Prjóna ullarsokka fyrir hermenn í Úkraínu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. desember 2024 20:04 Mæðgurnar Aðalbjörg og Guðný á Selfossi, sem eiga heiðurinn af ullarsokkaprjónaverkefninu fyrir hermennina í Úkraínu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hópur kvenna á Suðurlandi vinnur nú hörðum höndum þessa dagana við að prjóna ullarsokka fyrir hermenn í Úkraínu eftir að ósk barst frá hermönnunum um hlýja og góða sokka. Stefnt er að því að senda um hundrað pör af sokkum til Úkraínu um miðjan næsta mánuð. Mæðgurnar Aðalbjörg Runólfsdóttir og Guðný Gunnarsdóttir eru í forsvari fyrir ullarsokkaverkefnið en þær eru búsettar á Selfossi og hafa fengið margar konur í viðbót með sér í verkefnið en vilja endilega að fleiri taki þátt í verkefninu. Mæðgurnar hafa einu sinni áður tekið svona verkefni að sér fyrir Úkraínu og sendu þá stóra sendingu út af ullarsokkum, sem mikil ánægja var með. Aðalbjörg á íslenskan vin í Úkraínu með konu og börn, sem hefur tekið að sér að koma ullarsokkunum til hermannanna. „Þetta gefur okkur rosalega mikið að gera þetta, alveg ofboðslega mikið. Manni líður svo vel og þetta einhvern vegin lífgar upp á dimma veturinn hjá okkur,” segir Aðalbjörg og bætir við. „Þetta eru hlýir og góðir sokkar, sem við prjónum úr íslenskri ull, sem er það besta, sem þú færð.” Aðalbjörg segist með daglegum störfum vera tvö kvöld að prjóna parið en hún vill endilega fá fleiri með í verkefnið þannig að það sé hægt að senda stóra sending af sokkum til Úkraínu 15. janúar næstkomandi. „Stelpur, verið duglegar að prjóna ullarsokka fyrir hermenn, stærð 41 til 47,” segir hún alsæl með prjónaverkefni þeirra mæðgna. Aðalbjörg segir að það taki sig tvö kvöld að prjóna sokkapar af ullarsokkum. Hún hvetur alla sem vilja vera með að setja sig í samband við sig á Facebook til að fá nánari upplýsingar um verkefnið.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég vona að við fáum, sem flestar konur til þess að hjálpa okkur við að koma þessu út. Karlmannssokka með háu stroffi, það er óskin. Ég er búin að virkja margar af mínum kunningjakonum til þess að prjóna,” segir Guðný. En hvað með karlana, geta þeir ekki líka prjónað ullarsokka? „Jú auðvitað, þeir eiga alveg eins að getað prjónað sokka eins og við, maðurinn minn prjónaði þegar hann var ungur,” segir Guðný. Facebooksíða Aðalbjargar vegna prjónaverkefnisins Árborg Úkraína Sauðfé Landbúnaður Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira
Mæðgurnar Aðalbjörg Runólfsdóttir og Guðný Gunnarsdóttir eru í forsvari fyrir ullarsokkaverkefnið en þær eru búsettar á Selfossi og hafa fengið margar konur í viðbót með sér í verkefnið en vilja endilega að fleiri taki þátt í verkefninu. Mæðgurnar hafa einu sinni áður tekið svona verkefni að sér fyrir Úkraínu og sendu þá stóra sendingu út af ullarsokkum, sem mikil ánægja var með. Aðalbjörg á íslenskan vin í Úkraínu með konu og börn, sem hefur tekið að sér að koma ullarsokkunum til hermannanna. „Þetta gefur okkur rosalega mikið að gera þetta, alveg ofboðslega mikið. Manni líður svo vel og þetta einhvern vegin lífgar upp á dimma veturinn hjá okkur,” segir Aðalbjörg og bætir við. „Þetta eru hlýir og góðir sokkar, sem við prjónum úr íslenskri ull, sem er það besta, sem þú færð.” Aðalbjörg segist með daglegum störfum vera tvö kvöld að prjóna parið en hún vill endilega fá fleiri með í verkefnið þannig að það sé hægt að senda stóra sending af sokkum til Úkraínu 15. janúar næstkomandi. „Stelpur, verið duglegar að prjóna ullarsokka fyrir hermenn, stærð 41 til 47,” segir hún alsæl með prjónaverkefni þeirra mæðgna. Aðalbjörg segir að það taki sig tvö kvöld að prjóna sokkapar af ullarsokkum. Hún hvetur alla sem vilja vera með að setja sig í samband við sig á Facebook til að fá nánari upplýsingar um verkefnið.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég vona að við fáum, sem flestar konur til þess að hjálpa okkur við að koma þessu út. Karlmannssokka með háu stroffi, það er óskin. Ég er búin að virkja margar af mínum kunningjakonum til þess að prjóna,” segir Guðný. En hvað með karlana, geta þeir ekki líka prjónað ullarsokka? „Jú auðvitað, þeir eiga alveg eins að getað prjónað sokka eins og við, maðurinn minn prjónaði þegar hann var ungur,” segir Guðný. Facebooksíða Aðalbjargar vegna prjónaverkefnisins
Árborg Úkraína Sauðfé Landbúnaður Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira