RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Jakob Bjarnar skrifar 19. desember 2024 09:14 Hlutdeild Ríkisútvarpsins hefur aldrei verið eins mikil og núna en hún óx úr 20 í 22 prósent. vísir/vilhelm Tekjur fjölmiðla dragast saman meðan hlutdeild Ríkisútvarpsins í auglýsingatekjum hefur aldrei verið eins mikil. Samkvæmt Hagstofunni drógust tekjur fjölmiðla saman um fjögur prósent á árinu 2023. Lækkunina má alfarið rekja til samdráttar í auglýsingatekjum, en þær lækkuðu um 12 prósent milli ára. Á sama tíma jukust tekjur af notendum aðeins um 1,6 prósent og er þar líklega verið að vísa til áskriftatekna og styrkja frá ríkinu. „Stærstur hluti tekna fjölmiðla er fenginn frá notendum, um 62%, á móti 38% af auglýsingum eða 18,7 milljarðar króna í notendatekjur á móti 11,4 milljörðum í auglýsingatekjur.“ Þá kemur fram að hlutdeild Ríkisútvarpsins í tekjum fjölmiðla hafi aukist lítilsháttar á milli ára, þær fóru úr 26 prósentum í 27 prósent en á sama tíma óx auglýsingahlutdeild RÚV úr 20 prósentum í 22 prósent. „Fimm stærstu aðilar á fjölmiðlamarkaði tóku til sín 87% af samanlögðum tekjum fjölmiðla árið 2023.“ Skáskot úr umfjöllun Hagstofunnar um tekjur fjölmiðla.hagstofan Hagstofan segir að eftir lítillegan vöxt fjölmiðlatekna í kjölfar kórónaveirufaraldursins hafi tekjur fjölmiðla dregist saman á ný, reiknað á raunvirði. Tekjur fjölmiðla árið 2023 drógust saman um 1,3 milljarða króna frá fyrra ári. „Samdrátturinn stafar alfarið af minni auglýsingatekjum sem minnkuðu um 1,6 milljarða króna. Tekjur af notendum árið 2023 jukust lítillega eða um 300 milljónir króna. Stóran hluta minni auglýsingatekna má rekja til þess að útgáfu fríblaðsins Fréttablaðsins var hætt á fyrri hluta ársins en blaðið var á meðal stórtækustu aðila á auglýsingamarkaði.“ Hlutdeild Ríkisútvarpsins í auglýsingatekjum jókst á meðan milli áranna 2022 og 2023 og fór úr 20 prósent í 22 prósent. „Á sama tíma fór hlutur þess í auglýsingatekjum sjónvarps úr 56% í 57% en var óbreyttur í hljóðvarpi eða 37%. Frá árinu 2010 hefur hlutdeild Ríkisútvarpsins í auglýsingatekjum fjölmiðla aukist um þrjú prósentustig, eða farið úr 19% í 22%, og 12 prósentustig í sjónvarpi eða úr 45% í 57%. Á sama tíma hefur hlutur þess í auglýsingatekjum hljóðvarps dregist saman um fimm prósentustig eða farið úr 42% í 37%.“ Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisútvarpið Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Samkvæmt Hagstofunni drógust tekjur fjölmiðla saman um fjögur prósent á árinu 2023. Lækkunina má alfarið rekja til samdráttar í auglýsingatekjum, en þær lækkuðu um 12 prósent milli ára. Á sama tíma jukust tekjur af notendum aðeins um 1,6 prósent og er þar líklega verið að vísa til áskriftatekna og styrkja frá ríkinu. „Stærstur hluti tekna fjölmiðla er fenginn frá notendum, um 62%, á móti 38% af auglýsingum eða 18,7 milljarðar króna í notendatekjur á móti 11,4 milljörðum í auglýsingatekjur.“ Þá kemur fram að hlutdeild Ríkisútvarpsins í tekjum fjölmiðla hafi aukist lítilsháttar á milli ára, þær fóru úr 26 prósentum í 27 prósent en á sama tíma óx auglýsingahlutdeild RÚV úr 20 prósentum í 22 prósent. „Fimm stærstu aðilar á fjölmiðlamarkaði tóku til sín 87% af samanlögðum tekjum fjölmiðla árið 2023.“ Skáskot úr umfjöllun Hagstofunnar um tekjur fjölmiðla.hagstofan Hagstofan segir að eftir lítillegan vöxt fjölmiðlatekna í kjölfar kórónaveirufaraldursins hafi tekjur fjölmiðla dregist saman á ný, reiknað á raunvirði. Tekjur fjölmiðla árið 2023 drógust saman um 1,3 milljarða króna frá fyrra ári. „Samdrátturinn stafar alfarið af minni auglýsingatekjum sem minnkuðu um 1,6 milljarða króna. Tekjur af notendum árið 2023 jukust lítillega eða um 300 milljónir króna. Stóran hluta minni auglýsingatekna má rekja til þess að útgáfu fríblaðsins Fréttablaðsins var hætt á fyrri hluta ársins en blaðið var á meðal stórtækustu aðila á auglýsingamarkaði.“ Hlutdeild Ríkisútvarpsins í auglýsingatekjum jókst á meðan milli áranna 2022 og 2023 og fór úr 20 prósent í 22 prósent. „Á sama tíma fór hlutur þess í auglýsingatekjum sjónvarps úr 56% í 57% en var óbreyttur í hljóðvarpi eða 37%. Frá árinu 2010 hefur hlutdeild Ríkisútvarpsins í auglýsingatekjum fjölmiðla aukist um þrjú prósentustig, eða farið úr 19% í 22%, og 12 prósentustig í sjónvarpi eða úr 45% í 57%. Á sama tíma hefur hlutur þess í auglýsingatekjum hljóðvarps dregist saman um fimm prósentustig eða farið úr 42% í 37%.“
Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisútvarpið Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira