Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. janúar 2025 19:31 Ingrid Kuhlman framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar lumar á á ýmsum góðum ráðum. Vísir/Vilhelm Of margir ruglast á áramótaheitum og markmiðum. Margir setja sér ekki nægilega sértæk markmið um áramótin, sem eru ekki heldur endilega besti tíminn fyrir slíkt þrátt fyrir allt. Þetta segir Ingrid Kuhlman framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar sem ræddi áramótaheitin í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ingrid segir eðlilegt að flestir horfi til þess að gera upp gamla árið og líti til þess hvað það langi að gera öðruvísi á nýju ári. Mikilvægt sé þó að vera raunverulega tilbúinn í breytingar. Sértæk markmið skila árangri „Við megum heldur ekki rugla saman áramótaheitum og markmiðum af því að áramótaheit eru oft rosalega almenn og óljós. „Ég ætla að hreyfa mig meira“ og „ég ætla að vera betri manneskja eða kærleiksríkara foreldri,“ eða eitthvað slíkt. Það er ekki markmið það er ásetningur. Ingrid segir marga rugla þessu saman. Markmið séu sértækari. Í stað þess að heita því að hreyfa sig meira eigi að setja sér til dæmis það markmið að fara í ræktina þrisvar í viku. Hún segir það vera markmið, það sé hægt að mæla. Svo þurfi líka að huga að tilgangi markmiðanna. „Hver er tilganurinn? Ekki bara að setja sér markmið, eins og maður segir á þessum tíma ársins, þá flykkjast allir í ræktina, kaupa sér árskort. Það er kannski vegna þess að það er verið að auglýsa þetta en ekki endilega það sem mig langar að gera. Kannski er betra fyrir mig að fá mér hund, fara út í náttúruna og í göngutúr á hverjum degi. Maður þarf svolítið að hugsa: Af hverju er ég að gera þetta? Hefur þetta gildi fyrir mig?“ Óljósu markmiðin og of mörg markmið Ingrid segir algengustu mistökin sem fólk geri sé að setja sér óljós markmið sem ekki sé hægt að mæla. Svo geri margir þau mistök að setja sér of mörg markmið. „Ég ætla að hætta að drekka, hætta að reykja, byrja í ræktinni, líka að fara í nám. Það er of mikið, því markmiðasetning innifelur breytingu. Við þurfum að fórna einhverju, við þurfum að leggja eitthvað á okkur til að ná markmiði þannig það er fínt að taka bara eitt markmið fyrir í einu, ná því og setja sér síðan næsta markmið.“ Ingrid segir ýmsar leiðir til í myndinni. Sumir setji sér markmið eftir ársfjórðungum. Ein leið sé svo að minnka stóru markmiðin, gera minna í einu. „Við skrifum ekki bók í einu lagi. Við skrifum einn kafla eða eina blaðsíðu. Þannig það er líka hægt að taka stórt markmið og skipta því þá niður í minni einingar, viðráðanlegri einingar. Þannig að þá verður þetta stóra fjall sem er óviðráðanlegt allt í einu að góðu markmiði, af því að ég ætla að gera eitthvað lítið á hverjum degi eða hverri viku eða hverjum mánuði.“ Tímamót Heilsa Áramót Bítið Mest lesið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Sjá meira
Þetta segir Ingrid Kuhlman framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar sem ræddi áramótaheitin í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ingrid segir eðlilegt að flestir horfi til þess að gera upp gamla árið og líti til þess hvað það langi að gera öðruvísi á nýju ári. Mikilvægt sé þó að vera raunverulega tilbúinn í breytingar. Sértæk markmið skila árangri „Við megum heldur ekki rugla saman áramótaheitum og markmiðum af því að áramótaheit eru oft rosalega almenn og óljós. „Ég ætla að hreyfa mig meira“ og „ég ætla að vera betri manneskja eða kærleiksríkara foreldri,“ eða eitthvað slíkt. Það er ekki markmið það er ásetningur. Ingrid segir marga rugla þessu saman. Markmið séu sértækari. Í stað þess að heita því að hreyfa sig meira eigi að setja sér til dæmis það markmið að fara í ræktina þrisvar í viku. Hún segir það vera markmið, það sé hægt að mæla. Svo þurfi líka að huga að tilgangi markmiðanna. „Hver er tilganurinn? Ekki bara að setja sér markmið, eins og maður segir á þessum tíma ársins, þá flykkjast allir í ræktina, kaupa sér árskort. Það er kannski vegna þess að það er verið að auglýsa þetta en ekki endilega það sem mig langar að gera. Kannski er betra fyrir mig að fá mér hund, fara út í náttúruna og í göngutúr á hverjum degi. Maður þarf svolítið að hugsa: Af hverju er ég að gera þetta? Hefur þetta gildi fyrir mig?“ Óljósu markmiðin og of mörg markmið Ingrid segir algengustu mistökin sem fólk geri sé að setja sér óljós markmið sem ekki sé hægt að mæla. Svo geri margir þau mistök að setja sér of mörg markmið. „Ég ætla að hætta að drekka, hætta að reykja, byrja í ræktinni, líka að fara í nám. Það er of mikið, því markmiðasetning innifelur breytingu. Við þurfum að fórna einhverju, við þurfum að leggja eitthvað á okkur til að ná markmiði þannig það er fínt að taka bara eitt markmið fyrir í einu, ná því og setja sér síðan næsta markmið.“ Ingrid segir ýmsar leiðir til í myndinni. Sumir setji sér markmið eftir ársfjórðungum. Ein leið sé svo að minnka stóru markmiðin, gera minna í einu. „Við skrifum ekki bók í einu lagi. Við skrifum einn kafla eða eina blaðsíðu. Þannig það er líka hægt að taka stórt markmið og skipta því þá niður í minni einingar, viðráðanlegri einingar. Þannig að þá verður þetta stóra fjall sem er óviðráðanlegt allt í einu að góðu markmiði, af því að ég ætla að gera eitthvað lítið á hverjum degi eða hverri viku eða hverjum mánuði.“
Tímamót Heilsa Áramót Bítið Mest lesið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“