Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. desember 2024 12:15 Brynhildur Pétursdóttir er framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna vill benda neytendum á að þeir eigi mun ríkari og rýmri skilarétt ef vörurnar sem þeir vilja skila hafa verið keyptar á netinu fremur en í hefðbundnum verslunum. Neytandi á að geta skilað vöru sem keypt er á netinu fjórtán dögum eftir að hann fær hana í hendur. Í dag er fyrsti formlegi opnunardagur verslana eftir hinar hefðbundu lokanir yfir jólahátíðina en viðbúið er að fjöldi fólks streymi í verslanir og verslunarmiðstöðvar í dag til að skipta þeim gjöfum sem ekki henta af einhverjum ástæðum. Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, hvetur fólk til þess að vera ekkert að draga það á langinn að skila vörum. „Vandamálið er oft ef það er byrjuð útsala, þær geta byrjað fljótlega eftir áramót. Sú viðtekna venja hefur skapast að neytandi á rétt á að fá fullt verð fyrir inneignanótuna en að sama skapi þá getur seljandi sagt, þú færð notað hana eftir að útsalan er búin.“ Brynhildur segir að Neytendasamtökin vilji fá vita af því ef seljendur neita að taka við gjafabréfum þegar neytendur versla á komandi janúarútsölu. Inneignarnóta og gjafabréf sé alls ekki það sama. „Eins ættu gjafabréf að gilda í fjögur ár, það er eðlilegt, það er almennur fyrningarfrestur á kröfum þannig að ef að gjafabréf eru með mjög stuttan gildistíma þá gerum við líka athugasemdir við það.“ Nú á tímum er verslun mikið farin að færast yfir á netið og því viðbúið að margir landsmenn hafi fengið gjafir sem keyptar hafa verið á netinu. „Þegar vara er keypt á netinu þá er mun ríkari skilaréttur og þá getur neytandi skilað vöru 14 dögum eftir að hann fær hann í hendur eða látið vita að hann ætli að skila vörunni og koma henni svo til seljanda og þarf ekkert að gefa neinar skýringar á því.“ Það sama gildi um útsöluvörur á netinu. „Seljendur, margir hverjir, halda að ef vara er á útsölu þá sé ekki hægt að skila henni en ef þeir eru að selja útsöluvörur á netinu þá gildir þessi skilaréttur.“ Neytendur Verslun Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Sjá meira
Í dag er fyrsti formlegi opnunardagur verslana eftir hinar hefðbundu lokanir yfir jólahátíðina en viðbúið er að fjöldi fólks streymi í verslanir og verslunarmiðstöðvar í dag til að skipta þeim gjöfum sem ekki henta af einhverjum ástæðum. Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, hvetur fólk til þess að vera ekkert að draga það á langinn að skila vörum. „Vandamálið er oft ef það er byrjuð útsala, þær geta byrjað fljótlega eftir áramót. Sú viðtekna venja hefur skapast að neytandi á rétt á að fá fullt verð fyrir inneignanótuna en að sama skapi þá getur seljandi sagt, þú færð notað hana eftir að útsalan er búin.“ Brynhildur segir að Neytendasamtökin vilji fá vita af því ef seljendur neita að taka við gjafabréfum þegar neytendur versla á komandi janúarútsölu. Inneignarnóta og gjafabréf sé alls ekki það sama. „Eins ættu gjafabréf að gilda í fjögur ár, það er eðlilegt, það er almennur fyrningarfrestur á kröfum þannig að ef að gjafabréf eru með mjög stuttan gildistíma þá gerum við líka athugasemdir við það.“ Nú á tímum er verslun mikið farin að færast yfir á netið og því viðbúið að margir landsmenn hafi fengið gjafir sem keyptar hafa verið á netinu. „Þegar vara er keypt á netinu þá er mun ríkari skilaréttur og þá getur neytandi skilað vöru 14 dögum eftir að hann fær hann í hendur eða látið vita að hann ætli að skila vörunni og koma henni svo til seljanda og þarf ekkert að gefa neinar skýringar á því.“ Það sama gildi um útsöluvörur á netinu. „Seljendur, margir hverjir, halda að ef vara er á útsölu þá sé ekki hægt að skila henni en ef þeir eru að selja útsöluvörur á netinu þá gildir þessi skilaréttur.“
Neytendur Verslun Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Sjá meira