„Þeir eru örugglega sáttir að vinna okkur ekki aftur fyrr en 2045“ Andri Már Eggertsson skrifar 2. janúar 2025 22:24 Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, var svekktur eftir tap kvöldsins Vísir/Anton Brink Keflavík tapaði gegn Álftanesi á heimavelli 87-89 í spennandi leik. Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, var svekktur eftir leik. „Það var súrt að tapa þessu í lokin en við vorum sjálfum okkur verstir. Við fengum á okkur mikið af sóknarfráköstum, töpuðum boltanum mikið og við þurfum að skora meira en 87 stig ef við ætlum að vinna körfuboltaleiki,“ sagði Pétur Ingvarsson ósáttur með margt í spilamennsku Keflavíkur. Staðan var jöfn í hálfleik en Álftanes byrjaði síðari hálfleik á að gera fyrstu sautján stigin sem gerði Keflavík mjög erfitt fyrir. „Þeir gerðu sautján stig í röð og við áttum lítil svör. Það var grunnurinn að þessum sigri hjá þeim og þeir settu stór skot þegar við vorum að nálgast þetta. Þó það hafi munað litlu að við hefðum jafnað undir lokin þá töpuðum við of mörgum boltum og fengum á okkur of mikið af sóknarfráköstum.“ „Jarell fékk tvær ódýrar villur og við þurftum að taka hann út af því hann var kominn með fjórar villur sem riðlaði okkar leik. Það fór svolítið með þetta en þeir spiluðu líka flotta vörn og voru góðir. “ Leikurinn var æsispennandi undir lokin og Keflavík átti möguleika á að jafna eða komast yfir en að mati Péturs tapaðist leikurinn ekki þar. „Það var margt í þessu sem hefði getað farið öðruvísi og þá hefðum við unnið en það gerðist ekki. Þeir unnu þetta, stóðu sig vel og þetta var góður sigur hjá þeim. Þeir voru búnir að bíða lengi eftir þessu og Álftanes hefur aldrei unnið Keflavík í Keflavík. Þeir eru örugglega sáttir að vinna okkur ekki aftur fyrr en 2045 það er ágætt,“ sagði Pétur Ingvarsson að lokum. Keflavík ÍF Bónus-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Sjá meira
„Það var súrt að tapa þessu í lokin en við vorum sjálfum okkur verstir. Við fengum á okkur mikið af sóknarfráköstum, töpuðum boltanum mikið og við þurfum að skora meira en 87 stig ef við ætlum að vinna körfuboltaleiki,“ sagði Pétur Ingvarsson ósáttur með margt í spilamennsku Keflavíkur. Staðan var jöfn í hálfleik en Álftanes byrjaði síðari hálfleik á að gera fyrstu sautján stigin sem gerði Keflavík mjög erfitt fyrir. „Þeir gerðu sautján stig í röð og við áttum lítil svör. Það var grunnurinn að þessum sigri hjá þeim og þeir settu stór skot þegar við vorum að nálgast þetta. Þó það hafi munað litlu að við hefðum jafnað undir lokin þá töpuðum við of mörgum boltum og fengum á okkur of mikið af sóknarfráköstum.“ „Jarell fékk tvær ódýrar villur og við þurftum að taka hann út af því hann var kominn með fjórar villur sem riðlaði okkar leik. Það fór svolítið með þetta en þeir spiluðu líka flotta vörn og voru góðir. “ Leikurinn var æsispennandi undir lokin og Keflavík átti möguleika á að jafna eða komast yfir en að mati Péturs tapaðist leikurinn ekki þar. „Það var margt í þessu sem hefði getað farið öðruvísi og þá hefðum við unnið en það gerðist ekki. Þeir unnu þetta, stóðu sig vel og þetta var góður sigur hjá þeim. Þeir voru búnir að bíða lengi eftir þessu og Álftanes hefur aldrei unnið Keflavík í Keflavík. Þeir eru örugglega sáttir að vinna okkur ekki aftur fyrr en 2045 það er ágætt,“ sagði Pétur Ingvarsson að lokum.
Keflavík ÍF Bónus-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Sjá meira