„Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ágúst Orri Arnarson skrifar 20. desember 2024 20:01 Albert Ingason ræddi afrek Víkinga í Sambandsdeildinni. vísir / einar Albert Brynjar Ingason, knattspyrnusérfræðingur og þáttastjórnandi hlaðvarpsins Gula Spjaldið, segir samtöl sín við innanbúðamenn hjá Víkingi gefa sterklega í skyn að umspilsleikur liðsins gegn Panathinaikos í Sambandsdeildinni verði ekki spilaður á Íslandi. Víkingar hafa hingað til fengið undanþágu frá UEFA og spilað á Kópavogsvelli, sem uppfyllir ekki kröfur um flóðlýsingu. Albert ræddi afrek Víkings við Val Pál Eiríksson í dag. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Albert Ingason um afrek Víkings Albert hafði ekki trú á því fyrirfram að Víkingur gæti komist í umspil, og ekki styrktist trúin þegar fyrsti leikur Sambandsdeildarinnar tapaðist 4-0 gegn Omonia. Liðið hafi svarað vel í næsta leik á eftir, gegn Cercle Brugge, þrátt fyrir að hafa lent undir snemma. Mikilvægt hafi verið að ná fyrsta sigrinum strax í annarri umferð og sjáanlegt var hvað það gaf liðinu mikla trú. Hann hrósaði þjálfaranum Arnari Gunnlaugssyni í hástert, einnig markverðinum Ingvari Jónssyni og ungu leikmönnum liðsins eins og Ara Sigurpálssyni og Gísla Gottskálk, sem hann segir hafa verið besta leikmann liðsins í Sambandsdeildinni. Panathinaikos sterkur andstæðingur sem spilar vel undir nýjum þjálfara Víkingur mun í febrúar spila tveggja leikja umspilseinvígi gegn Panathinaikos, stórliði frá Grikklandi sem hefur unnið níu leiki í röð undir stjórn nýs þjálfara. „Þetta er gríðarlega erfiður andstæðingur. Maður skoðar þetta lið á Transfermarkt og sér að hópurinn þeirra er 25 sinnum dýrari en okkar [Víkinga]. Þeir eru með mann á láni frá Manchester United, [Facundo] Pellistri, þannig að þetta verður gríðarlega erfiður leikur.“ Hvar fer fyrri leikurinn fram? Stóra spurningin er þó hvar fyrri leikurinn, heimaleikur Víkings, mun fara fram. Víkingar hafa hingað til fengið undanþágu frá UEFA og spilað á Kópavogsvelli snemma dags. Arnar Gunnlaugsson svo gott sem staðfesti að það yrði ekki leyft aftur í viðtali við Fótbolti.net. Líklega mun þurfa að færa leikinn úr landi. „Maður hefur aðeins verið að pota í þetta sjálfur og það sem maður heyrir er að þeir á skrifstofunni í Víkinni eru eiginlega hundrað prósent á því að leikurinn verði ekki spilaður hérna heima, hann fari fram erlendis. Af því að það eru strangari reglur þegar er komið í þessa umspilsleiki, þeir þurfa allir að fara á sama tíma af stað. Ljósin [á Kópavogsvelli] eru ekki góð og gild í þessum kvöldleikjum. Það er auðvitað gríðarlega svekkjandi fyrir Víkinga,“ sagði Albert að lokum. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Víkingar spila á Íslandi í dagsbirtu Víkingur Reykjavík mun spila heimaleiki sína á Kópavogsvelli í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta. Vegna ófullnægjandi flóðlýsingar munu leikir Víkings fara fram snemma dags. 20. september 2024 09:51 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Fleiri fréttir Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjá meira
Albert ræddi afrek Víkings við Val Pál Eiríksson í dag. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Albert Ingason um afrek Víkings Albert hafði ekki trú á því fyrirfram að Víkingur gæti komist í umspil, og ekki styrktist trúin þegar fyrsti leikur Sambandsdeildarinnar tapaðist 4-0 gegn Omonia. Liðið hafi svarað vel í næsta leik á eftir, gegn Cercle Brugge, þrátt fyrir að hafa lent undir snemma. Mikilvægt hafi verið að ná fyrsta sigrinum strax í annarri umferð og sjáanlegt var hvað það gaf liðinu mikla trú. Hann hrósaði þjálfaranum Arnari Gunnlaugssyni í hástert, einnig markverðinum Ingvari Jónssyni og ungu leikmönnum liðsins eins og Ara Sigurpálssyni og Gísla Gottskálk, sem hann segir hafa verið besta leikmann liðsins í Sambandsdeildinni. Panathinaikos sterkur andstæðingur sem spilar vel undir nýjum þjálfara Víkingur mun í febrúar spila tveggja leikja umspilseinvígi gegn Panathinaikos, stórliði frá Grikklandi sem hefur unnið níu leiki í röð undir stjórn nýs þjálfara. „Þetta er gríðarlega erfiður andstæðingur. Maður skoðar þetta lið á Transfermarkt og sér að hópurinn þeirra er 25 sinnum dýrari en okkar [Víkinga]. Þeir eru með mann á láni frá Manchester United, [Facundo] Pellistri, þannig að þetta verður gríðarlega erfiður leikur.“ Hvar fer fyrri leikurinn fram? Stóra spurningin er þó hvar fyrri leikurinn, heimaleikur Víkings, mun fara fram. Víkingar hafa hingað til fengið undanþágu frá UEFA og spilað á Kópavogsvelli snemma dags. Arnar Gunnlaugsson svo gott sem staðfesti að það yrði ekki leyft aftur í viðtali við Fótbolti.net. Líklega mun þurfa að færa leikinn úr landi. „Maður hefur aðeins verið að pota í þetta sjálfur og það sem maður heyrir er að þeir á skrifstofunni í Víkinni eru eiginlega hundrað prósent á því að leikurinn verði ekki spilaður hérna heima, hann fari fram erlendis. Af því að það eru strangari reglur þegar er komið í þessa umspilsleiki, þeir þurfa allir að fara á sama tíma af stað. Ljósin [á Kópavogsvelli] eru ekki góð og gild í þessum kvöldleikjum. Það er auðvitað gríðarlega svekkjandi fyrir Víkinga,“ sagði Albert að lokum.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Víkingar spila á Íslandi í dagsbirtu Víkingur Reykjavík mun spila heimaleiki sína á Kópavogsvelli í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta. Vegna ófullnægjandi flóðlýsingar munu leikir Víkings fara fram snemma dags. 20. september 2024 09:51 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Fleiri fréttir Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjá meira
Víkingar spila á Íslandi í dagsbirtu Víkingur Reykjavík mun spila heimaleiki sína á Kópavogsvelli í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta. Vegna ófullnægjandi flóðlýsingar munu leikir Víkings fara fram snemma dags. 20. september 2024 09:51