Óvænt tenging lögmanna í tveimur stærstu málum ársins Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. desember 2024 22:51 Luigi og Diddy hafa fengið stóran skerf af fréttaumfjöllun ársins. Þeir tengjast gegnum hjónin Marc Agnifilo og Karen Friedman-Agnifilo. Getty Dómsmál Sean „Diddy“ Combs hefur verið fyrirferðarmikið á árinu. Luigi Mangione sem skaut forstjóra UnitedHealtcare til bana í upphafi mánaðar hefur þó eiginlega trompað Diddy. En mennirnir tveir og mál þeirra tengjast á skemmtilegan hátt. Karen Friedman-Agnifilo, sem bættist í verjandahóp Mangione í vikunni, er nefnilega gift Marc Agnifilo, sem hefur farið fyrir máli Combs síðastliðið ár. Hjónin á góðri stundu, sennilega í sólarlandafríi.Facebook Það eru því hjón sem fara fyrir tveimur af stærstu málum ársins. Enn á þó eftir að rétta í báðum málum, réttarhöld yfir Diddy eru dagsett 5. maí 2025 og sennilega verður réttað yfir Mangione seinna á næsta ári. Þurfti að segja sig frá málum vegna eiginmannsins Friedman-Agnifilo á nokkuð fjölbreyttan lögmannsferil. Hún vann í sjö ár fyrir umdæmissaksóknara New York-sýslu, leiddi síðan kynferðisbrotadeild embættisins í fjögur ár áður en hún söðlaði um 2021 og fór að starfa sem sjálfstæður lögmaður. Hún gekk í ár til liðs við lögmannsstofu eiginmanns síns, Agnifilo Intrater LLP, sem var stofnuð í mars 2024. Karen og Marc eru bæði þrautreyndir lögmenn.AP/Getty Hjónaband Karen við Marc var henni stundum til trafala þar sem hún þurfti oft að segja sig frá málum þar sem maður hennar var verjandi, þar á meðal í máli Harvey Weinstein. Marc Agnifilo vann einnig fyrir umdæmissaksóknara í New York-sýslu, nema á tíunda áratugnum. Frá 2006 til 2024 vann hann á lögmannsstofunni Brafman & Associates áður en hann stofnaði sína eigin stofu. Mál Sean „Diddy“ Combs Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Bandaríkin Lögmennska Mest lesið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira
Karen Friedman-Agnifilo, sem bættist í verjandahóp Mangione í vikunni, er nefnilega gift Marc Agnifilo, sem hefur farið fyrir máli Combs síðastliðið ár. Hjónin á góðri stundu, sennilega í sólarlandafríi.Facebook Það eru því hjón sem fara fyrir tveimur af stærstu málum ársins. Enn á þó eftir að rétta í báðum málum, réttarhöld yfir Diddy eru dagsett 5. maí 2025 og sennilega verður réttað yfir Mangione seinna á næsta ári. Þurfti að segja sig frá málum vegna eiginmannsins Friedman-Agnifilo á nokkuð fjölbreyttan lögmannsferil. Hún vann í sjö ár fyrir umdæmissaksóknara New York-sýslu, leiddi síðan kynferðisbrotadeild embættisins í fjögur ár áður en hún söðlaði um 2021 og fór að starfa sem sjálfstæður lögmaður. Hún gekk í ár til liðs við lögmannsstofu eiginmanns síns, Agnifilo Intrater LLP, sem var stofnuð í mars 2024. Karen og Marc eru bæði þrautreyndir lögmenn.AP/Getty Hjónaband Karen við Marc var henni stundum til trafala þar sem hún þurfti oft að segja sig frá málum þar sem maður hennar var verjandi, þar á meðal í máli Harvey Weinstein. Marc Agnifilo vann einnig fyrir umdæmissaksóknara í New York-sýslu, nema á tíunda áratugnum. Frá 2006 til 2024 vann hann á lögmannsstofunni Brafman & Associates áður en hann stofnaði sína eigin stofu.
Mál Sean „Diddy“ Combs Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Bandaríkin Lögmennska Mest lesið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira