Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Kjartan Kjartansson skrifar 2. janúar 2025 09:12 Yoav Gallant, fyrrverandi varnarmálaráðherra Ísraels. epa/Michael Reynolds Yoav Gallant, fyrrverandi varnarmálaráðherra í ríkisstjórn Benjamíns Netanjahú í Ísrael, tilkynnti um afsögn sína sem þingmaður á nýársdag. Bæði Gallant og Netanjahú eiga handtökuskipun vegna stríðsglæpa í stríðinu við Hamas yfir höfði sér. Netanjahú sparkaði Gallant úr ríkisstjórn sinni í nóvember en varnarmálaráðherrann var oft á öndverðum meiði við forsætisráðherrann og harðlínumenn í ríkisstjórninni. Í myndbandsávarpi í gær tilkynnti Gallant að hann ætlaði að segja af sér þingmennsku, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Það er eins á vígvellinum og í almannaþjónustu. Það eru augnablik þar sem maður verður að staldra við, meta stöðuna og velja stefnuna til þess að ná settum markmiðum,“ sagði Gallant. Gallant, sem er fyrrverandi hershöfðingi úr Ísraelsher, var meðal annars ósammála Netanjahú og félögum um undanþágur frá herskyldu fyrir strangtrúaða gyðinga. Hann vildi ganga lengra í að afnema undanþáguna sem hefur verið við lýði í áratugi í Ísrael. Netanjahú rak Gallant fyrst í mars 2023 eftir að varnarmálaráðherrann lagðist gegn afar umdeildum áformum ríkisstjórnarinnar um að draga úr áhrifum hæstaréttar landsins. Brottreksturinn varð kveikjan að fjöldamótmælum. Netanjahú sá sér þann kost vænstan að draga brottreksturinn til baka vegna þeirra. Alþjóðasakamáladómstóllinn gaf út handtökuskipun á hendur báðum mönnum vegna stríðsglæpa og glæpa gegn mannkyninu í stríði Ísraelshers gegn Hamas á Gasaströndinni í nóvember. Leiðtogar Hamas eru einnig sakaðir um sömu glæpi. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í Haag hefur gefið út handtökuskipanir á hendur Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, Yoav Gallant, fyrrverandi varnarmálaráðherra Ísrael, og gegn Mohammed Diab Ibrahim Al-Masri og tveimur öðrum leiðtogum Hamas-samtakanna sem er dánir. 21. nóvember 2024 12:13 Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísraels, hefur verið gert að víkja úr starfi af Benjamín Netanjahú forsætisráðherra. 5. nóvember 2024 18:34 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Sjá meira
Netanjahú sparkaði Gallant úr ríkisstjórn sinni í nóvember en varnarmálaráðherrann var oft á öndverðum meiði við forsætisráðherrann og harðlínumenn í ríkisstjórninni. Í myndbandsávarpi í gær tilkynnti Gallant að hann ætlaði að segja af sér þingmennsku, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Það er eins á vígvellinum og í almannaþjónustu. Það eru augnablik þar sem maður verður að staldra við, meta stöðuna og velja stefnuna til þess að ná settum markmiðum,“ sagði Gallant. Gallant, sem er fyrrverandi hershöfðingi úr Ísraelsher, var meðal annars ósammála Netanjahú og félögum um undanþágur frá herskyldu fyrir strangtrúaða gyðinga. Hann vildi ganga lengra í að afnema undanþáguna sem hefur verið við lýði í áratugi í Ísrael. Netanjahú rak Gallant fyrst í mars 2023 eftir að varnarmálaráðherrann lagðist gegn afar umdeildum áformum ríkisstjórnarinnar um að draga úr áhrifum hæstaréttar landsins. Brottreksturinn varð kveikjan að fjöldamótmælum. Netanjahú sá sér þann kost vænstan að draga brottreksturinn til baka vegna þeirra. Alþjóðasakamáladómstóllinn gaf út handtökuskipun á hendur báðum mönnum vegna stríðsglæpa og glæpa gegn mannkyninu í stríði Ísraelshers gegn Hamas á Gasaströndinni í nóvember. Leiðtogar Hamas eru einnig sakaðir um sömu glæpi.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í Haag hefur gefið út handtökuskipanir á hendur Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, Yoav Gallant, fyrrverandi varnarmálaráðherra Ísrael, og gegn Mohammed Diab Ibrahim Al-Masri og tveimur öðrum leiðtogum Hamas-samtakanna sem er dánir. 21. nóvember 2024 12:13 Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísraels, hefur verið gert að víkja úr starfi af Benjamín Netanjahú forsætisráðherra. 5. nóvember 2024 18:34 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Sjá meira
Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í Haag hefur gefið út handtökuskipanir á hendur Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, Yoav Gallant, fyrrverandi varnarmálaráðherra Ísrael, og gegn Mohammed Diab Ibrahim Al-Masri og tveimur öðrum leiðtogum Hamas-samtakanna sem er dánir. 21. nóvember 2024 12:13
Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísraels, hefur verið gert að víkja úr starfi af Benjamín Netanjahú forsætisráðherra. 5. nóvember 2024 18:34