Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Atli Ísleifsson skrifar 18. desember 2024 14:51 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands í gær. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í sextíu daga fangelsi fyrir að hafa ekið bíl undir áhrifum áfengis og svefnleysis og á tvo gangandi vegfarendur sem slösuðust. Þá hafi hann hvorki komið hinum slösuðu til aðstoðar eða tilkynnt málið til lögreglu, en þess í stað flutt þau sem slösuðust af vettvangi. Dómurinn var kveðinn upp í gær en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún niður falla haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár. Maðurinn var ákærður fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi og umferðarlagabrot og játaði brotin skýlaust. Í ákæru segir að atvikið hafi átt sér stað aðfaranótt sunnudagsins 29. maí 2022. Maðurinn hafi þá ekið bíl sínum of hratt og verið til þess óhæfur vegna áfengisneyslu og svefnleysis. Hann hafi sofnað undir stýri og þá ekið á tvo gangandi vegfarendur Annar þeirra hlaut meðal annars brot á vinstra herðablaði, fæti og úlnlið, og mar á heila og yfirborðsáverka á höfði og hnjám. Hinn hlaut svo meðal annars brot á hálshrygg, rifi, kjálka, mjaðmarbeini og fleira. Fram kemur að maðurinn hafi ekki sinnt lögboðnum skyldum sínum á slysstað með því að veita slösuðum hverja þá hjálp sem honum hafi verið unnt og tilkynna lögreglu um slysið svo fljótt sem auðið var. Þess í stað hafi hann fjarlægt bílinn af vettvangi og flutt hin slösuðu á brott og þannig raskað vettvangi og fjarlægt ummerki sem þýðingu gátu haft við rannsókn lögreglu á slysinu. Ekki er tekið fram í dómi hvert maðurinn hafi ekið fólkið. Maðurinn játaði brot sín skýlaust en í dómi segir að hann hafi skammast sín mikið fyrir háttsemi sína og hefði atvikið verið honum þungbært. Aldrei hefði verið ætlun hans að valda nokkrum tjóni. „Kvaðst hann hafa átt við mikið svefnleysi að stríða á umræddum tíma í kjölfar veikinda og ekki áttað sig á alvarleika áverka brotaþola fyrr en daginn eftir,“ segir dómi. Ekki er tekið fram hvar atvikið gerðist en ljóst að það hafi verið í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi. Maðurinn var jafnframt dæmdur til að greiða 80 þúsund króna sekt í ríkissjóð og 1,1 milljón króna í sakarkostnað. Dómsmál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Dómurinn var kveðinn upp í gær en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún niður falla haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár. Maðurinn var ákærður fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi og umferðarlagabrot og játaði brotin skýlaust. Í ákæru segir að atvikið hafi átt sér stað aðfaranótt sunnudagsins 29. maí 2022. Maðurinn hafi þá ekið bíl sínum of hratt og verið til þess óhæfur vegna áfengisneyslu og svefnleysis. Hann hafi sofnað undir stýri og þá ekið á tvo gangandi vegfarendur Annar þeirra hlaut meðal annars brot á vinstra herðablaði, fæti og úlnlið, og mar á heila og yfirborðsáverka á höfði og hnjám. Hinn hlaut svo meðal annars brot á hálshrygg, rifi, kjálka, mjaðmarbeini og fleira. Fram kemur að maðurinn hafi ekki sinnt lögboðnum skyldum sínum á slysstað með því að veita slösuðum hverja þá hjálp sem honum hafi verið unnt og tilkynna lögreglu um slysið svo fljótt sem auðið var. Þess í stað hafi hann fjarlægt bílinn af vettvangi og flutt hin slösuðu á brott og þannig raskað vettvangi og fjarlægt ummerki sem þýðingu gátu haft við rannsókn lögreglu á slysinu. Ekki er tekið fram í dómi hvert maðurinn hafi ekið fólkið. Maðurinn játaði brot sín skýlaust en í dómi segir að hann hafi skammast sín mikið fyrir háttsemi sína og hefði atvikið verið honum þungbært. Aldrei hefði verið ætlun hans að valda nokkrum tjóni. „Kvaðst hann hafa átt við mikið svefnleysi að stríða á umræddum tíma í kjölfar veikinda og ekki áttað sig á alvarleika áverka brotaþola fyrr en daginn eftir,“ segir dómi. Ekki er tekið fram hvar atvikið gerðist en ljóst að það hafi verið í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi. Maðurinn var jafnframt dæmdur til að greiða 80 þúsund króna sekt í ríkissjóð og 1,1 milljón króna í sakarkostnað.
Dómsmál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira