156 prósent hærra verðlaunafé í boði fyrir stelpurnar okkar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2024 07:01 Íslensku landsliðskonurnar Glódís Perla Viggósdóttir, Ólöf Sigríður Kristinsdóttir og Telma Ívarsdóttir fagna sigri íslensku stelpnanna í leik á móti Serbíu í ár. Vísir/Hulda Margrét Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er á leiðinni á sitt fimmta Evrópumót í röð næsta sumar en það verður mikill munur á einu frá Evrópumótinu fyrir fjórum árum síðan. Íslensku stelpurnar hefðu getað lent í mun erfiðari riðli en það verður samt krefjandi fyrir okkar konur að mæta Sviss, Noregi og Finnlandi á EM í Sviss í júlí 2025. Komist íslenska landsliðið áfram í útsláttarkeppnina þá eru miklu meiri peningar í boði en á síðasta Evrópumóti. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, tilkynnti að sambandið hafi hækkað verðlaunaféð á mótinu um 156 prósent. 41 milljón evra deilist nú út sem verðlaunafé á mótinu næsta sumar en sú upphæð var aðeins sextán milljónir evra á EM 2021. Fer úr 2,3 milljörðum íslenskra króna í næstum því sex milljarða króna. Verðlaunaféð var síðan aðeins átta milljónir evra á EM 2017 og hefur því næstum því fimmfaldast á aðeins átta árum. Þetta er vissulega jákvæð þróun en þessi upphæð er þó enn bara smámunir í samanburði við karlana sem skipta á milli sín þrjú hundruð milljónum evra. Meiri áhugi og frekari vinsældir kvennafótboltans þýða bara eitt og verðlaunaféð mun með sama áframhaldi halda áfram að taka stökk í næstu keppnum. Þetta boðar einnig gott fyrir reksturinn hér heima. Það er þegar ljóst að Knattspyrnusamband Íslands fær að minnsta kosti 1,8 milljónir evra, 262 milljónir króna fyrir að komast inn á Evrópumótið í Sviss. Stelpurnar geta síðan hækkað þá upphæð með góðum árangri og með því að komast í átta liða úrslitin. View this post on Instagram A post shared by VERSUS (@versus) EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira
Íslensku stelpurnar hefðu getað lent í mun erfiðari riðli en það verður samt krefjandi fyrir okkar konur að mæta Sviss, Noregi og Finnlandi á EM í Sviss í júlí 2025. Komist íslenska landsliðið áfram í útsláttarkeppnina þá eru miklu meiri peningar í boði en á síðasta Evrópumóti. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, tilkynnti að sambandið hafi hækkað verðlaunaféð á mótinu um 156 prósent. 41 milljón evra deilist nú út sem verðlaunafé á mótinu næsta sumar en sú upphæð var aðeins sextán milljónir evra á EM 2021. Fer úr 2,3 milljörðum íslenskra króna í næstum því sex milljarða króna. Verðlaunaféð var síðan aðeins átta milljónir evra á EM 2017 og hefur því næstum því fimmfaldast á aðeins átta árum. Þetta er vissulega jákvæð þróun en þessi upphæð er þó enn bara smámunir í samanburði við karlana sem skipta á milli sín þrjú hundruð milljónum evra. Meiri áhugi og frekari vinsældir kvennafótboltans þýða bara eitt og verðlaunaféð mun með sama áframhaldi halda áfram að taka stökk í næstu keppnum. Þetta boðar einnig gott fyrir reksturinn hér heima. Það er þegar ljóst að Knattspyrnusamband Íslands fær að minnsta kosti 1,8 milljónir evra, 262 milljónir króna fyrir að komast inn á Evrópumótið í Sviss. Stelpurnar geta síðan hækkað þá upphæð með góðum árangri og með því að komast í átta liða úrslitin. View this post on Instagram A post shared by VERSUS (@versus)
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira