Þau eiga hvort um sig nokkur börn af fyrra sambandi.

Hin 42 ára Hödd starfaði um árabil í fjölmiðlum, fyrst sem fréttamaður á Morgunblaðinu og síðar á 365 miðlum, en þar var hún fréttamaður og dagskrárgerðarmaður í Íslandi í dag. Hún er í dag eigandi og framkvæmdastjóri almannatengslafyrirtækisins Kvis sem hún stofnaði 2015.
Áður en Hödd fór í fjölmiðla var hún framkvæmdastjóri Sambands ungra Sjálfstæðismanna og þar áður vann hún hjá Vodafone, meðal annars á fyrirtækjasviði.
Hinn 45 ára Kjartan Vídó Ólafsson er Vestmanneyingur, búsettur í Garðabæ, sem hefur frá 2018 starfað sem markaðsstjóri Handknattleikssamband Íslands. Hann starfaði þar áður hjá Guðmundi Arasyni ehf.
Það var greinilega stuð hjá Kjartani í gær því hann setti einnig mynd í Instagram-hringrásina af sér að fá sér pulsu með vinkonum sínum, fjölmiðlakonunni Ingu Lind Karlsdóttur og Áslaugu Huldu Jónsdóttur, fyrrverandi aðstoðarmanni Áslaugar Örnu.
