Víkingar mæta liði Sverris og Harðar Sindri Sverrisson skrifar 20. desember 2024 12:24 Víkingar unnu tvo sigra, gerðu tvö jafntefli og töpuðu tveimur leikjum í Sambandsdeildinni. Það skilaði þeim 19. sæti og áfram í umspil um sæti í 16-liða úrslitum. vísir/Anton Það skýrðist í dag hverjir verða mótherjar Víkings í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu. Dregið var í beinni útsendingu hér á Vísi. Víkingar mæta Panathinaikos, liði Sverris Inga Ingasonar og Harðar Björgvins Magnússonar. Sverrir er í stóru hlutverki hjá gríska liðinu en Hörður hefur verið lengi frá keppni vegna meiðsla. Panathinaikos er í 4. sæti grísku úrvalsdeildarinnar en aðeins tveimur stigum frá toppnum. Víkingar spila heimaleik sinn í umspilinu á Kópavogsvelli fimmtudaginn 13. febrúar og svo útileikinn viku síðar. Víkingar enduðu í 19. sæti af 36 liðum Sambandsdeildarinnar en liðin í 9.-24. sæti eru með í drættinum í dag. Efstu átta liðin komust beint áfram í 16-liða úrslit og liðin í 25.-36. sæti eru fallin úr keppni. Víkingar gátu dregist gegn annað hvort Olimpija Ljubljana frá Slóveníu eða Panathinaikos frá Grikklandi, liði Sverris Inga Ingasonar og Harðar Björgvins Magnússonar. Liðunum var nefnilega raðað í styrkleikaflokka eftir lokastöðu sinni í deildinni, og gátu þannig liðin sem enduðu í 9.-10. sæti aðeins mætt liðunum sem enduðu í 23.-24. sæti, liðin í 11.-12. sæti mætt 21.-22. sæti, og svo framvegis. Andri Lucas til Spánar Til viðbótar við Víkinga og Panathinaikos eru tvö Íslendingalið í umspilinu. Andri Lucas Guðjohnsen leikur með belgíska liðinu Gent og Rúnar Alex Rúnarsson er á mála hjá FC Kaupmannahöfn. Gent mætir spænska liðinu Real Betis en FCK dróst gegn þýska liðinu Heidenheim. Einvígin í umspili Sambandsdeildar Evrópu.UEFA Gætu mögulega mætt Alberti Ef Víkingar komast áfram í 16-liða úrslit er þegar orðið ljóst að mótherji þeirra þar yrði annað hvort Fiorentina, lið Alberts Guðmundssonar, eða Rapid Vín. Dregið verður í 16-liða úrslitin 21. febrúar, eftir umspilsleikina sem fara fram 13. og 20. febrúar. Liðin átta sem eru þegar komin áfram í 16-liða úrslit eru Chelsea, Vitoria, Fiorentina, Rapid Vín, Djurgården, Lugano, Legia Varsjá og Cercle Brugge. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Víkingar unnu sér inn 830 milljónir Með frammistöðu sinni í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta hafa Víkingar ekki bara tryggt sér sæti í útsláttarkeppninni, fyrstir íslenskra liða, heldur að lágmarki 830 milljónir króna í verðlaunafé frá UEFA á þessu ári. 20. desember 2024 11:01 Víkingar í flugi þegar dregið verður í Sambandsdeildinni: „Gæti ekki verið stoltari“ Lið Víkings Reykjavíkur verður í flugi á leið heim til Íslands þegar dregið verður í umspil fyrir sextán liða úrslit Sambandsdeildar Evrópu í dag. Þjálfari liðsins er gífurlega stoltur af sínum mönnum sem tryggðu sér umspilssætið með jafntefli í Austurríki í gær. 20. desember 2024 10:02 Fara til Grikklands eða Slóveníu: Víkingar gætu mætt Sverri Víkingur verður í pottinum á morgun þegar dregið verður í umspilseinvígi upp á sæti í sextán liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. 19. desember 2024 22:28 Uppgjörið: LASK - Víkingur 1-1 | Víkingar fara í umspilseinvígi eftir áramót Víkingur sótti stig gegn LASK úti í Austurríki og mun spila umspilseinvígi eftir áramót upp á sæti í sextán liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. Leiknum í kvöld lauk með 1-1 jafntefli eftir að Ari Sigurpálsson kom Víkingum yfir af vítapunktinum. 19. desember 2024 22:00 Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Fleiri fréttir Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Sjá meira
Víkingar mæta Panathinaikos, liði Sverris Inga Ingasonar og Harðar Björgvins Magnússonar. Sverrir er í stóru hlutverki hjá gríska liðinu en Hörður hefur verið lengi frá keppni vegna meiðsla. Panathinaikos er í 4. sæti grísku úrvalsdeildarinnar en aðeins tveimur stigum frá toppnum. Víkingar spila heimaleik sinn í umspilinu á Kópavogsvelli fimmtudaginn 13. febrúar og svo útileikinn viku síðar. Víkingar enduðu í 19. sæti af 36 liðum Sambandsdeildarinnar en liðin í 9.-24. sæti eru með í drættinum í dag. Efstu átta liðin komust beint áfram í 16-liða úrslit og liðin í 25.-36. sæti eru fallin úr keppni. Víkingar gátu dregist gegn annað hvort Olimpija Ljubljana frá Slóveníu eða Panathinaikos frá Grikklandi, liði Sverris Inga Ingasonar og Harðar Björgvins Magnússonar. Liðunum var nefnilega raðað í styrkleikaflokka eftir lokastöðu sinni í deildinni, og gátu þannig liðin sem enduðu í 9.-10. sæti aðeins mætt liðunum sem enduðu í 23.-24. sæti, liðin í 11.-12. sæti mætt 21.-22. sæti, og svo framvegis. Andri Lucas til Spánar Til viðbótar við Víkinga og Panathinaikos eru tvö Íslendingalið í umspilinu. Andri Lucas Guðjohnsen leikur með belgíska liðinu Gent og Rúnar Alex Rúnarsson er á mála hjá FC Kaupmannahöfn. Gent mætir spænska liðinu Real Betis en FCK dróst gegn þýska liðinu Heidenheim. Einvígin í umspili Sambandsdeildar Evrópu.UEFA Gætu mögulega mætt Alberti Ef Víkingar komast áfram í 16-liða úrslit er þegar orðið ljóst að mótherji þeirra þar yrði annað hvort Fiorentina, lið Alberts Guðmundssonar, eða Rapid Vín. Dregið verður í 16-liða úrslitin 21. febrúar, eftir umspilsleikina sem fara fram 13. og 20. febrúar. Liðin átta sem eru þegar komin áfram í 16-liða úrslit eru Chelsea, Vitoria, Fiorentina, Rapid Vín, Djurgården, Lugano, Legia Varsjá og Cercle Brugge.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Víkingar unnu sér inn 830 milljónir Með frammistöðu sinni í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta hafa Víkingar ekki bara tryggt sér sæti í útsláttarkeppninni, fyrstir íslenskra liða, heldur að lágmarki 830 milljónir króna í verðlaunafé frá UEFA á þessu ári. 20. desember 2024 11:01 Víkingar í flugi þegar dregið verður í Sambandsdeildinni: „Gæti ekki verið stoltari“ Lið Víkings Reykjavíkur verður í flugi á leið heim til Íslands þegar dregið verður í umspil fyrir sextán liða úrslit Sambandsdeildar Evrópu í dag. Þjálfari liðsins er gífurlega stoltur af sínum mönnum sem tryggðu sér umspilssætið með jafntefli í Austurríki í gær. 20. desember 2024 10:02 Fara til Grikklands eða Slóveníu: Víkingar gætu mætt Sverri Víkingur verður í pottinum á morgun þegar dregið verður í umspilseinvígi upp á sæti í sextán liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. 19. desember 2024 22:28 Uppgjörið: LASK - Víkingur 1-1 | Víkingar fara í umspilseinvígi eftir áramót Víkingur sótti stig gegn LASK úti í Austurríki og mun spila umspilseinvígi eftir áramót upp á sæti í sextán liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. Leiknum í kvöld lauk með 1-1 jafntefli eftir að Ari Sigurpálsson kom Víkingum yfir af vítapunktinum. 19. desember 2024 22:00 Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Fleiri fréttir Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Sjá meira
Víkingar unnu sér inn 830 milljónir Með frammistöðu sinni í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta hafa Víkingar ekki bara tryggt sér sæti í útsláttarkeppninni, fyrstir íslenskra liða, heldur að lágmarki 830 milljónir króna í verðlaunafé frá UEFA á þessu ári. 20. desember 2024 11:01
Víkingar í flugi þegar dregið verður í Sambandsdeildinni: „Gæti ekki verið stoltari“ Lið Víkings Reykjavíkur verður í flugi á leið heim til Íslands þegar dregið verður í umspil fyrir sextán liða úrslit Sambandsdeildar Evrópu í dag. Þjálfari liðsins er gífurlega stoltur af sínum mönnum sem tryggðu sér umspilssætið með jafntefli í Austurríki í gær. 20. desember 2024 10:02
Fara til Grikklands eða Slóveníu: Víkingar gætu mætt Sverri Víkingur verður í pottinum á morgun þegar dregið verður í umspilseinvígi upp á sæti í sextán liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. 19. desember 2024 22:28
Uppgjörið: LASK - Víkingur 1-1 | Víkingar fara í umspilseinvígi eftir áramót Víkingur sótti stig gegn LASK úti í Austurríki og mun spila umspilseinvígi eftir áramót upp á sæti í sextán liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. Leiknum í kvöld lauk með 1-1 jafntefli eftir að Ari Sigurpálsson kom Víkingum yfir af vítapunktinum. 19. desember 2024 22:00