Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Kjartan Kjartansson skrifar 19. desember 2024 11:07 Útlit er fyrir að desember verði áttundi mánuðurinn í röð sem er undir meðalhita síðustu þrjátíu ára. Sérstaklega voru ágúst og byrjun haustsins markvert kaldara en meðaltalið. Vísir/Vilhelm Allt stefnir nú í að árið sem er að líða verði það svalasta í Reykjavík í tæp þrjátíu ár. Veðurfræðingur segir hitafarið í ár bera mörg einkenni kalds tímabils sem stóð yfir í þrjátíu ár á síðustu öld. Undanfarnir sjö mánuðir hafa allir verið undir þrjátíu ára meðaltali áranna 1991 til 2020 í meðalhita. Það sem af er desember er meðalhitinn tæpri gráðu undir meðallagi. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, segir lítilla breytinga að vænta fram að áramótum miðað við veðurspár og því verði desember áttundi mánuðurinn í röð undir meðaltalinu. Árshitinn í Reykjavík gæti endað í 4,2 gráðum samkvæmt því sem Einar skrifar í færslu á Facebook. Hann hefur aldrei verið lægri á þessari öld eða allt aftur frá árinu 1995. „Það eru nokkrir dagar eftir en þeir þurfa nú að vera ansi hlýjar til þess að breyta þessari mynd umtalsvert,“ segir Einar í samtali við Vísi. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.Vísir Svipar til fyrra kuldatímabils en aðstæðurnar aðrar Einar segir hitafarið bera mörg einkenni kalds tímabils frá 1965 til 1995 þegar svöl sumur voru nokkuð algeng og áberandi frostakaflar á veturna líkt og nú. Fyrstu ár tímabilsins voru svonefnd hafísár sem stóðu frá 1965 til 1971 sem Einar segir að hafi tengst seltufráviki í sjónum þegar gusa af ferskum sjó kom úr Norður-Íshafi inn í Norður-Atlantshafið. Snögg beygja varð svo í veðurfarinu eftir 1995 og sérstaklega á 21. öldinni. Aðstæður nú eru þó frábrugðnar þeim sem ríktu á þessu kalda tímabili á 20. öldinni, að sögn Einars. Nú séu það frekar afbrigðilegir vindar sem valdi svalara hitafari en kaldur sjór í kringum landið sem einkenndi seinni hluta 20. aldarinnar. Þannig sé nú heldur meira af hafís í kringum Ísland en áður, ekki vegna þess að meira sé um hann á norðurslóðum, þvert á móti, heldur vegna þess að hann rekur hingað frekar vegna þessara afbrigðilegu vinda. Á sama tíma sé ágætur gangur í hlýjum hafstraumum sem hópur loftslagsvísindamanna varaði norræna ráðherra við í haust að gætu stöðvast og gert Ísland óbyggilegt. Rekur Einar vindafarið til kenja í lofthringrás jarðar sem hafa varið allt þetta ár og lengur. Það megi aftur mögulega rekja til aðstæðna í Kyrrahafinu. Veður Reykjavík Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Sjá meira
Undanfarnir sjö mánuðir hafa allir verið undir þrjátíu ára meðaltali áranna 1991 til 2020 í meðalhita. Það sem af er desember er meðalhitinn tæpri gráðu undir meðallagi. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, segir lítilla breytinga að vænta fram að áramótum miðað við veðurspár og því verði desember áttundi mánuðurinn í röð undir meðaltalinu. Árshitinn í Reykjavík gæti endað í 4,2 gráðum samkvæmt því sem Einar skrifar í færslu á Facebook. Hann hefur aldrei verið lægri á þessari öld eða allt aftur frá árinu 1995. „Það eru nokkrir dagar eftir en þeir þurfa nú að vera ansi hlýjar til þess að breyta þessari mynd umtalsvert,“ segir Einar í samtali við Vísi. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.Vísir Svipar til fyrra kuldatímabils en aðstæðurnar aðrar Einar segir hitafarið bera mörg einkenni kalds tímabils frá 1965 til 1995 þegar svöl sumur voru nokkuð algeng og áberandi frostakaflar á veturna líkt og nú. Fyrstu ár tímabilsins voru svonefnd hafísár sem stóðu frá 1965 til 1971 sem Einar segir að hafi tengst seltufráviki í sjónum þegar gusa af ferskum sjó kom úr Norður-Íshafi inn í Norður-Atlantshafið. Snögg beygja varð svo í veðurfarinu eftir 1995 og sérstaklega á 21. öldinni. Aðstæður nú eru þó frábrugðnar þeim sem ríktu á þessu kalda tímabili á 20. öldinni, að sögn Einars. Nú séu það frekar afbrigðilegir vindar sem valdi svalara hitafari en kaldur sjór í kringum landið sem einkenndi seinni hluta 20. aldarinnar. Þannig sé nú heldur meira af hafís í kringum Ísland en áður, ekki vegna þess að meira sé um hann á norðurslóðum, þvert á móti, heldur vegna þess að hann rekur hingað frekar vegna þessara afbrigðilegu vinda. Á sama tíma sé ágætur gangur í hlýjum hafstraumum sem hópur loftslagsvísindamanna varaði norræna ráðherra við í haust að gætu stöðvast og gert Ísland óbyggilegt. Rekur Einar vindafarið til kenja í lofthringrás jarðar sem hafa varið allt þetta ár og lengur. Það megi aftur mögulega rekja til aðstæðna í Kyrrahafinu.
Veður Reykjavík Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Sjá meira