Angus MacInnes er látinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 31. desember 2024 10:20 Angus MacInnes í hlutverki Jon Vander ásamt Carrie Fisher í hlutverki Leiu Geimgengils þar sem þau eru að undirbúa árás á Helstirnið. 20th Century Fox Kanadíski leikarinn Angus MacInnes er látinn 77 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Jon Vander eða „Gullni leiðtogi“ í fyrstu Stjörnustríðsmyndinni. Fjölskylda MacInnes greindi frá andláti hans á opinberri læksíðu leikarans á Facebook. Þar kemur fram að hann hafi látist friðsællega umkringdur fjölskyldu sinni á þorláksmessu. Ekki kemur fram hver orsök andlátsins var. MacInnes fæddist 27. október 1947 í borginni Windsor í Ontario í Kanada. Fyrsta hlutverk hans á stóra skjánum var smávægileg rulla í dystópíu-íþróttamyndinni Rollerball. Aðeins tveimur árum síðar landaði hann sínu þekktasta hlutverki sem Jon „Dutch“ Vander í Stjörnustríði árið 1977. Költfígúra meðal aðdáenda Persónan sem gekk einnig undir nafninu „Gullni leiðtogi“ var einn af flugmönnum uppreisnarhersins sem tóku þátt í og létust við að eyðileggja Helstirnið. Rulla MacInnes var ekki stór en hann var þrátt fyrir það í miklu uppáhaldi hjá aðdáendum Stjörnustríðsmyndanna og var tíður gestur á ráðstefnum í tengslum við myndirnar. Rödd hans var síðan aftur notuð í myndinni Rogue One: A Star Wars Story árið 2016. MacInnes lék í um fjörutíu kvikmyndum og sjónvarpsþáttum á ferli sínum sem spannaði um fjóra áratugi. Auk fyrrnefndra mynda lék hann einnig í Witness árið 1985 sem spillti lögregluþjónninn Fergie, sem hokkíspilarinn Jean LaRose í grínmyndinni Strange Brew og í smærri hlutverkum í Superman II, Hellraiser II, Judge Dredd, Eyes Wide Shut, Hellboy og Captain Phillips. Andlát Star Wars Kanada Hollywood Mest lesið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið „Þetta virkar ekki alveg saman“ Lífið Fleiri fréttir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Sjá meira
Fjölskylda MacInnes greindi frá andláti hans á opinberri læksíðu leikarans á Facebook. Þar kemur fram að hann hafi látist friðsællega umkringdur fjölskyldu sinni á þorláksmessu. Ekki kemur fram hver orsök andlátsins var. MacInnes fæddist 27. október 1947 í borginni Windsor í Ontario í Kanada. Fyrsta hlutverk hans á stóra skjánum var smávægileg rulla í dystópíu-íþróttamyndinni Rollerball. Aðeins tveimur árum síðar landaði hann sínu þekktasta hlutverki sem Jon „Dutch“ Vander í Stjörnustríði árið 1977. Költfígúra meðal aðdáenda Persónan sem gekk einnig undir nafninu „Gullni leiðtogi“ var einn af flugmönnum uppreisnarhersins sem tóku þátt í og létust við að eyðileggja Helstirnið. Rulla MacInnes var ekki stór en hann var þrátt fyrir það í miklu uppáhaldi hjá aðdáendum Stjörnustríðsmyndanna og var tíður gestur á ráðstefnum í tengslum við myndirnar. Rödd hans var síðan aftur notuð í myndinni Rogue One: A Star Wars Story árið 2016. MacInnes lék í um fjörutíu kvikmyndum og sjónvarpsþáttum á ferli sínum sem spannaði um fjóra áratugi. Auk fyrrnefndra mynda lék hann einnig í Witness árið 1985 sem spillti lögregluþjónninn Fergie, sem hokkíspilarinn Jean LaRose í grínmyndinni Strange Brew og í smærri hlutverkum í Superman II, Hellraiser II, Judge Dredd, Eyes Wide Shut, Hellboy og Captain Phillips.
Andlát Star Wars Kanada Hollywood Mest lesið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið „Þetta virkar ekki alveg saman“ Lífið Fleiri fréttir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Sjá meira