Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2024 08:32 Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir hafa allar komist á verðlaunapall á heimsleikunum. Vísir/eyþór Draumur margra verður að veruleika í næsta mánuði þegar þrjár öflugustu CrossFit konur Íslandssögunnar taka höndum saman og keppa í sama liði á stóru CrossFit móti. Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir hafa ákveðið að tefla fram liði á TYR Wodapalooza mótinu í næsta mánuði. Þessar þrjár komu dóttur nafninu á CrossFit kortið á sínum tíma og þær ætla nú að taka síðasta dansinn saman. Anníe, Katrín og Sara þekkja það vel að keppa á Wodapalooza mótinu en bara í einstaklingskeppninni. Nú keppa þær saman í liði í fyrsta sinn. Anníe Mist og Katrín Tanja hafa báðar orðið tvisvar heimsmeistarar í CrossFit og Sara komst einnig tvisvar á verðlaunapall heimsleikanna. Lengi voru þær allar í úrvalshópi bestu CrossFit kvenna heims. TYR Wodapalooza mótið fer fram á Miami Beach frá 23. til 26. janúar 2025. Anníe Mist mun þarna snúa til baka eftir að hún varð móðir í annað skiptið og Katrín Tanja er að koma til baka eftir bakmeiðsli sem héldu henni frá keppni á stærstum hluta síðasta tímabils. Sara er einnig að koma til baka eftir langa glímu sína við hnémeiðsli. Katrín Tanja hafði áður tilkynnt að hún væri hætt að keppa í CrossFit en Katrín ákvað greinilega að taka eina keppni í viðbót til að loka hringnum með íslenskum vinkonum sínum. Anníe Mist grínaðist með það í athugasemdum við formlega tilkynningu Wodapalooza að hún þyrfti nú að taka sig í gegn en hún eignaðist sitt annað barn, Atlas Týr Ægidius Frederiksson, í lok apríl síðastliðnum. View this post on Instagram A post shared by The TYR Wodapalooza (@wodapalooza) CrossFit Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Fyrsta tap Cavs síðan fjórða febrúar Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Dagskráin í dag: Íslandsmóti í keilu og Lögmál leiksins Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ Martin stigahæstur í stórsigri United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjá meira
Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir hafa ákveðið að tefla fram liði á TYR Wodapalooza mótinu í næsta mánuði. Þessar þrjár komu dóttur nafninu á CrossFit kortið á sínum tíma og þær ætla nú að taka síðasta dansinn saman. Anníe, Katrín og Sara þekkja það vel að keppa á Wodapalooza mótinu en bara í einstaklingskeppninni. Nú keppa þær saman í liði í fyrsta sinn. Anníe Mist og Katrín Tanja hafa báðar orðið tvisvar heimsmeistarar í CrossFit og Sara komst einnig tvisvar á verðlaunapall heimsleikanna. Lengi voru þær allar í úrvalshópi bestu CrossFit kvenna heims. TYR Wodapalooza mótið fer fram á Miami Beach frá 23. til 26. janúar 2025. Anníe Mist mun þarna snúa til baka eftir að hún varð móðir í annað skiptið og Katrín Tanja er að koma til baka eftir bakmeiðsli sem héldu henni frá keppni á stærstum hluta síðasta tímabils. Sara er einnig að koma til baka eftir langa glímu sína við hnémeiðsli. Katrín Tanja hafði áður tilkynnt að hún væri hætt að keppa í CrossFit en Katrín ákvað greinilega að taka eina keppni í viðbót til að loka hringnum með íslenskum vinkonum sínum. Anníe Mist grínaðist með það í athugasemdum við formlega tilkynningu Wodapalooza að hún þyrfti nú að taka sig í gegn en hún eignaðist sitt annað barn, Atlas Týr Ægidius Frederiksson, í lok apríl síðastliðnum. View this post on Instagram A post shared by The TYR Wodapalooza (@wodapalooza)
CrossFit Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Fyrsta tap Cavs síðan fjórða febrúar Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Dagskráin í dag: Íslandsmóti í keilu og Lögmál leiksins Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ Martin stigahæstur í stórsigri United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjá meira