Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. desember 2024 20:07 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra mætir til Bessastaða í dag. Hún mun á morgun taka við lyklavöldum í forsætisráðuneytinu. Vísir/Vilhelm Lyklaskipti fara fram í ráðuneytum síðdegis á morgun þegar ráðherrar í ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins taka við lyklavöldum, einn af öðrum, úr hendi fráfarandi ráðherra starfsstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Breytingar á skipulagi Stjórnarráðsins, sem fækkun ráðuneyta úr tólf í ellefu hefur í för með sér, mun ekki að fullu taka gildi fyrr en eftir rúma tvo mánuði eða 1. mars næstkomandi. Nýir ráðherrar taka hins vegar þegar við verkefnum sem heyra undir þá málaflokka sem eiga að heyra undir ráðuneyti þeirra eftir breytingar. Líkt og fram kom á blaðamannafundi leiðtoga nýrrar ríkisstjórnar fyrr í dag stendur til að fækka ráðuneytum úr tólf í ellefu með niðurlagningu menningar- og viðskiptaráðuneytis sem Lilja Alfreðsdóttir fór áður með. Fjallað er um stjórnarskiptin í tilkynningu á vef Stjórnarráðs Íslands í dag þar sem nánari grein er gerð fyrir þeim breytingum sem gerðar verða á skipulagi stjórnarráðsins og flutning verkefna á milli ráðuneyta. „Ráðgert er að breytingar á skipulagi og verkefnum ráðuneyta taki gildi 1. mars nk. en tillaga til þingsályktunar um breytta skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands verður lögð fyrir Alþingi í janúar. Forsetaúrskurður um skiptingu starfa ráðherra endurspeglar verkaskiptingu ráðuneyta eins og hún verður eftir breytingarnar sem taka gildi 1. mars nk. Þannig taka ráðherrar nú þegar við öllum þeim málaflokkum sem munu heyra undir ráðuneyti þeirra eftir að breytingarnar taka gildi,” segir í tilkynningunni. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hyggst skoða með hvaða hætti hægt sé að efla ráðuneytið á sviði varnarmála og netöryggismála.Vísir/Vilhelm „Á meðan Alþingi fjallar um þingsályktunartillögu um fækkun ráðuneyta og breytt heiti sumra þeirra munu ráðuneytin starfa óbreytt. Samt sem áður fá hinir nýju ráðherrar þegar í stað ábyrgð á stjórnarmálefnum í samræmi við þá skipan sem fyrirhuguð er. Þannig mun atvinnuvegaráðherra fara með matvælaráðuneytið og viðskipti, iðnað og neytendamál í menningar- og viðskiptaráðuneytinu svo dæmi sé tekið. Þegar þingsályktunin hefur verið afgreidd verða gefnir út forsetaúrskurðir um skiptingu Stjórnarráðs Íslands í ráðuneyti annars vegar og um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands hins vegar. Í síðarnefnda úrskurðinum verða málefni færð til í samræmi við fækkun ráðuneyta og nýjar áherslur í starfsemi sumra þeirra.“ Breytingar í öllum ráðuneytum nema tveimur Kristrún Frostadóttir tekur fyrst við lyklum að forsætisráðuneytinu af Bjarna Benediktssyni klukkan eitt á morgun og síðan mæta ráðherrarnir hver af öðrum í sitt ráðuneyti til að taka við lyklum eitthvað fram eftir degi. Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, en nokkrar breytingar verða gerðar á því ráðuneyti sem hún tekur við.Vísir/Vilhelm Hér að neðan er að finna nánari upplýsingar um þær breytingar sem gerðar verða á skipan ráðuneyta að því er greint er frá í tilkynningu forsætisráðuneytisins. Líkt og sjá má er aðeins gert ráð fyrir að verkefni tveggja ráðuneyta verði óbreytt en breytingarnar eru þó mis miklar eftir ráðuneytum. Forsætisráðuneyti Verkefni ráðuneytisins verða óbreytt. Atvinnuvegaráðuneyti Breytt heiti á matvælaráðuneyti. Viðskipti, neytendamál og ferðamál færast til ráðuneytisins frá menningar- og viðskiptaráðuneyti. Iðnaður færist til ráðuneytisins frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti. Skógrækt og landgræðsla auk dýravelferðar færast frá ráðuneytinu til umhverfis,- orku- og loftslagsráðuneytis. Dómsmálaráðuneyti Jafnréttismál og mannréttindamál færast til ráðuneytisins frá félags- og vinnumarkaðsráðuneyti. Félags- og húsnæðismálaráðuneyti Breytt heiti á félags- og vinnumarkaðsráðuneyti. Öldrunarþjónusta færist til ráðuneytisins frá heilbrigðisráðuneyti og húsnæðismál og skipulagsmál færast til ráðuneytisins frá innviðaráðuneyti. Jafnréttismál og mannréttindamál færast frá ráðuneytinu til dómsmálaráðuneytis og framhaldsfræðsla og málefni Fræðslusjóðs færast frá ráðuneytinu til mennta- og barnamálaráðuneytis. Fjármála- og efnahagsráðuneyti Verkefni ráðuneytisins verða óbreytt. Heilbrigðisráðuneyti Öldrunarþjónusta færist frá ráðuneytinu til félags- og húsnæðismálaráðuneytis. Menningar,- nýsköpunar- og háskólaráðuneyti Breytt heiti á háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti. Menning og fjölmiðlar færast til ráðuneytisins frá menningar- og viðskiptaráðuneyti en fjarskipti færast frá ráðuneytinu til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis. Mennta- og barnamálaráðuneyti Framhaldsfræðsla og málefni Fræðslusjóðs færast til ráðuneytisins frá félags- og vinnumarkaðsráðuneyti. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti Breytt heiti á innviðaráðuneyti. Fjarskipti færast til ráðuneytisins frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti en húsnæðismál og skipulagsmál færast frá ráðuneytinu til félags- og húsnæðismálaráðuneytis. Umhverfis,- orku- og loftslagsráðuneyti Skógrækt og landgræðsla auk dýravelferðar færast til ráðuneytisins frá matvælaráðuneyti. Utanríkisráðuneyti Skoðað verður með hvaða hætti hægt sé að efla ráðuneytið á sviði varnarmála og netöryggismála og þar m.a. litið til mögulegs flutnings verkefna á því sviði til ráðuneytisins. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnsýsla Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Breytingar á skipulagi Stjórnarráðsins, sem fækkun ráðuneyta úr tólf í ellefu hefur í för með sér, mun ekki að fullu taka gildi fyrr en eftir rúma tvo mánuði eða 1. mars næstkomandi. Nýir ráðherrar taka hins vegar þegar við verkefnum sem heyra undir þá málaflokka sem eiga að heyra undir ráðuneyti þeirra eftir breytingar. Líkt og fram kom á blaðamannafundi leiðtoga nýrrar ríkisstjórnar fyrr í dag stendur til að fækka ráðuneytum úr tólf í ellefu með niðurlagningu menningar- og viðskiptaráðuneytis sem Lilja Alfreðsdóttir fór áður með. Fjallað er um stjórnarskiptin í tilkynningu á vef Stjórnarráðs Íslands í dag þar sem nánari grein er gerð fyrir þeim breytingum sem gerðar verða á skipulagi stjórnarráðsins og flutning verkefna á milli ráðuneyta. „Ráðgert er að breytingar á skipulagi og verkefnum ráðuneyta taki gildi 1. mars nk. en tillaga til þingsályktunar um breytta skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands verður lögð fyrir Alþingi í janúar. Forsetaúrskurður um skiptingu starfa ráðherra endurspeglar verkaskiptingu ráðuneyta eins og hún verður eftir breytingarnar sem taka gildi 1. mars nk. Þannig taka ráðherrar nú þegar við öllum þeim málaflokkum sem munu heyra undir ráðuneyti þeirra eftir að breytingarnar taka gildi,” segir í tilkynningunni. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hyggst skoða með hvaða hætti hægt sé að efla ráðuneytið á sviði varnarmála og netöryggismála.Vísir/Vilhelm „Á meðan Alþingi fjallar um þingsályktunartillögu um fækkun ráðuneyta og breytt heiti sumra þeirra munu ráðuneytin starfa óbreytt. Samt sem áður fá hinir nýju ráðherrar þegar í stað ábyrgð á stjórnarmálefnum í samræmi við þá skipan sem fyrirhuguð er. Þannig mun atvinnuvegaráðherra fara með matvælaráðuneytið og viðskipti, iðnað og neytendamál í menningar- og viðskiptaráðuneytinu svo dæmi sé tekið. Þegar þingsályktunin hefur verið afgreidd verða gefnir út forsetaúrskurðir um skiptingu Stjórnarráðs Íslands í ráðuneyti annars vegar og um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands hins vegar. Í síðarnefnda úrskurðinum verða málefni færð til í samræmi við fækkun ráðuneyta og nýjar áherslur í starfsemi sumra þeirra.“ Breytingar í öllum ráðuneytum nema tveimur Kristrún Frostadóttir tekur fyrst við lyklum að forsætisráðuneytinu af Bjarna Benediktssyni klukkan eitt á morgun og síðan mæta ráðherrarnir hver af öðrum í sitt ráðuneyti til að taka við lyklum eitthvað fram eftir degi. Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, en nokkrar breytingar verða gerðar á því ráðuneyti sem hún tekur við.Vísir/Vilhelm Hér að neðan er að finna nánari upplýsingar um þær breytingar sem gerðar verða á skipan ráðuneyta að því er greint er frá í tilkynningu forsætisráðuneytisins. Líkt og sjá má er aðeins gert ráð fyrir að verkefni tveggja ráðuneyta verði óbreytt en breytingarnar eru þó mis miklar eftir ráðuneytum. Forsætisráðuneyti Verkefni ráðuneytisins verða óbreytt. Atvinnuvegaráðuneyti Breytt heiti á matvælaráðuneyti. Viðskipti, neytendamál og ferðamál færast til ráðuneytisins frá menningar- og viðskiptaráðuneyti. Iðnaður færist til ráðuneytisins frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti. Skógrækt og landgræðsla auk dýravelferðar færast frá ráðuneytinu til umhverfis,- orku- og loftslagsráðuneytis. Dómsmálaráðuneyti Jafnréttismál og mannréttindamál færast til ráðuneytisins frá félags- og vinnumarkaðsráðuneyti. Félags- og húsnæðismálaráðuneyti Breytt heiti á félags- og vinnumarkaðsráðuneyti. Öldrunarþjónusta færist til ráðuneytisins frá heilbrigðisráðuneyti og húsnæðismál og skipulagsmál færast til ráðuneytisins frá innviðaráðuneyti. Jafnréttismál og mannréttindamál færast frá ráðuneytinu til dómsmálaráðuneytis og framhaldsfræðsla og málefni Fræðslusjóðs færast frá ráðuneytinu til mennta- og barnamálaráðuneytis. Fjármála- og efnahagsráðuneyti Verkefni ráðuneytisins verða óbreytt. Heilbrigðisráðuneyti Öldrunarþjónusta færist frá ráðuneytinu til félags- og húsnæðismálaráðuneytis. Menningar,- nýsköpunar- og háskólaráðuneyti Breytt heiti á háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti. Menning og fjölmiðlar færast til ráðuneytisins frá menningar- og viðskiptaráðuneyti en fjarskipti færast frá ráðuneytinu til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis. Mennta- og barnamálaráðuneyti Framhaldsfræðsla og málefni Fræðslusjóðs færast til ráðuneytisins frá félags- og vinnumarkaðsráðuneyti. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti Breytt heiti á innviðaráðuneyti. Fjarskipti færast til ráðuneytisins frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti en húsnæðismál og skipulagsmál færast frá ráðuneytinu til félags- og húsnæðismálaráðuneytis. Umhverfis,- orku- og loftslagsráðuneyti Skógrækt og landgræðsla auk dýravelferðar færast til ráðuneytisins frá matvælaráðuneyti. Utanríkisráðuneyti Skoðað verður með hvaða hætti hægt sé að efla ráðuneytið á sviði varnarmála og netöryggismála og þar m.a. litið til mögulegs flutnings verkefna á því sviði til ráðuneytisins.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnsýsla Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira