Enski boltinn

Amorim hefur ekki hug­mynd um hversu lengi hann verður að laga United

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Manchester United hefur aðeins unnið fjóra af tíu leikjum undir stjórn Rubens Amorim.
Manchester United hefur aðeins unnið fjóra af tíu leikjum undir stjórn Rubens Amorim. getty/Marc Atkins

Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, segist ekki hafa hugmynd um hversu langan tíma það tekur fyrir Rauðu djöflana að verða betri.

United tapaði 2-0 fyrir Wolves í gær. Þetta var fjórða tap liðsins í sjö leikjum í ensku úrvalsdeildinni undir stjórn Amorims.

Eftir leikinn á Molineux var Amorim spurður að því hvað það tæki langan tíma fyrir United að bæta sig. Svarið var ekki beint uppörvandi fyrir stuðningsmenn liðsins.

„Ég hef ekki hugmynd. Ekki hugmynd. Í staðinn fyrir að ég reyni að skilja hversu langan tíma það tekur þá snýst þetta um að bæta sig dag frá degi, horfa á myndbönd, nota hverja einustu mínútu á æfingum og reyna að ná í einhver stig því það er mikilvægt á þessum tímapunkti,“ sagði Amorim.

„Hugmyndin þarfnast tíma. Þetta verður erfitt. Við erum langt frá lokatakmarkinu og þannig er það. Við þurfum að halda áfram og einbeita okkur að næsta leik.“

United er í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með einungis 22 stig eftir átján leiki. Næsti leikur liðsins er gegn Newcastle United á Old Trafford á mánudaginn.


Tengdar fréttir

Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum

Ruben Amorim stýrði Manchester United í ensku úrvalsdeildinni sjöunda sinn í gærkvöldi og tapaði 2-0. Þetta var fjórða deildartapið frá því að hann tók við, sem enginn í þjálfari í sögu félagsins hefur verið jafn fljótur að gera.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×