Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Atli Ísleifsson skrifar 18. desember 2024 14:51 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands í gær. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í sextíu daga fangelsi fyrir að hafa ekið bíl undir áhrifum áfengis og svefnleysis og á tvo gangandi vegfarendur sem slösuðust. Þá hafi hann hvorki komið hinum slösuðu til aðstoðar eða tilkynnt málið til lögreglu, en þess í stað flutt þau sem slösuðust af vettvangi. Dómurinn var kveðinn upp í gær en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún niður falla haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár. Maðurinn var ákærður fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi og umferðarlagabrot og játaði brotin skýlaust. Í ákæru segir að atvikið hafi átt sér stað aðfaranótt sunnudagsins 29. maí 2022. Maðurinn hafi þá ekið bíl sínum of hratt og verið til þess óhæfur vegna áfengisneyslu og svefnleysis. Hann hafi sofnað undir stýri og þá ekið á tvo gangandi vegfarendur Annar þeirra hlaut meðal annars brot á vinstra herðablaði, fæti og úlnlið, og mar á heila og yfirborðsáverka á höfði og hnjám. Hinn hlaut svo meðal annars brot á hálshrygg, rifi, kjálka, mjaðmarbeini og fleira. Fram kemur að maðurinn hafi ekki sinnt lögboðnum skyldum sínum á slysstað með því að veita slösuðum hverja þá hjálp sem honum hafi verið unnt og tilkynna lögreglu um slysið svo fljótt sem auðið var. Þess í stað hafi hann fjarlægt bílinn af vettvangi og flutt hin slösuðu á brott og þannig raskað vettvangi og fjarlægt ummerki sem þýðingu gátu haft við rannsókn lögreglu á slysinu. Ekki er tekið fram í dómi hvert maðurinn hafi ekið fólkið. Maðurinn játaði brot sín skýlaust en í dómi segir að hann hafi skammast sín mikið fyrir háttsemi sína og hefði atvikið verið honum þungbært. Aldrei hefði verið ætlun hans að valda nokkrum tjóni. „Kvaðst hann hafa átt við mikið svefnleysi að stríða á umræddum tíma í kjölfar veikinda og ekki áttað sig á alvarleika áverka brotaþola fyrr en daginn eftir,“ segir dómi. Ekki er tekið fram hvar atvikið gerðist en ljóst að það hafi verið í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi. Maðurinn var jafnframt dæmdur til að greiða 80 þúsund króna sekt í ríkissjóð og 1,1 milljón króna í sakarkostnað. Dómsmál Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Dómurinn var kveðinn upp í gær en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún niður falla haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár. Maðurinn var ákærður fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi og umferðarlagabrot og játaði brotin skýlaust. Í ákæru segir að atvikið hafi átt sér stað aðfaranótt sunnudagsins 29. maí 2022. Maðurinn hafi þá ekið bíl sínum of hratt og verið til þess óhæfur vegna áfengisneyslu og svefnleysis. Hann hafi sofnað undir stýri og þá ekið á tvo gangandi vegfarendur Annar þeirra hlaut meðal annars brot á vinstra herðablaði, fæti og úlnlið, og mar á heila og yfirborðsáverka á höfði og hnjám. Hinn hlaut svo meðal annars brot á hálshrygg, rifi, kjálka, mjaðmarbeini og fleira. Fram kemur að maðurinn hafi ekki sinnt lögboðnum skyldum sínum á slysstað með því að veita slösuðum hverja þá hjálp sem honum hafi verið unnt og tilkynna lögreglu um slysið svo fljótt sem auðið var. Þess í stað hafi hann fjarlægt bílinn af vettvangi og flutt hin slösuðu á brott og þannig raskað vettvangi og fjarlægt ummerki sem þýðingu gátu haft við rannsókn lögreglu á slysinu. Ekki er tekið fram í dómi hvert maðurinn hafi ekið fólkið. Maðurinn játaði brot sín skýlaust en í dómi segir að hann hafi skammast sín mikið fyrir háttsemi sína og hefði atvikið verið honum þungbært. Aldrei hefði verið ætlun hans að valda nokkrum tjóni. „Kvaðst hann hafa átt við mikið svefnleysi að stríða á umræddum tíma í kjölfar veikinda og ekki áttað sig á alvarleika áverka brotaþola fyrr en daginn eftir,“ segir dómi. Ekki er tekið fram hvar atvikið gerðist en ljóst að það hafi verið í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi. Maðurinn var jafnframt dæmdur til að greiða 80 þúsund króna sekt í ríkissjóð og 1,1 milljón króna í sakarkostnað.
Dómsmál Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira