Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. desember 2024 07:01 Maríanna ásamt foreldrum sínum, þeim Páli Valgeirssyni og Sigríði Jónsdóttur. Maríanna Pálsdóttir eigandi Snyrtistofu Reykjavíkur segir árið sem er að líða hafa kennt henni að lífið sé stutt og að foreldrar hennar séu ekki eins ódauðleg og hún hélt. Bæði mamma hennar og pabbi börðust fyrir lífi sínu á Landspítalanum í lok árs en eru nú á batavegi. „Jólaboðskapurinn sem fer aldrei úr tísku,“ segir Maríanna á samfélagsmiðlinum Facebook þar sem hún segir að árið hafi verið erfitt og einkennst af rússíbanareið, tilfinningalegum áskorunum og sigrum sem líkist kraftaverki. Hún segist hafa lært að elska lífið upp á nýtt. Fólkið sem skipti öllu Í færslunni lýsir Maríanna því hvernig foreldrar hennar hafi verið hætt komin síðustu tvo mánuði. Þau hafi bæði gengið í gengum dimman dal, faðir hennar dottið niður stiga og barist við mikla líkamlega skerðingu í kjölfarið á meðan móðir Maríönnu hefur glímt við flóknar líffærabilanir sem skert hafi lífsgæði hennar til muna. „Þau hafa saman sýnt ótrúlegan styrk, þrautseigju og eru nú bæði á batavegi og sýna okkur það á hverjum degi hvað ástin er sterk. Það er lang stærsta og besta jólagjöfin sem ég mun fá þetta árið að sjá þau rísa upp á ný, komast heim og fái lífið sitt til baka.“ Hún segir ekki hægt að lýsa með orðum hvað hún hafi verið hrædd um að missa báða foreldra sína. Þetta hafi verið hennar stærsti lærdómur að ganga í gegnum þessar raunir með þeim. „Þessi áskorun hefur kennt mér að lífið er stutt og foreldrar mínir eru ekki ódauðleg eins og mér hefur alltaf þótt þau vera! Ég fékk tækifæri til að læra að elska allt lífið upp á nýtt. Fjölskyldan skiptir mig öllu máli í lífinu og það er sama hvar ég verð í heiminum þá slær hjartað þitt heitast þar sem rótin mín er, hjá fólkinu mínu.“ Þakklát starfsfólki heilbrigðisstofnanna Maríanna segist hafa mýkst um heilan helling vegna þessarar lífsreynslu. Kærleikurinn og einlægnin hafi verið hennar leynivopn. Hún tekur fram þakklæti til Borgarspítalans, Landspítalans og Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. „Læknateymið, hjúkrunarfræðingarnir, sjúkraliðarnir og sjúkraþjálfararnir. Þvílíkur eðalmannskapur sem á þúsundfalt hrós fyrir.“ Maríanna segist sérlega þakklát kærastanum sínum Guðmundi Inga Hjartarsyni sem hafi staðið við bak hennar eins og klettur. Hún hlakkar til komandi árs. „Árið 2025 markar upphaf á einhverju mjög fallegu hja okkur fjölskyldunni. Ég hlakka til að deila með ykkur fréttum fljótlega af nýju upphafi en við ætlum að búa til töfra á nýju ári niður við sjó á Seltjarnanesi.“ Ástin og lífið Tengdar fréttir „Margoft verið haldið framhjá mér“ Maríanna Pálsdóttir eigandi Snyrtistofu Reykjavíkur segir gríðarlega mikilvægt að pör ræði eins fljótt og hægt er sín á milli um framhjáhald í upphafi sambandsins. Mikilvægt sé að gildin séu á hreinu en Maríanna segist sjálf hafa velt því fyrir sér um tíma hvort hún væri með mastersgráðu í að láta halda framhjá sér. 20. júní 2024 10:30 Mest lesið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Sonur Tinu Turner látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Lífið Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Fleiri fréttir „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Sjá meira
„Jólaboðskapurinn sem fer aldrei úr tísku,“ segir Maríanna á samfélagsmiðlinum Facebook þar sem hún segir að árið hafi verið erfitt og einkennst af rússíbanareið, tilfinningalegum áskorunum og sigrum sem líkist kraftaverki. Hún segist hafa lært að elska lífið upp á nýtt. Fólkið sem skipti öllu Í færslunni lýsir Maríanna því hvernig foreldrar hennar hafi verið hætt komin síðustu tvo mánuði. Þau hafi bæði gengið í gengum dimman dal, faðir hennar dottið niður stiga og barist við mikla líkamlega skerðingu í kjölfarið á meðan móðir Maríönnu hefur glímt við flóknar líffærabilanir sem skert hafi lífsgæði hennar til muna. „Þau hafa saman sýnt ótrúlegan styrk, þrautseigju og eru nú bæði á batavegi og sýna okkur það á hverjum degi hvað ástin er sterk. Það er lang stærsta og besta jólagjöfin sem ég mun fá þetta árið að sjá þau rísa upp á ný, komast heim og fái lífið sitt til baka.“ Hún segir ekki hægt að lýsa með orðum hvað hún hafi verið hrædd um að missa báða foreldra sína. Þetta hafi verið hennar stærsti lærdómur að ganga í gegnum þessar raunir með þeim. „Þessi áskorun hefur kennt mér að lífið er stutt og foreldrar mínir eru ekki ódauðleg eins og mér hefur alltaf þótt þau vera! Ég fékk tækifæri til að læra að elska allt lífið upp á nýtt. Fjölskyldan skiptir mig öllu máli í lífinu og það er sama hvar ég verð í heiminum þá slær hjartað þitt heitast þar sem rótin mín er, hjá fólkinu mínu.“ Þakklát starfsfólki heilbrigðisstofnanna Maríanna segist hafa mýkst um heilan helling vegna þessarar lífsreynslu. Kærleikurinn og einlægnin hafi verið hennar leynivopn. Hún tekur fram þakklæti til Borgarspítalans, Landspítalans og Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. „Læknateymið, hjúkrunarfræðingarnir, sjúkraliðarnir og sjúkraþjálfararnir. Þvílíkur eðalmannskapur sem á þúsundfalt hrós fyrir.“ Maríanna segist sérlega þakklát kærastanum sínum Guðmundi Inga Hjartarsyni sem hafi staðið við bak hennar eins og klettur. Hún hlakkar til komandi árs. „Árið 2025 markar upphaf á einhverju mjög fallegu hja okkur fjölskyldunni. Ég hlakka til að deila með ykkur fréttum fljótlega af nýju upphafi en við ætlum að búa til töfra á nýju ári niður við sjó á Seltjarnanesi.“
Ástin og lífið Tengdar fréttir „Margoft verið haldið framhjá mér“ Maríanna Pálsdóttir eigandi Snyrtistofu Reykjavíkur segir gríðarlega mikilvægt að pör ræði eins fljótt og hægt er sín á milli um framhjáhald í upphafi sambandsins. Mikilvægt sé að gildin séu á hreinu en Maríanna segist sjálf hafa velt því fyrir sér um tíma hvort hún væri með mastersgráðu í að láta halda framhjá sér. 20. júní 2024 10:30 Mest lesið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Sonur Tinu Turner látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Lífið Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Fleiri fréttir „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Sjá meira
„Margoft verið haldið framhjá mér“ Maríanna Pálsdóttir eigandi Snyrtistofu Reykjavíkur segir gríðarlega mikilvægt að pör ræði eins fljótt og hægt er sín á milli um framhjáhald í upphafi sambandsins. Mikilvægt sé að gildin séu á hreinu en Maríanna segist sjálf hafa velt því fyrir sér um tíma hvort hún væri með mastersgráðu í að láta halda framhjá sér. 20. júní 2024 10:30