Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Jón Þór Stefánsson skrifar 20. desember 2024 12:21 Baldvin Oddsson, lengst til hægri, þykir afburða trompetleikari. Hér er hann með þekktum trompetleikara og hljómsveitarstjóra eftir vel heppnaða tónleika á erlendri grundu. Baldvin Oddsson Baldvin Oddsson, framkvæmdastjóri bandaríska sprotafyrirtækisins The Musicians Club, sagði upp 99 starfsmönnum á einu bretti vegna þess að þeir mættu ekki á morgunfund. Þeir ellefu sem mættu á fundinn fengu að halda starfinu. Þetta kom fram í tilkynningu sem Baldvin sendi starfsfólki sínu. Þessi skilaboð hans hafa verið til umfjöllunar í The Economic Times, en Heimildin fjallar einnig um málið í dag. Í grein Economic Times segir að Baldvin hafi tekið þessa ákvörðun 15. nóvember síðastliðinn. Þá segir að þeir sem misstu vinnuna hafi að mestu leyti verið starfsnemar í fjarvinnu og starfsmenn sem unnu launalaust. Tölvupóstur Baldvins: Til ykkar sem mættuð ekki á morgunfundinn, þið getið litið á þetta skeyti sem formlega tilkynningu: Þið eruð öll rekin. Ykkur mistókst að gera það sem þið höfðuð ásett ykkur að gera, ykkur mistókst að standa við ykkar gerða samninga, og ykkur mistókst að mæta á fundina sem ykkur var ætlað að mæta á og vinna á. Ég mun rifta öllum samkomulögum okkar a milli. Vinsamlegast skilið öllum munum sem þið eruð með, skráið ykkur út af öllum reikningum, og fjarlægið ykkur af Slack undir eins. Ég gaf ykkur tækifæri til að bæta lífskjör ykkar, að vinna hörðum höndum, og eflast. En þið sýnduð mér að þið takið þessu ekki alvarlega. Af 110 voru einungis 11 viðstaddir í morgun. Þessir 11 fá að halda áfram. Restinni hefur verið sagt upp. Hunskist þið út úr fyrirtækinu mínu eins og skot. Baldvin Þess má geta að The Musicians Club sérhæfir sig í sölu hljóðfæra og annarra muna sem hljóðfæraleikarar gætu þurft á að halda. Stendur keikur með ákvörðuninni Í færslu á samfélagsmiðlinum LinkedIn hefur Baldvin brugðist við viðbrögðum ákvörðunnar sinnar. Hann segist bæði hafa fengið góða og slæma athygli. Hann segist standa með ákvörðun sinni. „Á meðan einhverjir reyndu að „slaufa“ mér, hefur það algjörlega snúist í höndunum á þeim. Umferð um síðuna okkar hefur risið upp í 20 þúsund áhorf, sölur hafa aldrei verið meiri, og okkur berast hundruð umsókna á hverjum degi,“ segir Baldvin í færslunni. Jafnframt segist hann hafa fengið margar beiðnir frá forstjórum og mikilsvirtum dagblöðum sem óska eftir að ná tali af honum. „Ég stend með ákvörðunum mínum og þeim gildum sem við byggjum á. Að reka þessa einstaklinga var rétt ákvörðun fyrir félag, og við erum sterkari nokkru sinni,“ skrifar Baldvin sem þakkar þeim sem hafa stutt hann í gegnum þessa vegferð. „Baldvin á eftir að ná langt á tónlistarbrautinni“ Baldvin Oddsson vakti athygli á árum áður sem trompetleikari, og þótti gríðarlega góður og efnilegur sem slíkur. Tónlistargagnrýndandinn Jónas Sen fór fögrum orðum um hann í dómi um tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands árið 2015, en þá var Baldvin einleikari. „Hann er ungur að árum en spilaði eins og engill. Leikur hans var ótrúlega hreinn og fallega mótaður. Hann var fullkomlega áreynslulaus og vandaður. Hröð tónahlaup voru fumlaus og jöfn, trillur svo skýrar að maður dáðist að. Baldvin á eftir að ná langt á tónlistarbrautinni, það er alveg ljóst,“ skrifaði Jónas um Baldvin á sínum tíma. Trompetið virðist aldrei langt undan hjá Baldvini sem beinir kröftum sínum helst að viðskiptum þessi dægrin. Tónlist Íslendingar erlendis Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent Greiðsluáskorun Samstarf Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fasteignasali selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sjá meira
Þetta kom fram í tilkynningu sem Baldvin sendi starfsfólki sínu. Þessi skilaboð hans hafa verið til umfjöllunar í The Economic Times, en Heimildin fjallar einnig um málið í dag. Í grein Economic Times segir að Baldvin hafi tekið þessa ákvörðun 15. nóvember síðastliðinn. Þá segir að þeir sem misstu vinnuna hafi að mestu leyti verið starfsnemar í fjarvinnu og starfsmenn sem unnu launalaust. Tölvupóstur Baldvins: Til ykkar sem mættuð ekki á morgunfundinn, þið getið litið á þetta skeyti sem formlega tilkynningu: Þið eruð öll rekin. Ykkur mistókst að gera það sem þið höfðuð ásett ykkur að gera, ykkur mistókst að standa við ykkar gerða samninga, og ykkur mistókst að mæta á fundina sem ykkur var ætlað að mæta á og vinna á. Ég mun rifta öllum samkomulögum okkar a milli. Vinsamlegast skilið öllum munum sem þið eruð með, skráið ykkur út af öllum reikningum, og fjarlægið ykkur af Slack undir eins. Ég gaf ykkur tækifæri til að bæta lífskjör ykkar, að vinna hörðum höndum, og eflast. En þið sýnduð mér að þið takið þessu ekki alvarlega. Af 110 voru einungis 11 viðstaddir í morgun. Þessir 11 fá að halda áfram. Restinni hefur verið sagt upp. Hunskist þið út úr fyrirtækinu mínu eins og skot. Baldvin Þess má geta að The Musicians Club sérhæfir sig í sölu hljóðfæra og annarra muna sem hljóðfæraleikarar gætu þurft á að halda. Stendur keikur með ákvörðuninni Í færslu á samfélagsmiðlinum LinkedIn hefur Baldvin brugðist við viðbrögðum ákvörðunnar sinnar. Hann segist bæði hafa fengið góða og slæma athygli. Hann segist standa með ákvörðun sinni. „Á meðan einhverjir reyndu að „slaufa“ mér, hefur það algjörlega snúist í höndunum á þeim. Umferð um síðuna okkar hefur risið upp í 20 þúsund áhorf, sölur hafa aldrei verið meiri, og okkur berast hundruð umsókna á hverjum degi,“ segir Baldvin í færslunni. Jafnframt segist hann hafa fengið margar beiðnir frá forstjórum og mikilsvirtum dagblöðum sem óska eftir að ná tali af honum. „Ég stend með ákvörðunum mínum og þeim gildum sem við byggjum á. Að reka þessa einstaklinga var rétt ákvörðun fyrir félag, og við erum sterkari nokkru sinni,“ skrifar Baldvin sem þakkar þeim sem hafa stutt hann í gegnum þessa vegferð. „Baldvin á eftir að ná langt á tónlistarbrautinni“ Baldvin Oddsson vakti athygli á árum áður sem trompetleikari, og þótti gríðarlega góður og efnilegur sem slíkur. Tónlistargagnrýndandinn Jónas Sen fór fögrum orðum um hann í dómi um tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands árið 2015, en þá var Baldvin einleikari. „Hann er ungur að árum en spilaði eins og engill. Leikur hans var ótrúlega hreinn og fallega mótaður. Hann var fullkomlega áreynslulaus og vandaður. Hröð tónahlaup voru fumlaus og jöfn, trillur svo skýrar að maður dáðist að. Baldvin á eftir að ná langt á tónlistarbrautinni, það er alveg ljóst,“ skrifaði Jónas um Baldvin á sínum tíma. Trompetið virðist aldrei langt undan hjá Baldvini sem beinir kröftum sínum helst að viðskiptum þessi dægrin.
Tölvupóstur Baldvins: Til ykkar sem mættuð ekki á morgunfundinn, þið getið litið á þetta skeyti sem formlega tilkynningu: Þið eruð öll rekin. Ykkur mistókst að gera það sem þið höfðuð ásett ykkur að gera, ykkur mistókst að standa við ykkar gerða samninga, og ykkur mistókst að mæta á fundina sem ykkur var ætlað að mæta á og vinna á. Ég mun rifta öllum samkomulögum okkar a milli. Vinsamlegast skilið öllum munum sem þið eruð með, skráið ykkur út af öllum reikningum, og fjarlægið ykkur af Slack undir eins. Ég gaf ykkur tækifæri til að bæta lífskjör ykkar, að vinna hörðum höndum, og eflast. En þið sýnduð mér að þið takið þessu ekki alvarlega. Af 110 voru einungis 11 viðstaddir í morgun. Þessir 11 fá að halda áfram. Restinni hefur verið sagt upp. Hunskist þið út úr fyrirtækinu mínu eins og skot. Baldvin
Tónlist Íslendingar erlendis Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent Greiðsluáskorun Samstarf Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fasteignasali selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sjá meira