Melsungen vann þá 29-24 sigur á Gummersbach eftir frábæran endasprett.
Lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach stóðu vel í toppliðinu og voru marki yfir, 21-20, þegar ellefu mínútur voru eftir. Þá snerist leikurinn.
Melsungen vann lokamínútur leiksins 9-3 og tryggði sér mikilvægan sigur í toppbaráttunni.
Elvar Örn Jónsson var með tvö mörk og eina stoðsendingu fyrir Melsungen en nýtti aðeins tvö af sex skotum sínum. Arnar Freyr Arnarsson komst ekki á blað. Timo Kastening var markahæstur með níu mörk. Þetta var fjórði deildarsigur liðsins í röð.
Teitur Örn Einarsson skoraði fjögur mörk fyrir Gummersbach í leiknum. Elliði Snær Viðarsson var í leikmannahópi liðsins en skoraði ekki. Kristjan Horzen var markahæstur með sjö mörk.
Melsungen er á toppnum með þrettán sigra í fimmtán leikjum og 26 stig. Gummersbach er í áttunda sæti með 16 stig en liðið hefur tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum.