RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Jakob Bjarnar skrifar 19. desember 2024 09:14 Hlutdeild Ríkisútvarpsins hefur aldrei verið eins mikil og núna en hún óx úr 20 í 22 prósent. vísir/vilhelm Tekjur fjölmiðla dragast saman meðan hlutdeild Ríkisútvarpsins í auglýsingatekjum hefur aldrei verið eins mikil. Samkvæmt Hagstofunni drógust tekjur fjölmiðla saman um fjögur prósent á árinu 2023. Lækkunina má alfarið rekja til samdráttar í auglýsingatekjum, en þær lækkuðu um 12 prósent milli ára. Á sama tíma jukust tekjur af notendum aðeins um 1,6 prósent og er þar líklega verið að vísa til áskriftatekna og styrkja frá ríkinu. „Stærstur hluti tekna fjölmiðla er fenginn frá notendum, um 62%, á móti 38% af auglýsingum eða 18,7 milljarðar króna í notendatekjur á móti 11,4 milljörðum í auglýsingatekjur.“ Þá kemur fram að hlutdeild Ríkisútvarpsins í tekjum fjölmiðla hafi aukist lítilsháttar á milli ára, þær fóru úr 26 prósentum í 27 prósent en á sama tíma óx auglýsingahlutdeild RÚV úr 20 prósentum í 22 prósent. „Fimm stærstu aðilar á fjölmiðlamarkaði tóku til sín 87% af samanlögðum tekjum fjölmiðla árið 2023.“ Skáskot úr umfjöllun Hagstofunnar um tekjur fjölmiðla.hagstofan Hagstofan segir að eftir lítillegan vöxt fjölmiðlatekna í kjölfar kórónaveirufaraldursins hafi tekjur fjölmiðla dregist saman á ný, reiknað á raunvirði. Tekjur fjölmiðla árið 2023 drógust saman um 1,3 milljarða króna frá fyrra ári. „Samdrátturinn stafar alfarið af minni auglýsingatekjum sem minnkuðu um 1,6 milljarða króna. Tekjur af notendum árið 2023 jukust lítillega eða um 300 milljónir króna. Stóran hluta minni auglýsingatekna má rekja til þess að útgáfu fríblaðsins Fréttablaðsins var hætt á fyrri hluta ársins en blaðið var á meðal stórtækustu aðila á auglýsingamarkaði.“ Hlutdeild Ríkisútvarpsins í auglýsingatekjum jókst á meðan milli áranna 2022 og 2023 og fór úr 20 prósent í 22 prósent. „Á sama tíma fór hlutur þess í auglýsingatekjum sjónvarps úr 56% í 57% en var óbreyttur í hljóðvarpi eða 37%. Frá árinu 2010 hefur hlutdeild Ríkisútvarpsins í auglýsingatekjum fjölmiðla aukist um þrjú prósentustig, eða farið úr 19% í 22%, og 12 prósentustig í sjónvarpi eða úr 45% í 57%. Á sama tíma hefur hlutur þess í auglýsingatekjum hljóðvarps dregist saman um fimm prósentustig eða farið úr 42% í 37%.“ Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisútvarpið Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Samkvæmt Hagstofunni drógust tekjur fjölmiðla saman um fjögur prósent á árinu 2023. Lækkunina má alfarið rekja til samdráttar í auglýsingatekjum, en þær lækkuðu um 12 prósent milli ára. Á sama tíma jukust tekjur af notendum aðeins um 1,6 prósent og er þar líklega verið að vísa til áskriftatekna og styrkja frá ríkinu. „Stærstur hluti tekna fjölmiðla er fenginn frá notendum, um 62%, á móti 38% af auglýsingum eða 18,7 milljarðar króna í notendatekjur á móti 11,4 milljörðum í auglýsingatekjur.“ Þá kemur fram að hlutdeild Ríkisútvarpsins í tekjum fjölmiðla hafi aukist lítilsháttar á milli ára, þær fóru úr 26 prósentum í 27 prósent en á sama tíma óx auglýsingahlutdeild RÚV úr 20 prósentum í 22 prósent. „Fimm stærstu aðilar á fjölmiðlamarkaði tóku til sín 87% af samanlögðum tekjum fjölmiðla árið 2023.“ Skáskot úr umfjöllun Hagstofunnar um tekjur fjölmiðla.hagstofan Hagstofan segir að eftir lítillegan vöxt fjölmiðlatekna í kjölfar kórónaveirufaraldursins hafi tekjur fjölmiðla dregist saman á ný, reiknað á raunvirði. Tekjur fjölmiðla árið 2023 drógust saman um 1,3 milljarða króna frá fyrra ári. „Samdrátturinn stafar alfarið af minni auglýsingatekjum sem minnkuðu um 1,6 milljarða króna. Tekjur af notendum árið 2023 jukust lítillega eða um 300 milljónir króna. Stóran hluta minni auglýsingatekna má rekja til þess að útgáfu fríblaðsins Fréttablaðsins var hætt á fyrri hluta ársins en blaðið var á meðal stórtækustu aðila á auglýsingamarkaði.“ Hlutdeild Ríkisútvarpsins í auglýsingatekjum jókst á meðan milli áranna 2022 og 2023 og fór úr 20 prósent í 22 prósent. „Á sama tíma fór hlutur þess í auglýsingatekjum sjónvarps úr 56% í 57% en var óbreyttur í hljóðvarpi eða 37%. Frá árinu 2010 hefur hlutdeild Ríkisútvarpsins í auglýsingatekjum fjölmiðla aukist um þrjú prósentustig, eða farið úr 19% í 22%, og 12 prósentustig í sjónvarpi eða úr 45% í 57%. Á sama tíma hefur hlutur þess í auglýsingatekjum hljóðvarps dregist saman um fimm prósentustig eða farið úr 42% í 37%.“
Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisútvarpið Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira