Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Rakel Sveinsdóttir skrifar 25. desember 2024 08:00 Dagbókarfærslur Karitasar Nínu Viðarsdóttur úr Grindavík gefa ótrúlega innsýn í þá angist og vanlíðan sem fólk upplifir í kjölfar náttúruhamfara. Meira að segja gæludýrin þjást enn af áfallaröskun. Á mynd má sjá Karitas og Árna Pál Jónsson sambýlismann hennar og börnin þeirra tvö: Róbert og Önnu Margréti; fjölskyldu sem þurfti að flýja heimilið sitt þann 10. nóvember 2023. Nú búsett á Selfossi. Vísir/Vilhelm „Flestir nemendur voru þó jákvæðir en allan morguninn voru skjálftarnir í bakgrunninum og skólinn hristist endalaust. Á tímabili voru skjálftarnir svo margir að mér leið eins og ég væri á skipi sem ruggaði fram og til baka, mér varð óglatt.“ Dagurinn er 10. nóvember árið 2023 og ofangreind skrif eru úr dagbókarfærslu Karitasar Viðarsdóttur, kennara. Og flóttamaður úr Grindavík. „Sumir voru svo stórir og hávaðasamir að ég var ekki viss um það hvort það væri jarðskjálfti eða hvort tröll væru að hoppa í kennslustofunni fyrir ofan mig. Eftir kennslu og foreldraviðtal, gekk ég frá í stofunni, undirbjó mánudaginn og fór svo heim.” Heima var allt rólegt og eftir hádegi þennan dag settist Karitas niður og opnaði ískaldan bjór. Árni Páll Jónsson, sambýlismaður og barnsfaðir Karitasar, kom fljótlega heim en börnin þeirra eru Róbert, fæddur árið 2007 og Anna Margrét fædd árið 2011. Lítið vissi Karitas þá um hversu mikið lífið væri um það bil að umturnast. Og þótt fjölmiðlar hafi sagt tíðar fréttir af hörmungunum í Grindavík erum við fæst fyrir alvöru að skilja hvers konar tilfinningar og líðan fylgir því að þurfa að yfirgefa heimilið sitt. Á Íslandi hafa náttúruhamfarir eins og snjóflóð, skriður og jarðhræringar haft alvarlegar langtímaafleiðingar fyrir fólk. Sem er jafnvel að glíma við áfallastreituröskun í mörg ár á eftir. Í framhalds-jólaviðtali Vísis þetta árið, fáum að kynnast því hversu átakanlegar og óhugnanlegar svona náttúruhamfarir og áföll geta verið fyrir fólk. Sem jafnvel hefur þurft að flýja heimilin sín og æskuslóðir til að hefja nýtt líf fyrir sig og sína: Á Íslandi. Við kynnumst Karitas. Að vera frosin. Að finna ekki til svengdar. Að gráta endalaust. Ein og með fjölskyldunni. Að vera einangruð. Að vera hrædd. Að lesa dagbók Karitasar í kjölfar rýmingarinnar í Grindavík árið 2023 getur ekki annað en snert margar taugar. Fjögurra manna fjölskylda sem lifði í ótta svo mánuðum skipti. Vísir/Vilhelm 17. nóvember 2023, sjö dagar frá rýmingu: Núna er vika liðin síðan við fórum að heiman. Tíminn er að spila með mig. Mér líður eins og margar vikur séu liðnar. Stundum depla ég augunum og þá eru fimmtán mínútur farnar, þá sit ég bara frosin og dofin. Stundum gerast þúsund hlutir á einni klukkustund og þá er hver sekúnda eins og sólarhringur. Sólarupprásin er falleg hér í sveitinni. Dagarnir renna saman. Þann 10. nóvember 2023 var Grindavík rýmd. Björgunarsveitarmenn í Grindavík gengu milli húsa og úr skugga um að íbúar hefðu yfirgefið hús sín. Fáum ef nokkrum datt í hug þetta kvöld, hversu alvarleg langtímaáhrif jarðhræringanna yrðu fyrir bæjarfélagið. Íslenska þjóðin var slegin.Vísir/Vilhelm Gjóturnar ekki nýjar Karitas er fædd þann 1.júní árið 1988 og telst eiginlega eins mikill Grindvíkingur og hugsast getur. „Mamma er Grindvíkingur og hennar megin frá erum við úr Járngerðarættinni og Húsatóftaætt segir Karitas en sér um leið að blaðamaður er auðvitað engu nær. „Í Grindavík er svolítið talað um þessar stóru ættir úr sögu staðarins og hverra manna þú ert út frá því. Fjölskyldan mín á ættir að rekja til Grindavíkur einhver hundruð ár aftur í tímann. Það var til dæmis einn forfaðir minn, Halldór Jónsson hertekni, tekinn í Tyrkjaráninu um 1627 í Grindavík,“ útskýrir Karitas. Móðir Karitasar er Jóhanna Sævarsdóttir og faðir hennar er Viðar Geirsson. Búsett í Grindavík til 10. nóvember 2023. „Pabbi er reyndar sjómaður úr Reykjavík en þau kynntust á balli í félagsheiminu Festi í Grindavík.“ Karitas á eina systur sem er sex árum eldri og einn hálfbróður sem er átta árum eldri og eina systur sem er tólf árum yngri. Bæði búa í Reykjavík. Árni Páll, sambýlismaður Karitasar, er lögfræðingur, starfandi í Hafnarfirði en alinn upp í Grindavík. Móðir Árna Páls er líka úr Grindavík, Hugrún Þóra Eðvarðsdóttir. „Maður ólst upp við að leika sér í hrauninu og í Grindavík hafa alltaf verið gjótur, margar fullar af vatni. Auðvitað heyrði maður sem barn að þær gætu verið hættulegar. Ég man til dæmis eftir því að hafa heyrt um mann sem drukknaði í svona gjótu,“ segir Karitas en bætir við: „En það breytti því ekki að við lékum okkur í þessum gjótum endalaust. Veiddum síli og þegar snjórinn fyllti upp í gjóturnar fannst okkur voða gaman að stökkva ofan í snjóinn því maður sökk svo djúpt.“ Til viðbótar smíðuðu krakkarnir í bænum kofa í hellunum sem gjóturnar mynduðu, veiddu köngulær og fleira. „Gjóturnar gátu líka verið draugahús sem við fórum í með kerti,“ segir Karitas og kátínan leynir sér ekki í svipnum. Því já; svona var þetta bara: Hraun og gjótur voru hið eðlilegasta umhverfi að krökkunum í bænum fannst. Enda hafa þær alltaf verið þarna. Líka sprungurnar sem nú er talað um sem „nýjar“ sprungur í Grindavík. „Tengdamamma sagði mér til dæmis frá því að þegar hún var lítil voru krakkarnir vön að leika sér í stóru sprungunni sem allir tala núna um sem nýja sprungu í bænum. En heitir Stamphólsgjá og er sprungan sem þverar bæinn alveg í gegn og alveg niður í fjöru. Hún er ekki ný heldur hefur hún alltaf verið þarna. Það var bara byggt yfir hana síðar.“ 13. nóvember, þrír dagar frá rýmingu. Þótt ég sé komin upp í sveit og við séum örugg þá sef ég ekkert. Ég fæ endalausar martraðir um að húsið sé að hrynja, sprunga sé að opnast undir húsinu mínu og að eldgos flæði inn í bæinn. Ég vakna á hverjum morgni andlaus og dofin, með kökkinn í hálsinum. Um aldamótin síðustu óttuðust margir heimsendi. Eða í það minnsta að allt færi á hliðina því ekki einu sinni Internetið réði við að fara í dagatalið '00. Hjá Karitas og unglingsvinkonunum í Grindavík var stærsti heimsendaóttinn sá að það færi að gjósa. Rúmum tuttugu árum síðar flúði Karitas æskuslóðirnar vegna eldgoss.Vísir/Vilhelm Heimsendir og gos? Karitas segir Grindavík hafa verið æðislegt samfélag að alast upp í. Þar sem ekkert þurfti að óttast. „Ég man reyndar eftir því að í aðdraganda aldamótanna 2000 var mikið talað um að allt myndi einfaldlega hrynja í heiminum því Internetið myndi ekki ráða við að breytast úr´99 í ´00. Það var talað um heimsendi en hjá okkur vinkonunum var helsti heimsendisóttinn sá að það kæmi eldgos hjá okkur,“ segir Karitas og hlær. Því eins og fólk man eftir frá því þá, gekk nýtt ár í garð eins og alltaf áður og án nokkurra hörmunga. Í Grindavík sem annars og staðar. Unglingsárin voru hefðbundin. Unglingarnir héngu í sjoppunni og fóru á rúntinn. Einstaka sinnum var eitthvað partí í heimahúsi. Karitas byrjaði í fjölbrautaskólanum í Keflavík en flutti síðan til ömmu sinnar í Reykjavík og fór í Fjölbraut í Breiðholti. En þegar hún og Árni Páll byrjuðu saman, flutti hún fljótlega aftur til Grindavíkur. „Við Árni byrjuðum saman þegar ég var 17 ára og alveg að verða 19 ára var ég orðin mamma,“segir Karitas og brosir. Kom ekkert til greina nema Grindavík Stúdentinn kláraði hún þó 23 ára, þá ólétt af öðru barninu. Árni er einu ári eldri en Karitas og hjá parinu kom aldrei neitt annað til greina en að búa í Grindavík. „Við vorum reyndar bara búin að vera saman í þrjá mánuði þegar við komumst að því að ég væri ólétt,“ segir Karitas og hlær. Til að byrja með bjuggu þau heima hjá foreldrum sínum en um tvítugt náðu þau að kaupa sína fyrstu íbúð. Um tíma bjuggu þau líka á Ásbrú, svo Karitas gæti klárað stúdentsprófið. Um stuttu Reykjavíkurdvölina segir Karitas. „Sem unglingur fannst mér stundum hálf yfirþyrmandi að búa í bæ eins og Grindavík þar sem allir þekkjast. En ég komst fljótt að því að aldrei mun ég vilja búa í Reykjavík. Þar varð maður ósýnilegur, bara einn af mörgum og mér fannst óþægilegt að þekkja engan.“ Karitas heyrði einhvers staðar sagt að það gæti hjálpað fólki að takast á við áföll að skrifa í dagbók. Sem hún gerði í kjölfar flóttans úr Grindavík. Þessi dagbók verður í dag að teljast merkileg heimild og söguleg. Enda einlæg skrif tveggja barna móður og fjölskyldukonu sem eflaust ríma vel við upplifanir margra sem hafa upplifað áföll vegna náttúruhamfara.Vísir/Vilhelm Skrifað 17. nóvember, um fimmtudaginn á undan: Á fimmtudeginum var ég andlega úrvinda og ég man ekkert hvað gerðist þann dag.“ Grindavík var málið Um tíma bjuggu skötuhjúin í Ásbrú í Keflavík og leigðu þá út íbúðina sína. Að þessu tímabili frádregnu, var búsetan alltaf miðuð við Grindavík. Þar sem fjölskyldan undi sér vel. Árni kláraði háskólanámið sitt fyrst og þá var komið að Karitas sem fór í Kennaraháskólann. Þegar hún kláraði meistaranámið sitt, var dóttirin líka fædd. Í Grindavík kenndi Karitas yngstu bekkingum í grunnskóla: sex til níu ára þar til haustið 2023 þegar hún byrjaði að kenna 7. bekk. „Í bæjarfélagi þar sem allir þekkja alla, þótti mér einna vænst um að þekkja alla krakkana. Við bjuggum miðsvæðis og oft þegar ég var á labbinu þar, hitti ég krakkana sem kölluðu Hæ Karitas. Þetta er svo hlýlegt,“ segir Karitas og bætir við: „Að búa í svona litlu samfélagi snýst í rauninni ekkert um að allir séu alltaf að heilsa öllum eða að tala við alla heldur frekar að maður finnur að fólki þykir vænt um mann og manni þykir vænt um fólkið í bænum- það er svona samstaða og samhugur. En við tengjumst öll mjög sterkum böndum og vissum um allt sem gerðist í bænum. Ef Nettó breytti einhverjum hilluganginum urðu allir í bænum ruglaðir og svo framvegis.“ Hundarnir á heimilinu voru á þessum tíma þrír. „Ég fór alltaf sömu gönguleiðina með hundana mína og reyndar líka áður en ég eignaðist þá því ég hef alltaf elskað göngutúra. Labbaði niður í fjöru og umhverfis bæinn. Í tuttugu ár! Stundum breytti ég aðeins til, labbaði kannski öfugan hring. En þetta var alltaf sama gönguleiðin og sami stígurinn,“ segir Karitas og greina má söknuð í ræddblænum. En síðan breyttist allt… Þótt jarðskjálftar væru tíðir í aðdraganda eldgosa hafa margir Grindvíkingar haft á orði að eitthvað hafi verið öðruvísi við skjálftana þann 10. nóvember 2023, í aðdraganda rýmingarinnar. Þegar Karitas og fjölskylda flúðu bæinn, nokkrum klukkustundum fyrir rýmingu, byrjaði bíllinn að hoppa og skoppa á veginum. Á meðan grét fjölskyldan í bílnum. Skelfingu lostin.Vísir/Vilhelm Börnin í skólanum Í aðdraganda rýmingarinnar 10. nóvember 2023, voru bæjarbúar löngu orðnir vanir jarðskjálftunum. Ef svo má segja. Þrjú eldgos höfðu þá þegar verið, með tilheyrandi jarðskjálftarhrinum í aðdraganda þeirra allra. Nýja jarðskjálftahrinan þetta haust var þó eitthvað öðruvísi. Enda kom í ljós síðar að þeir voru nær en þeir sem áður höfðu verið, töluvert grynnri og miklu fleiri. Sem Karitas segir hafa valdið þeim hjónum bæði áhyggjum og svefnleysi. Í margar vikur! Frá þessum tíma skrifar Karitas í dagbókina meðal annars: „Það voru allir þreyttir og uppspenntir eftir margar svefnlausar nætur. Mér leið eins og ég hefði setið í flugvél í 18 klukkustundir, líkaminn allur spenntur upp, höfuðið þreytt og engin einbeiting.“ En svo vanir voru bæjarbúar orðnir að nánast enginn var að stressa sig á ástandinu. Svona þannig. „Þótt við værum öll ósofin og óróleg var samt þessi skilningur á og von um að þetta myndi bara líða hjá og að eldgosið myndi á endanum koma upp langt í burtu frá okkur öllum, líkt og áður,“ segir Karitas. Í byrjun nóvember var allt kapp lagt á lestur. „Framundan hjá okkur var lestrarsprettur sem tæki enda á degi íslenskrar tungu 16. nóvember. Þá ætluðum við í sjöunda bekk að standa á sviði skólans og lesa ljóð, eins og hefð er.“ En ástandið var farið að hafa meiri áhrif en fólk kannski gerði sér grein fyrir. Í dagbókina skrifar Karitas. „Nemendur tóku ekki vel í lestrarsprett því allir voru of þreyttir og stressaðir til að lesa eitthvað aukalega og einbeita sér að ljóðum og ég fann það hjá sjálfri mér að ég hafði enga orku í að fylgja þessum lestrarspretti eitthvað eftir.“ Karitas viðurkennir að á þessum tíma hefði hún helst viljað að nemendur mættu einfaldlega vera úti að leika sér í fótbolta allan daginn. „Því ef þau voru úti, fundu þau eiginlega ekkert fyrir jarðskjálftunum.“ Það sem Karitas meinar er að helst hefði hún viljað að krakkarnir þyrftu ekki að hafa áhyggur af ástandinu. Gætu verið frjáls. Í dagbókinni segir: Ég reyndi mitt allra besta að vera þolinmóð en ég var svo þreytt. Ég hefði átt að vera heima en þá hefði komið inn aðili að leysa mig af sem var jafn úrvinda og ég. Þannig að ég ákvað að mæta bara í vinnuna og gera mitt besta til að vera jákvæð.“ Karitas elskar að labba. Í Grindavík labbaði hún sömu gönguleiðina í tuttugu ár. Breytti stundum um hring en alltaf var leiðin sú sama. Myndin til hægri var tekin stuttu áður en allt svæðið fór undir hraun, nýtt hraun. Karitas segir fólk sem er alið upp í Grindavík þó ekki þekkja neitt annað en að leika sér í hrauni og gjótum.Vísir/Vilhelm, einkasafn 10. nóvember 2023: Á flótta Karitas heyrði marga hundaeigendur í bænum oft tala um að hundarnir væru mjög órólegir. Við að gat hún vel samsvarað sig við. Því þannig var ástandið heima. Í aðdraganda rýmingarinnar, segir í dagbók Karitasar: Hundarnir voru að verða vitlausir. Ef mér hefði tekist að snúa mér á hliðina og sofna aftur eftir snarpan jarðskjálfta þá komu hundarnir svo sannarlega í veg fyrir að ég svæfi. Ég hef aldrei upplifað annað eins. Þeir sneru trýnunum allir í sömu átt, í átt að upptökum skjálftanna, urruðu stöðugt og vældu. Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki.“ Þegar Karitas sat heima í rólegheitunum þann 10. nóvember 2023 og drakk kalda bjórinn sinn, fóru hundarnir að ókyrrast. „Fyrst byrjuðu hundarnir að hlaupa um og gelta en það sem var óvanalegt var að þeir byrjuðu að spangóla og voru mjög æstir.“ Karitas og Árni vissu varla til hvaða bragðs skyldi taka. „Við höfðum fengið róandi töflur frá dýralækni en það hjálpaði lítið. Um þrjúleitið byrjuðu skjálftarnir aftur og voru stórir og háværir og stanslausir.“ Allt hristist og skalf. „Við vorum samt róleg og hlógum jafnvel að þessu, „ómægod þessi var stór“ og allt það. Þegar klukkan nálgaðist sexleytið vorum við orðin mjög óróleg, skjalftarnir stanslausir, ættum við kannski bara að skreppa upp í bústað?” Náttúran sá um að svara því, stærsti skjálftinn fylgdi í kjölfarið. „Það var eins og risastór hnefi hefði kýlt undir jarðskorpuna. Húsið okkar, sem er steypuklumpur og stendur á klöpp, fékk svo mikið högg að við vorum sannfærð um að það myndi hrynja ofan á okkur.“ Á tíu mínútum hentu hjónin einhverju dóti í poka og fjölskyldan hljóp út í bíl. „Þegar við vorum að bera í bílinn þá leit ég niður götuna og sá marga nágranna mína vera að bera börn, gæludýr og dót út í bílana sína. Þá sló það mig. Þetta var óraunveruleg sjón að horfa niður þessa löngu götu og alls staðar var fólk að hafa sig burt. Okkur leið eins og að við hefðum einungis fáar mínútur til að koma okkur úr þessum aðstæðum annars myndum við ekki lifa það af.“ Besta vinkona Karitasar bjó í sömu götu. Þær hlupu til hvor annarrar og föðmuðust. „Vonandi færi allt vel. En kannski ekki.“ Hræðslan var óhugnanleg þegar fjölskyldan keyrði út úr bænum. Því þá fór bíllinn að hoppa. Árni gaf í og út úr bænum brunuðu þau. Suðurstrandarveginn. „Að horfa á bæinn í baksýnisspeglinum þá átti ég von á því að hann myndi springa og eldgosið myndi hefjast í miðjum bænum og ég sæi eldtungurnar hátt upp í himinn. Ég hágrét alla leiðina út í sveit. Því okkur leið líka eins og við hefðum bara nokkrar sekúndur til að bjarga okkur.“ Sem var nánast rétt. Því seinna þetta kvöld var Grindavíkurbær rýmdur. Karitas segist fegin því að hafa farið fyrr. Hrædd og á flótta brunuðu Karitas og fjölskylda út úr bænum 10. nóvember 2023. Frá fallega heimilinu sínu. Úr bænum sem þau höfðu alist upp í og vildu hvergi annars staðar búa. Fjölskylda Karitas á sér sögu í Grindavík nokkur hundruð ár aftur í tímann. Foreldrar hennar og tengdamóðir flúðu bæinn líka og ekkert varð aftur eins.Vísir/Vilhelm Sunnudagur 12. nóvember 2023. Tveir dagar frá rýmingu. Erum við þá einhverskonar flóttafólk? Við vitum ekki hvort eða hvenær við munum fá að snúa aftur heim í húsið okkar. Við vitum ekki hvort það verði einhver hús eftir standandi. Framhald á viðtalinu við Karitas verður birt á laugardagsmorgun, 28. desember. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Fjölskyldumál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ „Það var Egyptaland sem skilaði mér heim í dálítilli rúst. Ég einfaldlega missti trúna á mannkyninu og hef aldrei kært mig um að hafa það eftir sem ég sá og heyrði þar. En get sagt að hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar,“ segir Helena Jónsdóttir þegar hún rifjar upp tímann sem hún starfaði með Læknum án landamæra í Egyptalandi. 8. desember 2024 08:02 „Fólk situr uppi með bankalánin þótt það missi húsin sín“ „Ég er fædd og uppalin í þessari borg og áður en Rússarnir komu, hafði ég ekki í eitt augnablik velt því fyrir mér að flytja þaðan. Enda var ég gift, hamingjusöm, átti fjögurra ára strák, er vel menntuð og var í mjög góðu starfi hjá stóru fyrirtæki,“ segir Yulia Zhatkina flóttakona frá Úkraínu. 18. febrúar 2024 10:30 Áfallasaga: Ofbeldi af verstu gerð, sonarmissir og dóttirin lamast „Já mig grunar að þetta hafi verið viljaverk. Afbrýðisemin var svo mikil að hann hafði oft sagt við mig að hann gæti ekki hugsað sér að einhver annar fengi mig eða að einhver annar karlmaður fengi að ala upp son hans,“ segir María Kristín Þorleifsdóttir þegar hún minnist bílslyssins 9. október 1997 þar sem tveggja og hálfs árs sonur hennar og barnsfaðir létu lífið og sjálf slasaðist hún mjög alvarlega. 11. júní 2023 08:01 Makamissir: Tilkynntu trúlofunina á Facebook og hann lést nokkrum stundum síðar Það gekk allt upp eins og í sögu: Þau kynntust á Tinder, smullu saman þegar þau hittust. Urðu eiginlega strax kærustupar. 16. apríl 2023 08:01 Makamissir og veikindi: „Mér fannst aðalatriðið vera að hann kæmi heim“ „Ég var búin lifa það versta því það er ekkert verra en að missa barn. En munurinn var samt sá að þá héldum við Ási utan um hvort annað á næturnar og grétum saman. Núna var ég ein,“ segir Rúna Didriksen um sársaukann og sorgina sem fylgir því að missa maka sinn til áratuga, en Rúna missti einnig son í bílslysi árið 1987. 26. mars 2023 07:00 Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskoranirnar í fyrra: „Ég hélt ekki að ég myndi lifa það“ Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Skýringar á jólastressinu margvíslegar Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ Sjá meira
Dagurinn er 10. nóvember árið 2023 og ofangreind skrif eru úr dagbókarfærslu Karitasar Viðarsdóttur, kennara. Og flóttamaður úr Grindavík. „Sumir voru svo stórir og hávaðasamir að ég var ekki viss um það hvort það væri jarðskjálfti eða hvort tröll væru að hoppa í kennslustofunni fyrir ofan mig. Eftir kennslu og foreldraviðtal, gekk ég frá í stofunni, undirbjó mánudaginn og fór svo heim.” Heima var allt rólegt og eftir hádegi þennan dag settist Karitas niður og opnaði ískaldan bjór. Árni Páll Jónsson, sambýlismaður og barnsfaðir Karitasar, kom fljótlega heim en börnin þeirra eru Róbert, fæddur árið 2007 og Anna Margrét fædd árið 2011. Lítið vissi Karitas þá um hversu mikið lífið væri um það bil að umturnast. Og þótt fjölmiðlar hafi sagt tíðar fréttir af hörmungunum í Grindavík erum við fæst fyrir alvöru að skilja hvers konar tilfinningar og líðan fylgir því að þurfa að yfirgefa heimilið sitt. Á Íslandi hafa náttúruhamfarir eins og snjóflóð, skriður og jarðhræringar haft alvarlegar langtímaafleiðingar fyrir fólk. Sem er jafnvel að glíma við áfallastreituröskun í mörg ár á eftir. Í framhalds-jólaviðtali Vísis þetta árið, fáum að kynnast því hversu átakanlegar og óhugnanlegar svona náttúruhamfarir og áföll geta verið fyrir fólk. Sem jafnvel hefur þurft að flýja heimilin sín og æskuslóðir til að hefja nýtt líf fyrir sig og sína: Á Íslandi. Við kynnumst Karitas. Að vera frosin. Að finna ekki til svengdar. Að gráta endalaust. Ein og með fjölskyldunni. Að vera einangruð. Að vera hrædd. Að lesa dagbók Karitasar í kjölfar rýmingarinnar í Grindavík árið 2023 getur ekki annað en snert margar taugar. Fjögurra manna fjölskylda sem lifði í ótta svo mánuðum skipti. Vísir/Vilhelm 17. nóvember 2023, sjö dagar frá rýmingu: Núna er vika liðin síðan við fórum að heiman. Tíminn er að spila með mig. Mér líður eins og margar vikur séu liðnar. Stundum depla ég augunum og þá eru fimmtán mínútur farnar, þá sit ég bara frosin og dofin. Stundum gerast þúsund hlutir á einni klukkustund og þá er hver sekúnda eins og sólarhringur. Sólarupprásin er falleg hér í sveitinni. Dagarnir renna saman. Þann 10. nóvember 2023 var Grindavík rýmd. Björgunarsveitarmenn í Grindavík gengu milli húsa og úr skugga um að íbúar hefðu yfirgefið hús sín. Fáum ef nokkrum datt í hug þetta kvöld, hversu alvarleg langtímaáhrif jarðhræringanna yrðu fyrir bæjarfélagið. Íslenska þjóðin var slegin.Vísir/Vilhelm Gjóturnar ekki nýjar Karitas er fædd þann 1.júní árið 1988 og telst eiginlega eins mikill Grindvíkingur og hugsast getur. „Mamma er Grindvíkingur og hennar megin frá erum við úr Járngerðarættinni og Húsatóftaætt segir Karitas en sér um leið að blaðamaður er auðvitað engu nær. „Í Grindavík er svolítið talað um þessar stóru ættir úr sögu staðarins og hverra manna þú ert út frá því. Fjölskyldan mín á ættir að rekja til Grindavíkur einhver hundruð ár aftur í tímann. Það var til dæmis einn forfaðir minn, Halldór Jónsson hertekni, tekinn í Tyrkjaráninu um 1627 í Grindavík,“ útskýrir Karitas. Móðir Karitasar er Jóhanna Sævarsdóttir og faðir hennar er Viðar Geirsson. Búsett í Grindavík til 10. nóvember 2023. „Pabbi er reyndar sjómaður úr Reykjavík en þau kynntust á balli í félagsheiminu Festi í Grindavík.“ Karitas á eina systur sem er sex árum eldri og einn hálfbróður sem er átta árum eldri og eina systur sem er tólf árum yngri. Bæði búa í Reykjavík. Árni Páll, sambýlismaður Karitasar, er lögfræðingur, starfandi í Hafnarfirði en alinn upp í Grindavík. Móðir Árna Páls er líka úr Grindavík, Hugrún Þóra Eðvarðsdóttir. „Maður ólst upp við að leika sér í hrauninu og í Grindavík hafa alltaf verið gjótur, margar fullar af vatni. Auðvitað heyrði maður sem barn að þær gætu verið hættulegar. Ég man til dæmis eftir því að hafa heyrt um mann sem drukknaði í svona gjótu,“ segir Karitas en bætir við: „En það breytti því ekki að við lékum okkur í þessum gjótum endalaust. Veiddum síli og þegar snjórinn fyllti upp í gjóturnar fannst okkur voða gaman að stökkva ofan í snjóinn því maður sökk svo djúpt.“ Til viðbótar smíðuðu krakkarnir í bænum kofa í hellunum sem gjóturnar mynduðu, veiddu köngulær og fleira. „Gjóturnar gátu líka verið draugahús sem við fórum í með kerti,“ segir Karitas og kátínan leynir sér ekki í svipnum. Því já; svona var þetta bara: Hraun og gjótur voru hið eðlilegasta umhverfi að krökkunum í bænum fannst. Enda hafa þær alltaf verið þarna. Líka sprungurnar sem nú er talað um sem „nýjar“ sprungur í Grindavík. „Tengdamamma sagði mér til dæmis frá því að þegar hún var lítil voru krakkarnir vön að leika sér í stóru sprungunni sem allir tala núna um sem nýja sprungu í bænum. En heitir Stamphólsgjá og er sprungan sem þverar bæinn alveg í gegn og alveg niður í fjöru. Hún er ekki ný heldur hefur hún alltaf verið þarna. Það var bara byggt yfir hana síðar.“ 13. nóvember, þrír dagar frá rýmingu. Þótt ég sé komin upp í sveit og við séum örugg þá sef ég ekkert. Ég fæ endalausar martraðir um að húsið sé að hrynja, sprunga sé að opnast undir húsinu mínu og að eldgos flæði inn í bæinn. Ég vakna á hverjum morgni andlaus og dofin, með kökkinn í hálsinum. Um aldamótin síðustu óttuðust margir heimsendi. Eða í það minnsta að allt færi á hliðina því ekki einu sinni Internetið réði við að fara í dagatalið '00. Hjá Karitas og unglingsvinkonunum í Grindavík var stærsti heimsendaóttinn sá að það færi að gjósa. Rúmum tuttugu árum síðar flúði Karitas æskuslóðirnar vegna eldgoss.Vísir/Vilhelm Heimsendir og gos? Karitas segir Grindavík hafa verið æðislegt samfélag að alast upp í. Þar sem ekkert þurfti að óttast. „Ég man reyndar eftir því að í aðdraganda aldamótanna 2000 var mikið talað um að allt myndi einfaldlega hrynja í heiminum því Internetið myndi ekki ráða við að breytast úr´99 í ´00. Það var talað um heimsendi en hjá okkur vinkonunum var helsti heimsendisóttinn sá að það kæmi eldgos hjá okkur,“ segir Karitas og hlær. Því eins og fólk man eftir frá því þá, gekk nýtt ár í garð eins og alltaf áður og án nokkurra hörmunga. Í Grindavík sem annars og staðar. Unglingsárin voru hefðbundin. Unglingarnir héngu í sjoppunni og fóru á rúntinn. Einstaka sinnum var eitthvað partí í heimahúsi. Karitas byrjaði í fjölbrautaskólanum í Keflavík en flutti síðan til ömmu sinnar í Reykjavík og fór í Fjölbraut í Breiðholti. En þegar hún og Árni Páll byrjuðu saman, flutti hún fljótlega aftur til Grindavíkur. „Við Árni byrjuðum saman þegar ég var 17 ára og alveg að verða 19 ára var ég orðin mamma,“segir Karitas og brosir. Kom ekkert til greina nema Grindavík Stúdentinn kláraði hún þó 23 ára, þá ólétt af öðru barninu. Árni er einu ári eldri en Karitas og hjá parinu kom aldrei neitt annað til greina en að búa í Grindavík. „Við vorum reyndar bara búin að vera saman í þrjá mánuði þegar við komumst að því að ég væri ólétt,“ segir Karitas og hlær. Til að byrja með bjuggu þau heima hjá foreldrum sínum en um tvítugt náðu þau að kaupa sína fyrstu íbúð. Um tíma bjuggu þau líka á Ásbrú, svo Karitas gæti klárað stúdentsprófið. Um stuttu Reykjavíkurdvölina segir Karitas. „Sem unglingur fannst mér stundum hálf yfirþyrmandi að búa í bæ eins og Grindavík þar sem allir þekkjast. En ég komst fljótt að því að aldrei mun ég vilja búa í Reykjavík. Þar varð maður ósýnilegur, bara einn af mörgum og mér fannst óþægilegt að þekkja engan.“ Karitas heyrði einhvers staðar sagt að það gæti hjálpað fólki að takast á við áföll að skrifa í dagbók. Sem hún gerði í kjölfar flóttans úr Grindavík. Þessi dagbók verður í dag að teljast merkileg heimild og söguleg. Enda einlæg skrif tveggja barna móður og fjölskyldukonu sem eflaust ríma vel við upplifanir margra sem hafa upplifað áföll vegna náttúruhamfara.Vísir/Vilhelm Skrifað 17. nóvember, um fimmtudaginn á undan: Á fimmtudeginum var ég andlega úrvinda og ég man ekkert hvað gerðist þann dag.“ Grindavík var málið Um tíma bjuggu skötuhjúin í Ásbrú í Keflavík og leigðu þá út íbúðina sína. Að þessu tímabili frádregnu, var búsetan alltaf miðuð við Grindavík. Þar sem fjölskyldan undi sér vel. Árni kláraði háskólanámið sitt fyrst og þá var komið að Karitas sem fór í Kennaraháskólann. Þegar hún kláraði meistaranámið sitt, var dóttirin líka fædd. Í Grindavík kenndi Karitas yngstu bekkingum í grunnskóla: sex til níu ára þar til haustið 2023 þegar hún byrjaði að kenna 7. bekk. „Í bæjarfélagi þar sem allir þekkja alla, þótti mér einna vænst um að þekkja alla krakkana. Við bjuggum miðsvæðis og oft þegar ég var á labbinu þar, hitti ég krakkana sem kölluðu Hæ Karitas. Þetta er svo hlýlegt,“ segir Karitas og bætir við: „Að búa í svona litlu samfélagi snýst í rauninni ekkert um að allir séu alltaf að heilsa öllum eða að tala við alla heldur frekar að maður finnur að fólki þykir vænt um mann og manni þykir vænt um fólkið í bænum- það er svona samstaða og samhugur. En við tengjumst öll mjög sterkum böndum og vissum um allt sem gerðist í bænum. Ef Nettó breytti einhverjum hilluganginum urðu allir í bænum ruglaðir og svo framvegis.“ Hundarnir á heimilinu voru á þessum tíma þrír. „Ég fór alltaf sömu gönguleiðina með hundana mína og reyndar líka áður en ég eignaðist þá því ég hef alltaf elskað göngutúra. Labbaði niður í fjöru og umhverfis bæinn. Í tuttugu ár! Stundum breytti ég aðeins til, labbaði kannski öfugan hring. En þetta var alltaf sama gönguleiðin og sami stígurinn,“ segir Karitas og greina má söknuð í ræddblænum. En síðan breyttist allt… Þótt jarðskjálftar væru tíðir í aðdraganda eldgosa hafa margir Grindvíkingar haft á orði að eitthvað hafi verið öðruvísi við skjálftana þann 10. nóvember 2023, í aðdraganda rýmingarinnar. Þegar Karitas og fjölskylda flúðu bæinn, nokkrum klukkustundum fyrir rýmingu, byrjaði bíllinn að hoppa og skoppa á veginum. Á meðan grét fjölskyldan í bílnum. Skelfingu lostin.Vísir/Vilhelm Börnin í skólanum Í aðdraganda rýmingarinnar 10. nóvember 2023, voru bæjarbúar löngu orðnir vanir jarðskjálftunum. Ef svo má segja. Þrjú eldgos höfðu þá þegar verið, með tilheyrandi jarðskjálftarhrinum í aðdraganda þeirra allra. Nýja jarðskjálftahrinan þetta haust var þó eitthvað öðruvísi. Enda kom í ljós síðar að þeir voru nær en þeir sem áður höfðu verið, töluvert grynnri og miklu fleiri. Sem Karitas segir hafa valdið þeim hjónum bæði áhyggjum og svefnleysi. Í margar vikur! Frá þessum tíma skrifar Karitas í dagbókina meðal annars: „Það voru allir þreyttir og uppspenntir eftir margar svefnlausar nætur. Mér leið eins og ég hefði setið í flugvél í 18 klukkustundir, líkaminn allur spenntur upp, höfuðið þreytt og engin einbeiting.“ En svo vanir voru bæjarbúar orðnir að nánast enginn var að stressa sig á ástandinu. Svona þannig. „Þótt við værum öll ósofin og óróleg var samt þessi skilningur á og von um að þetta myndi bara líða hjá og að eldgosið myndi á endanum koma upp langt í burtu frá okkur öllum, líkt og áður,“ segir Karitas. Í byrjun nóvember var allt kapp lagt á lestur. „Framundan hjá okkur var lestrarsprettur sem tæki enda á degi íslenskrar tungu 16. nóvember. Þá ætluðum við í sjöunda bekk að standa á sviði skólans og lesa ljóð, eins og hefð er.“ En ástandið var farið að hafa meiri áhrif en fólk kannski gerði sér grein fyrir. Í dagbókina skrifar Karitas. „Nemendur tóku ekki vel í lestrarsprett því allir voru of þreyttir og stressaðir til að lesa eitthvað aukalega og einbeita sér að ljóðum og ég fann það hjá sjálfri mér að ég hafði enga orku í að fylgja þessum lestrarspretti eitthvað eftir.“ Karitas viðurkennir að á þessum tíma hefði hún helst viljað að nemendur mættu einfaldlega vera úti að leika sér í fótbolta allan daginn. „Því ef þau voru úti, fundu þau eiginlega ekkert fyrir jarðskjálftunum.“ Það sem Karitas meinar er að helst hefði hún viljað að krakkarnir þyrftu ekki að hafa áhyggur af ástandinu. Gætu verið frjáls. Í dagbókinni segir: Ég reyndi mitt allra besta að vera þolinmóð en ég var svo þreytt. Ég hefði átt að vera heima en þá hefði komið inn aðili að leysa mig af sem var jafn úrvinda og ég. Þannig að ég ákvað að mæta bara í vinnuna og gera mitt besta til að vera jákvæð.“ Karitas elskar að labba. Í Grindavík labbaði hún sömu gönguleiðina í tuttugu ár. Breytti stundum um hring en alltaf var leiðin sú sama. Myndin til hægri var tekin stuttu áður en allt svæðið fór undir hraun, nýtt hraun. Karitas segir fólk sem er alið upp í Grindavík þó ekki þekkja neitt annað en að leika sér í hrauni og gjótum.Vísir/Vilhelm, einkasafn 10. nóvember 2023: Á flótta Karitas heyrði marga hundaeigendur í bænum oft tala um að hundarnir væru mjög órólegir. Við að gat hún vel samsvarað sig við. Því þannig var ástandið heima. Í aðdraganda rýmingarinnar, segir í dagbók Karitasar: Hundarnir voru að verða vitlausir. Ef mér hefði tekist að snúa mér á hliðina og sofna aftur eftir snarpan jarðskjálfta þá komu hundarnir svo sannarlega í veg fyrir að ég svæfi. Ég hef aldrei upplifað annað eins. Þeir sneru trýnunum allir í sömu átt, í átt að upptökum skjálftanna, urruðu stöðugt og vældu. Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki.“ Þegar Karitas sat heima í rólegheitunum þann 10. nóvember 2023 og drakk kalda bjórinn sinn, fóru hundarnir að ókyrrast. „Fyrst byrjuðu hundarnir að hlaupa um og gelta en það sem var óvanalegt var að þeir byrjuðu að spangóla og voru mjög æstir.“ Karitas og Árni vissu varla til hvaða bragðs skyldi taka. „Við höfðum fengið róandi töflur frá dýralækni en það hjálpaði lítið. Um þrjúleitið byrjuðu skjálftarnir aftur og voru stórir og háværir og stanslausir.“ Allt hristist og skalf. „Við vorum samt róleg og hlógum jafnvel að þessu, „ómægod þessi var stór“ og allt það. Þegar klukkan nálgaðist sexleytið vorum við orðin mjög óróleg, skjalftarnir stanslausir, ættum við kannski bara að skreppa upp í bústað?” Náttúran sá um að svara því, stærsti skjálftinn fylgdi í kjölfarið. „Það var eins og risastór hnefi hefði kýlt undir jarðskorpuna. Húsið okkar, sem er steypuklumpur og stendur á klöpp, fékk svo mikið högg að við vorum sannfærð um að það myndi hrynja ofan á okkur.“ Á tíu mínútum hentu hjónin einhverju dóti í poka og fjölskyldan hljóp út í bíl. „Þegar við vorum að bera í bílinn þá leit ég niður götuna og sá marga nágranna mína vera að bera börn, gæludýr og dót út í bílana sína. Þá sló það mig. Þetta var óraunveruleg sjón að horfa niður þessa löngu götu og alls staðar var fólk að hafa sig burt. Okkur leið eins og að við hefðum einungis fáar mínútur til að koma okkur úr þessum aðstæðum annars myndum við ekki lifa það af.“ Besta vinkona Karitasar bjó í sömu götu. Þær hlupu til hvor annarrar og föðmuðust. „Vonandi færi allt vel. En kannski ekki.“ Hræðslan var óhugnanleg þegar fjölskyldan keyrði út úr bænum. Því þá fór bíllinn að hoppa. Árni gaf í og út úr bænum brunuðu þau. Suðurstrandarveginn. „Að horfa á bæinn í baksýnisspeglinum þá átti ég von á því að hann myndi springa og eldgosið myndi hefjast í miðjum bænum og ég sæi eldtungurnar hátt upp í himinn. Ég hágrét alla leiðina út í sveit. Því okkur leið líka eins og við hefðum bara nokkrar sekúndur til að bjarga okkur.“ Sem var nánast rétt. Því seinna þetta kvöld var Grindavíkurbær rýmdur. Karitas segist fegin því að hafa farið fyrr. Hrædd og á flótta brunuðu Karitas og fjölskylda út úr bænum 10. nóvember 2023. Frá fallega heimilinu sínu. Úr bænum sem þau höfðu alist upp í og vildu hvergi annars staðar búa. Fjölskylda Karitas á sér sögu í Grindavík nokkur hundruð ár aftur í tímann. Foreldrar hennar og tengdamóðir flúðu bæinn líka og ekkert varð aftur eins.Vísir/Vilhelm Sunnudagur 12. nóvember 2023. Tveir dagar frá rýmingu. Erum við þá einhverskonar flóttafólk? Við vitum ekki hvort eða hvenær við munum fá að snúa aftur heim í húsið okkar. Við vitum ekki hvort það verði einhver hús eftir standandi. Framhald á viðtalinu við Karitas verður birt á laugardagsmorgun, 28. desember.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Fjölskyldumál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ „Það var Egyptaland sem skilaði mér heim í dálítilli rúst. Ég einfaldlega missti trúna á mannkyninu og hef aldrei kært mig um að hafa það eftir sem ég sá og heyrði þar. En get sagt að hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar,“ segir Helena Jónsdóttir þegar hún rifjar upp tímann sem hún starfaði með Læknum án landamæra í Egyptalandi. 8. desember 2024 08:02 „Fólk situr uppi með bankalánin þótt það missi húsin sín“ „Ég er fædd og uppalin í þessari borg og áður en Rússarnir komu, hafði ég ekki í eitt augnablik velt því fyrir mér að flytja þaðan. Enda var ég gift, hamingjusöm, átti fjögurra ára strák, er vel menntuð og var í mjög góðu starfi hjá stóru fyrirtæki,“ segir Yulia Zhatkina flóttakona frá Úkraínu. 18. febrúar 2024 10:30 Áfallasaga: Ofbeldi af verstu gerð, sonarmissir og dóttirin lamast „Já mig grunar að þetta hafi verið viljaverk. Afbrýðisemin var svo mikil að hann hafði oft sagt við mig að hann gæti ekki hugsað sér að einhver annar fengi mig eða að einhver annar karlmaður fengi að ala upp son hans,“ segir María Kristín Þorleifsdóttir þegar hún minnist bílslyssins 9. október 1997 þar sem tveggja og hálfs árs sonur hennar og barnsfaðir létu lífið og sjálf slasaðist hún mjög alvarlega. 11. júní 2023 08:01 Makamissir: Tilkynntu trúlofunina á Facebook og hann lést nokkrum stundum síðar Það gekk allt upp eins og í sögu: Þau kynntust á Tinder, smullu saman þegar þau hittust. Urðu eiginlega strax kærustupar. 16. apríl 2023 08:01 Makamissir og veikindi: „Mér fannst aðalatriðið vera að hann kæmi heim“ „Ég var búin lifa það versta því það er ekkert verra en að missa barn. En munurinn var samt sá að þá héldum við Ási utan um hvort annað á næturnar og grétum saman. Núna var ég ein,“ segir Rúna Didriksen um sársaukann og sorgina sem fylgir því að missa maka sinn til áratuga, en Rúna missti einnig son í bílslysi árið 1987. 26. mars 2023 07:00 Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskoranirnar í fyrra: „Ég hélt ekki að ég myndi lifa það“ Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Skýringar á jólastressinu margvíslegar Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ Sjá meira
Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ „Það var Egyptaland sem skilaði mér heim í dálítilli rúst. Ég einfaldlega missti trúna á mannkyninu og hef aldrei kært mig um að hafa það eftir sem ég sá og heyrði þar. En get sagt að hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar,“ segir Helena Jónsdóttir þegar hún rifjar upp tímann sem hún starfaði með Læknum án landamæra í Egyptalandi. 8. desember 2024 08:02
„Fólk situr uppi með bankalánin þótt það missi húsin sín“ „Ég er fædd og uppalin í þessari borg og áður en Rússarnir komu, hafði ég ekki í eitt augnablik velt því fyrir mér að flytja þaðan. Enda var ég gift, hamingjusöm, átti fjögurra ára strák, er vel menntuð og var í mjög góðu starfi hjá stóru fyrirtæki,“ segir Yulia Zhatkina flóttakona frá Úkraínu. 18. febrúar 2024 10:30
Áfallasaga: Ofbeldi af verstu gerð, sonarmissir og dóttirin lamast „Já mig grunar að þetta hafi verið viljaverk. Afbrýðisemin var svo mikil að hann hafði oft sagt við mig að hann gæti ekki hugsað sér að einhver annar fengi mig eða að einhver annar karlmaður fengi að ala upp son hans,“ segir María Kristín Þorleifsdóttir þegar hún minnist bílslyssins 9. október 1997 þar sem tveggja og hálfs árs sonur hennar og barnsfaðir létu lífið og sjálf slasaðist hún mjög alvarlega. 11. júní 2023 08:01
Makamissir: Tilkynntu trúlofunina á Facebook og hann lést nokkrum stundum síðar Það gekk allt upp eins og í sögu: Þau kynntust á Tinder, smullu saman þegar þau hittust. Urðu eiginlega strax kærustupar. 16. apríl 2023 08:01
Makamissir og veikindi: „Mér fannst aðalatriðið vera að hann kæmi heim“ „Ég var búin lifa það versta því það er ekkert verra en að missa barn. En munurinn var samt sá að þá héldum við Ási utan um hvort annað á næturnar og grétum saman. Núna var ég ein,“ segir Rúna Didriksen um sársaukann og sorgina sem fylgir því að missa maka sinn til áratuga, en Rúna missti einnig son í bílslysi árið 1987. 26. mars 2023 07:00