Sport

„Þekkt fyrir að breyta mínútum í meistara­verk“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sara Sigmundsdóttir keppir tvisvar sinnum í þessum mánuði og vonandi heldur skrokkurinn.
Sara Sigmundsdóttir keppir tvisvar sinnum í þessum mánuði og vonandi heldur skrokkurinn. @sarasigmunds

Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir hefur misst af mörgum mótum á síðustu árum vegna meiðsla en Suðurnesjakonan ætlar að snúa til baka með látum í fyrsta mánuði nýs árs.

Sara sagði frá því á miðlum sinum að hún hafi eytt jólahátíðinni á Íslandi en sé nú komin aftur út til Dúbaí.

Þar kom líka fram að fyrsti mánuður ársins verður viðburðaríkur hjá Söru.

„Ég er þekkt fyrir að breyta mínútum í meistaraverk, það er að fylla dagana af verkefnum ekki síst á ferðadögum,“ skrifaði Sara. Það tekur ófáa klukkutímana að fljúga til Dúbaí og Sara notar tímann á leiðinni greinilega vel.

„Bara sisona er tími minn heima á Íslandi á enda. Nú er að snúa aftur í rútínuna í Dúbaí,“ skrifaði Sara.

Hún er að undirbúa sig fyrir tvö mót í janúar.

Fyrst keppir hún á Stormleikunum í Sameinuðu arabísku furstadæmunum frá 18. til 19 janúar en svo flýgur hún til Miami í Bandaríkjunum til að keppa á TYR Wodapalooza mótinu frá 23. til 26. janúar.

Á Wodapalooza mótinu keppir hún í sama liði og Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir. Það bíða margir spenntir eftir að sjá þessar þrjár frábæru íslensku CrossFit konur vinna saman í keppni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×