Veður

Vind­strengir ná mögu­lega storm­styrk í kvöld

Eiður Þór Árnason skrifar
Hvassara verður á Suðausturlandi og Austurlandi.
Hvassara verður á Suðausturlandi og Austurlandi. vísir/vilhelm

Í dag gengur í norðan 8 til 15 metra á sekúndu og búast má við hvassari vindi í vindstrengjum á Suðausturlandi og Austfjörðum undir kvöld. Ná strengirnir jafnvel stormstyrk á þessum slóðum þegar líða fer á kvöldið.

Stormur jafngildir vindi sem nær 20,8 til 24,4 metrum á sekúndu. Útlit er fyrir él eða snjókomu á Norður- og Austurlandi, en léttskýjað sunnan heiða. Frost 3 til 13 stig. Svipað veður á morgun en dregur úr vindi og ofankomu annað kvöld, að því er fram kemur í spá Veðurstofu Íslands.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag: Norðan 8-15 m/s, en 15-20 í vindstrengjum á Suðausturlandi og Austfjörðum. Él á Norður- og Austurlandi, en léttskýjað um landið sunnan- og vestanvert. Frost 2 til 10 stig.

Á þriðjudag: Breytileg átt 3-10 og snjókoma með köflum á vestanverðu landinu. Norðan 5-13 austantil með stöku éljum. Frost 3 til 14 stig, kaldast inn til landsins.

Á miðvikudag: Norðlæg átt 3-8 og víða léttskýjað, en 8-13 og lítilsháttar él með austurströndinni. Kólnar enn frekar í veðri.

Á fimmtudag: Suðvestlæg átt og víða léttskýjað, en skýjað vestanlands með stöku éljum. Frost 2 til 15 stig, minnst vestast á landinu.

Á föstudag: Suðaustanátt með slyddu eða rigningu sunnanlands og hita 1 til 6 stig. Þurrt norðantil og minnkandi frost.

Á laugardag: Útlit fyrir vaxandi suðlæga átt með rigningu, einkum á sunnanverðu landinu. Hlýnandi veður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×