Ísrael lokar sendiráði sínu á Írlandi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. desember 2024 16:18 Gídeon Saar er utanríkisráðherra Ísraels. EPA/Martin Divisek Ísraelsk stjórnvöld hafa tilkynnt um að sendiráði Ísraels í Dyflinni á Írlandi verði lokað. Utanríkisráðuneytið segir það helst koma til vegna „öfgafullrar“ og „andsemitískrar“ stefnu írskra stjórnvalda í garð Ísraels. Samband Írlands og Ísraels hefur stirfnað talsvert og þá sérstaklega í kjölfar þess að Írar lýstu yfir stuðningi sínum á mál fyrir alþjóðadómstólnum þar sem Ísraelar eru sakaðir um þjóðarmorð á Gasasvæðinu. Ísraelar hafa þó ekki lokað sendiráðum sínum í öðrum ríkjum sem standa að málsókninni, líkt og Egyptalandi, Spáni og Mexíkó. Sakar írsk stjórnvöld um gyðingahatur Í fréttatilkynningu á vef utanríkisráðuneytisins eru helstu ástæður ákvörðunarinnar tíundaðar, þar ber á viðurkenningu Írlands á sjálfstæði palestínska ríkisins og svo stuðning þeirra við málsóknina í alþjóðadómstólnum. Haft er einnig eftir Gídeon Saar utanríkisráðherra að Írland hafi farið yfir öll mörk í samskiptum sínum við Ísraela og að það stafi af gyðingahatri og tvöföldu siðferði. „Ísrael mun fjárfesta í því að styrkja samband sitt við lönd um allan heim samkvæmt forgangsröðum sem tekur aðgerðir og orðræðu landanna í garð Ísraels með í reikninginn,“ er haft eftir honum en í tilkynningunni greinir hann einnig frá því að Ísrael hyggist opna sendiráð í Moldóvu. „Það eru lönd sem hafa áhuga á því að styrkja samband sitt við Ísrael þar sem við erum ekki með ísraelskt sendiráð,“ segir hann. Harmar ákvörðunina Simon Harris, forsætisráðherra Írlands, hefur tjáð sig um ákvörðun Ísraela. Í færslu á samfélagsmiðlum segist hann harma hana. „Ég harma innilega ákvörðun ríkisstjórn Netanjahús. Ég hafna algjörlega þeirri fullyrðingu að Írland sé andvígt Ísrael. Írland er hlynnt friði, mannréttindum og alþjóðalögum,“ segir hann. „Írland vill tveggja ríkja lausn og að Ísrael og Palestína geti lifað í sátt og öryggi. Írland mun alltaf vera talsmaður mannréttinda og alþjóðalaga,“ segir Harris. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Írland Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Samband Írlands og Ísraels hefur stirfnað talsvert og þá sérstaklega í kjölfar þess að Írar lýstu yfir stuðningi sínum á mál fyrir alþjóðadómstólnum þar sem Ísraelar eru sakaðir um þjóðarmorð á Gasasvæðinu. Ísraelar hafa þó ekki lokað sendiráðum sínum í öðrum ríkjum sem standa að málsókninni, líkt og Egyptalandi, Spáni og Mexíkó. Sakar írsk stjórnvöld um gyðingahatur Í fréttatilkynningu á vef utanríkisráðuneytisins eru helstu ástæður ákvörðunarinnar tíundaðar, þar ber á viðurkenningu Írlands á sjálfstæði palestínska ríkisins og svo stuðning þeirra við málsóknina í alþjóðadómstólnum. Haft er einnig eftir Gídeon Saar utanríkisráðherra að Írland hafi farið yfir öll mörk í samskiptum sínum við Ísraela og að það stafi af gyðingahatri og tvöföldu siðferði. „Ísrael mun fjárfesta í því að styrkja samband sitt við lönd um allan heim samkvæmt forgangsröðum sem tekur aðgerðir og orðræðu landanna í garð Ísraels með í reikninginn,“ er haft eftir honum en í tilkynningunni greinir hann einnig frá því að Ísrael hyggist opna sendiráð í Moldóvu. „Það eru lönd sem hafa áhuga á því að styrkja samband sitt við Ísrael þar sem við erum ekki með ísraelskt sendiráð,“ segir hann. Harmar ákvörðunina Simon Harris, forsætisráðherra Írlands, hefur tjáð sig um ákvörðun Ísraela. Í færslu á samfélagsmiðlum segist hann harma hana. „Ég harma innilega ákvörðun ríkisstjórn Netanjahús. Ég hafna algjörlega þeirri fullyrðingu að Írland sé andvígt Ísrael. Írland er hlynnt friði, mannréttindum og alþjóðalögum,“ segir hann. „Írland vill tveggja ríkja lausn og að Ísrael og Palestína geti lifað í sátt og öryggi. Írland mun alltaf vera talsmaður mannréttinda og alþjóðalaga,“ segir Harris.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Írland Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent