Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Jón Þór Stefánsson skrifar 20. desember 2024 12:21 Baldvin Oddsson, lengst til hægri, þykir afburða trompetleikari. Hér er hann með þekktum trompetleikara og hljómsveitarstjóra eftir vel heppnaða tónleika á erlendri grundu. Baldvin Oddsson Baldvin Oddsson, framkvæmdastjóri bandaríska sprotafyrirtækisins The Musicians Club, sagði upp 99 starfsmönnum á einu bretti vegna þess að þeir mættu ekki á morgunfund. Þeir ellefu sem mættu á fundinn fengu að halda starfinu. Þetta kom fram í tilkynningu sem Baldvin sendi starfsfólki sínu. Þessi skilaboð hans hafa verið til umfjöllunar í The Economic Times, en Heimildin fjallar einnig um málið í dag. Í grein Economic Times segir að Baldvin hafi tekið þessa ákvörðun 15. nóvember síðastliðinn. Þá segir að þeir sem misstu vinnuna hafi að mestu leyti verið starfsnemar í fjarvinnu og starfsmenn sem unnu launalaust. Tölvupóstur Baldvins: Til ykkar sem mættuð ekki á morgunfundinn, þið getið litið á þetta skeyti sem formlega tilkynningu: Þið eruð öll rekin. Ykkur mistókst að gera það sem þið höfðuð ásett ykkur að gera, ykkur mistókst að standa við ykkar gerða samninga, og ykkur mistókst að mæta á fundina sem ykkur var ætlað að mæta á og vinna á. Ég mun rifta öllum samkomulögum okkar a milli. Vinsamlegast skilið öllum munum sem þið eruð með, skráið ykkur út af öllum reikningum, og fjarlægið ykkur af Slack undir eins. Ég gaf ykkur tækifæri til að bæta lífskjör ykkar, að vinna hörðum höndum, og eflast. En þið sýnduð mér að þið takið þessu ekki alvarlega. Af 110 voru einungis 11 viðstaddir í morgun. Þessir 11 fá að halda áfram. Restinni hefur verið sagt upp. Hunskist þið út úr fyrirtækinu mínu eins og skot. Baldvin Þess má geta að The Musicians Club sérhæfir sig í sölu hljóðfæra og annarra muna sem hljóðfæraleikarar gætu þurft á að halda. Stendur keikur með ákvörðuninni Í færslu á samfélagsmiðlinum LinkedIn hefur Baldvin brugðist við viðbrögðum ákvörðunnar sinnar. Hann segist bæði hafa fengið góða og slæma athygli. Hann segist standa með ákvörðun sinni. „Á meðan einhverjir reyndu að „slaufa“ mér, hefur það algjörlega snúist í höndunum á þeim. Umferð um síðuna okkar hefur risið upp í 20 þúsund áhorf, sölur hafa aldrei verið meiri, og okkur berast hundruð umsókna á hverjum degi,“ segir Baldvin í færslunni. Jafnframt segist hann hafa fengið margar beiðnir frá forstjórum og mikilsvirtum dagblöðum sem óska eftir að ná tali af honum. „Ég stend með ákvörðunum mínum og þeim gildum sem við byggjum á. Að reka þessa einstaklinga var rétt ákvörðun fyrir félag, og við erum sterkari nokkru sinni,“ skrifar Baldvin sem þakkar þeim sem hafa stutt hann í gegnum þessa vegferð. „Baldvin á eftir að ná langt á tónlistarbrautinni“ Baldvin Oddsson vakti athygli á árum áður sem trompetleikari, og þótti gríðarlega góður og efnilegur sem slíkur. Tónlistargagnrýndandinn Jónas Sen fór fögrum orðum um hann í dómi um tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands árið 2015, en þá var Baldvin einleikari. „Hann er ungur að árum en spilaði eins og engill. Leikur hans var ótrúlega hreinn og fallega mótaður. Hann var fullkomlega áreynslulaus og vandaður. Hröð tónahlaup voru fumlaus og jöfn, trillur svo skýrar að maður dáðist að. Baldvin á eftir að ná langt á tónlistarbrautinni, það er alveg ljóst,“ skrifaði Jónas um Baldvin á sínum tíma. Trompetið virðist aldrei langt undan hjá Baldvini sem beinir kröftum sínum helst að viðskiptum þessi dægrin. Tónlist Íslendingar erlendis Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Þetta kom fram í tilkynningu sem Baldvin sendi starfsfólki sínu. Þessi skilaboð hans hafa verið til umfjöllunar í The Economic Times, en Heimildin fjallar einnig um málið í dag. Í grein Economic Times segir að Baldvin hafi tekið þessa ákvörðun 15. nóvember síðastliðinn. Þá segir að þeir sem misstu vinnuna hafi að mestu leyti verið starfsnemar í fjarvinnu og starfsmenn sem unnu launalaust. Tölvupóstur Baldvins: Til ykkar sem mættuð ekki á morgunfundinn, þið getið litið á þetta skeyti sem formlega tilkynningu: Þið eruð öll rekin. Ykkur mistókst að gera það sem þið höfðuð ásett ykkur að gera, ykkur mistókst að standa við ykkar gerða samninga, og ykkur mistókst að mæta á fundina sem ykkur var ætlað að mæta á og vinna á. Ég mun rifta öllum samkomulögum okkar a milli. Vinsamlegast skilið öllum munum sem þið eruð með, skráið ykkur út af öllum reikningum, og fjarlægið ykkur af Slack undir eins. Ég gaf ykkur tækifæri til að bæta lífskjör ykkar, að vinna hörðum höndum, og eflast. En þið sýnduð mér að þið takið þessu ekki alvarlega. Af 110 voru einungis 11 viðstaddir í morgun. Þessir 11 fá að halda áfram. Restinni hefur verið sagt upp. Hunskist þið út úr fyrirtækinu mínu eins og skot. Baldvin Þess má geta að The Musicians Club sérhæfir sig í sölu hljóðfæra og annarra muna sem hljóðfæraleikarar gætu þurft á að halda. Stendur keikur með ákvörðuninni Í færslu á samfélagsmiðlinum LinkedIn hefur Baldvin brugðist við viðbrögðum ákvörðunnar sinnar. Hann segist bæði hafa fengið góða og slæma athygli. Hann segist standa með ákvörðun sinni. „Á meðan einhverjir reyndu að „slaufa“ mér, hefur það algjörlega snúist í höndunum á þeim. Umferð um síðuna okkar hefur risið upp í 20 þúsund áhorf, sölur hafa aldrei verið meiri, og okkur berast hundruð umsókna á hverjum degi,“ segir Baldvin í færslunni. Jafnframt segist hann hafa fengið margar beiðnir frá forstjórum og mikilsvirtum dagblöðum sem óska eftir að ná tali af honum. „Ég stend með ákvörðunum mínum og þeim gildum sem við byggjum á. Að reka þessa einstaklinga var rétt ákvörðun fyrir félag, og við erum sterkari nokkru sinni,“ skrifar Baldvin sem þakkar þeim sem hafa stutt hann í gegnum þessa vegferð. „Baldvin á eftir að ná langt á tónlistarbrautinni“ Baldvin Oddsson vakti athygli á árum áður sem trompetleikari, og þótti gríðarlega góður og efnilegur sem slíkur. Tónlistargagnrýndandinn Jónas Sen fór fögrum orðum um hann í dómi um tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands árið 2015, en þá var Baldvin einleikari. „Hann er ungur að árum en spilaði eins og engill. Leikur hans var ótrúlega hreinn og fallega mótaður. Hann var fullkomlega áreynslulaus og vandaður. Hröð tónahlaup voru fumlaus og jöfn, trillur svo skýrar að maður dáðist að. Baldvin á eftir að ná langt á tónlistarbrautinni, það er alveg ljóst,“ skrifaði Jónas um Baldvin á sínum tíma. Trompetið virðist aldrei langt undan hjá Baldvini sem beinir kröftum sínum helst að viðskiptum þessi dægrin.
Tölvupóstur Baldvins: Til ykkar sem mættuð ekki á morgunfundinn, þið getið litið á þetta skeyti sem formlega tilkynningu: Þið eruð öll rekin. Ykkur mistókst að gera það sem þið höfðuð ásett ykkur að gera, ykkur mistókst að standa við ykkar gerða samninga, og ykkur mistókst að mæta á fundina sem ykkur var ætlað að mæta á og vinna á. Ég mun rifta öllum samkomulögum okkar a milli. Vinsamlegast skilið öllum munum sem þið eruð með, skráið ykkur út af öllum reikningum, og fjarlægið ykkur af Slack undir eins. Ég gaf ykkur tækifæri til að bæta lífskjör ykkar, að vinna hörðum höndum, og eflast. En þið sýnduð mér að þið takið þessu ekki alvarlega. Af 110 voru einungis 11 viðstaddir í morgun. Þessir 11 fá að halda áfram. Restinni hefur verið sagt upp. Hunskist þið út úr fyrirtækinu mínu eins og skot. Baldvin
Tónlist Íslendingar erlendis Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira