikhluta þar sem David Okeke þurfti að taka sér smá pásu og fannst mörgum viðstöddum eins og leikmaðurinn ætti erfitt með andardrátt. Okeke er með bjargráð og hneig niður í leik með Haukum á síðasta tímabili og því höfðu margir áhyggjur af leikmanninum. Kjartan segir áhyggjurnar þó vera óþarfar. „Þetta var öxlin. Hún var eitthvað að kippast til segir hann. Valdimar sjúkraþjálfari meðhöndlaði það bara.“ Þó mátti sjá að liðsfélagar Okeke voru fljótir að grípa inn í og báðu dómarana um að stoppa leikinn áður en þeir báðu Okeke um að taka sér pásu. „Svo fór hann bara út af, fékk bót sinna meina og kom aftur inn á,“ sagði Kjartan, sem vildi gera sem minnst úr atvikinu. Gengi Álftnesingar hefur ekki verið gott upp á síðkastið og liðið hefur nú tapað þremur deildarleikjum í röð. Kjartan segir margt þurfa að gerast ef liðið ætlar að snúa genginu við fyrir jól. „Það er margt. Ég myndi segja að við þurfum að skerpa á varnarleiknum. Það eru ákveðnir þættir þar sem við þurfum að ná inn. Við þurfum líka að byrja leikina betur. Mér fannst orkustigið í leiknum í kvöld vera gott þegar við komumst aftur inn í leikinn. Við tökum 15 sóknarfráköst og erum að fara á hringinn og svona. Mér fannst ekki vanta upp á það í kvöld.“ „En það eru ýmsir taktískir hlutir og við erum bara ekki sáttir með stöðuna eins og hún er núna. Þá er ekkert annað en að fara bara inn í sal og laga hlutina. Það er það eina sem þú getur gert. Það er þannig að það er auðvelt að vera til þegar stemningin er mikil, en það þarf sterk bein til að fara í gegnum svona mótvind. Núna þurfum við bara að fara að vinna í lausnum því við erum ekki sáttir með að tapa þremur í röð,“ sagði Kjartan að lokum.
Bónus-deild karla Þór Þorlákshöfn UMF Álftanes Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Sjá meira