Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Kjartan Kjartansson skrifar 3. janúar 2025 09:03 Sæþór Benjamín Randalsson, stjórnarmaður í Eflingu, (t.v.) líkir Aðalgeir Ásvaldssyni, framkvæmdastjóra SVEIT, (t.h.) við trúð og kallar veitingahúsaeigendur og viðskiptavini þeirra sníkjudýr. Vísir Framkvæmdastjóri SVEIT segir málflutning stjórnarmanns í Eflingu verkalýðshreyfingunni til skammar. Stjórnarmaðurinn líkti veitingahúsaeigendum og viðskiptavinum veitingahúsa við sníkjudýr. Sæþór Benjamín Randalsson, stjórnarmaður í Eflingu, lýsti veitingageiranum sem „leikvelli fyrir misheppnuð börn auðmanna“ í færslu sem hann skrifaði á Facebook á mánudag. Eigendur veitingahúsa krefðust hagnaðar af þeim til þess að fjármagna „íburðarmikinn lífsstíl“ sinn. „Eigendur eru sníkjudýraflokkur, sem koma til móts við aðeins lægri flokk sníkjudýra,“ skrifaði Sæþór sem situr einnig í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins. Fyrr í færslunni hélt Sæþór því fram að miðstéttarfólki sem sækti veitingastaði hefði verið „mútað“ með löngum hádegisverði, stuttum vinnudögum og háum launum. Með færslunni fylgdi mynd af Aðalgeir Ásvaldssyni, framkvæmdastjóra SVEIT, samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, sem Sæþór hafði teiknað á trúðsgervi. Skjáskot af færslu Sæþórs Benjamíns Randalssonar, stjórnarmanns Eflingar.Skjáskot Aðalgeir segir ummæli Sæþórs sýna viðhorf forsvarsmanna Eflingar svart á hvítu í aðsendri grein sem hann skrifaði á Vísi í morgun. Þau einkennist af málefnafátækt, upphrópanastíl, ósannindagraut og veruleikafirringu. „Málflutningur af þessu tagi er íslenskri verkalýðshreyfingu til skammar, en sýnir á sama tíma á hvaða leið Efling er í fordæmalausri aðför að íslenskum veitingageira,“ skrifar Aðalgeir. Deilur um meintan „gervikjarasamning“ Forsvarsfólk Eflingar og SVEIT hafa eldað grátt silfur saman að undanförnu. Efling hefur ítrekað sakað SVEIT um að standa að baki Virðingu sem sé „gervistéttarfélag“ sem hlunnfari starfsfólk veitingahúsa. Kjarasamningur sem SVEIT og Virðing hafi undirritað sé „gervikjarasamningur“. Á Þorláksmessu nafngreindi Efling fimm veitingastaði sem félagið hélt fram að stæði að baki Virðingu. Í kjölfarið skrifaði Aðalgeir grein þar sem hann sagði Eflingu stærstu ógnina við starfsöryggi starfsfólks veitingahúsa. Ummæli Sæþórs á mánudags voru sett fram í samhengi við þau orð. Í grein sinni í dag endurbirtir Aðalgeir nokkur ummæla Sæþórs, meðal annars um sníkjudýr og þar sem starfsfólki veitingahúsa var líkt við fanga. „Hvert erum við komin í kjarasamningsmálum þegar þetta viðhorf, þessi sýn, mótar samningsaðila? Hvernig á nokkur að geta sest að samningaborði við verkalýðshreyfingu með milljarða á milli handanna þegar svona hugsanir ráða för?“ skrifar Aðalgeir. Kjaramál Veitingastaðir Stéttarfélög Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Tengdar fréttir Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Aðalgeir Ásvaldsson framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingarmarkaði, SVEIT, segir stærstu ógnina við starfsöryggi starfsmanna veitingastaða á Íslandi verkalýðshreyfinguna og kjarasamningana sem gerðir voru fyrir hönd stéttarinnar. 30. desember 2024 11:30 Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Skyndibitakeðjan Subway er á meðal fimm veitingastaða og fyrirtækja sem stéttarfélagið Efling sakar um að standa að baki því sem það kallar „gervikjarasamning“ sem hlunnfari starfsfólk. Fyrirtækin hafi ekki svarað erindum Eflingar. 23. desember 2024 13:40 Mest lesið Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Viðskipti innlent Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Viðskipti innlent Ráðin til forystustarfa hjá Origo Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Kaupir Horn III út úr Líflandi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Sjá meira
Sæþór Benjamín Randalsson, stjórnarmaður í Eflingu, lýsti veitingageiranum sem „leikvelli fyrir misheppnuð börn auðmanna“ í færslu sem hann skrifaði á Facebook á mánudag. Eigendur veitingahúsa krefðust hagnaðar af þeim til þess að fjármagna „íburðarmikinn lífsstíl“ sinn. „Eigendur eru sníkjudýraflokkur, sem koma til móts við aðeins lægri flokk sníkjudýra,“ skrifaði Sæþór sem situr einnig í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins. Fyrr í færslunni hélt Sæþór því fram að miðstéttarfólki sem sækti veitingastaði hefði verið „mútað“ með löngum hádegisverði, stuttum vinnudögum og háum launum. Með færslunni fylgdi mynd af Aðalgeir Ásvaldssyni, framkvæmdastjóra SVEIT, samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, sem Sæþór hafði teiknað á trúðsgervi. Skjáskot af færslu Sæþórs Benjamíns Randalssonar, stjórnarmanns Eflingar.Skjáskot Aðalgeir segir ummæli Sæþórs sýna viðhorf forsvarsmanna Eflingar svart á hvítu í aðsendri grein sem hann skrifaði á Vísi í morgun. Þau einkennist af málefnafátækt, upphrópanastíl, ósannindagraut og veruleikafirringu. „Málflutningur af þessu tagi er íslenskri verkalýðshreyfingu til skammar, en sýnir á sama tíma á hvaða leið Efling er í fordæmalausri aðför að íslenskum veitingageira,“ skrifar Aðalgeir. Deilur um meintan „gervikjarasamning“ Forsvarsfólk Eflingar og SVEIT hafa eldað grátt silfur saman að undanförnu. Efling hefur ítrekað sakað SVEIT um að standa að baki Virðingu sem sé „gervistéttarfélag“ sem hlunnfari starfsfólk veitingahúsa. Kjarasamningur sem SVEIT og Virðing hafi undirritað sé „gervikjarasamningur“. Á Þorláksmessu nafngreindi Efling fimm veitingastaði sem félagið hélt fram að stæði að baki Virðingu. Í kjölfarið skrifaði Aðalgeir grein þar sem hann sagði Eflingu stærstu ógnina við starfsöryggi starfsfólks veitingahúsa. Ummæli Sæþórs á mánudags voru sett fram í samhengi við þau orð. Í grein sinni í dag endurbirtir Aðalgeir nokkur ummæla Sæþórs, meðal annars um sníkjudýr og þar sem starfsfólki veitingahúsa var líkt við fanga. „Hvert erum við komin í kjarasamningsmálum þegar þetta viðhorf, þessi sýn, mótar samningsaðila? Hvernig á nokkur að geta sest að samningaborði við verkalýðshreyfingu með milljarða á milli handanna þegar svona hugsanir ráða för?“ skrifar Aðalgeir.
Kjaramál Veitingastaðir Stéttarfélög Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Tengdar fréttir Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Aðalgeir Ásvaldsson framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingarmarkaði, SVEIT, segir stærstu ógnina við starfsöryggi starfsmanna veitingastaða á Íslandi verkalýðshreyfinguna og kjarasamningana sem gerðir voru fyrir hönd stéttarinnar. 30. desember 2024 11:30 Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Skyndibitakeðjan Subway er á meðal fimm veitingastaða og fyrirtækja sem stéttarfélagið Efling sakar um að standa að baki því sem það kallar „gervikjarasamning“ sem hlunnfari starfsfólk. Fyrirtækin hafi ekki svarað erindum Eflingar. 23. desember 2024 13:40 Mest lesið Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Viðskipti innlent Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Viðskipti innlent Ráðin til forystustarfa hjá Origo Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Kaupir Horn III út úr Líflandi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Sjá meira
Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Aðalgeir Ásvaldsson framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingarmarkaði, SVEIT, segir stærstu ógnina við starfsöryggi starfsmanna veitingastaða á Íslandi verkalýðshreyfinguna og kjarasamningana sem gerðir voru fyrir hönd stéttarinnar. 30. desember 2024 11:30
Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Skyndibitakeðjan Subway er á meðal fimm veitingastaða og fyrirtækja sem stéttarfélagið Efling sakar um að standa að baki því sem það kallar „gervikjarasamning“ sem hlunnfari starfsfólk. Fyrirtækin hafi ekki svarað erindum Eflingar. 23. desember 2024 13:40