Innlent

Lentu með veikan far­þega í Kefla­vík

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. Peter Zay/Anadolu via Getty

Lenda þurfti flugvél bandaríska flugfélagsins American Airlines, sem var á leið frá London til Charlotte í Bandaríkjunum, á Keflavíkurflugvelli í dag. Ástæðan voru veikindi farþega um borð.

Ríkisútvapið greinir frá þessu, og segir að vélin hafi verið í um tvo tíma í loftinu þegar breyta þurfti leið hennar og stefna á Keflavíkurflugvöll. Þar hafi vélinni verið lent á sjötta tímanum í kvöld.

Um tveimur klukkustundum síðar, upp úr klukkan hálf átta, hafi vélinni verið flogið frá Keflavík og aftur af stað til Charlotte. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×