Bjóða fólki í kuldaþjálfun Elísabet Inga Sigurðardóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 3. janúar 2025 11:33 Agnieszka og Laura eru fastagestir í Nauthólsvík yfir vetrartímann. Stöð 2 Hópur fólks kemur saman tvisvar í viku á Ylströndinni í Nauthólsvík í þeim tilgangi að reyna að sigrast á kuldanum. Þar fer fram svokölluð kuldaþjálfun þar sem fólk fer á sundfötunum í snjóinn, tekur nokkur dansspor, hrópar, hlær og fer svo að lokum út í ískaldan sjóinn. Agnieszka segir gaman að vera í hópnum og hvetur alla til að taka þátt. Þau byrji á skemmtilegri upphitun sem inniheldur meðal annars hláturjóga og sjá til þess að þau séu jákvæð fyrir því að fara í erfiðar aðstæður og sjóinn sem er mjög kaldur þessa dagana. Hjálpi fólki að takast betur á við lífið Agnieszka segir að tilgangurinn með þessum samkomum í Nauthólsvík sé skýr. „Að bæta heilsu sérstaklega. Að vera saman í svona erfiðu ástandi það líka hjálpar í venjulegu lífi þegar við komum í erfitt ástand eins og stress. Það gerir það betra. Líka ef fólk á erfitt með kulda þá þjálfar það öll kerfin í líkamanum.“ Fréttamaður og myndatökumaður Stöðvar 2 mættu í Nauthólsvík í gærkvöldi og skrásettu hvað fer þar fram á dimmu janúarkvöldi. Hin tíu ára Laura hefur reglulega tekið þátt með hópnum og lætur lágt hitastig ekki stöðva sig. Agnieszka segir að fleiri úr bekknum hennar hafi komið en Laura hafi verið duglegust að mæta aftur og demba sér í kaldan sjóinn, enda ekki fyrir alla. Agnieszka ítrekar að allir séu velkomnir að mæta í kuldaþjálfunina í Nauthólsvík á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 18. Reykjavík Sjósund Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Agnieszka segir gaman að vera í hópnum og hvetur alla til að taka þátt. Þau byrji á skemmtilegri upphitun sem inniheldur meðal annars hláturjóga og sjá til þess að þau séu jákvæð fyrir því að fara í erfiðar aðstæður og sjóinn sem er mjög kaldur þessa dagana. Hjálpi fólki að takast betur á við lífið Agnieszka segir að tilgangurinn með þessum samkomum í Nauthólsvík sé skýr. „Að bæta heilsu sérstaklega. Að vera saman í svona erfiðu ástandi það líka hjálpar í venjulegu lífi þegar við komum í erfitt ástand eins og stress. Það gerir það betra. Líka ef fólk á erfitt með kulda þá þjálfar það öll kerfin í líkamanum.“ Fréttamaður og myndatökumaður Stöðvar 2 mættu í Nauthólsvík í gærkvöldi og skrásettu hvað fer þar fram á dimmu janúarkvöldi. Hin tíu ára Laura hefur reglulega tekið þátt með hópnum og lætur lágt hitastig ekki stöðva sig. Agnieszka segir að fleiri úr bekknum hennar hafi komið en Laura hafi verið duglegust að mæta aftur og demba sér í kaldan sjóinn, enda ekki fyrir alla. Agnieszka ítrekar að allir séu velkomnir að mæta í kuldaþjálfunina í Nauthólsvík á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 18.
Reykjavík Sjósund Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira