Amorim segir leikmenn sína hrædda Sindri Sverrisson skrifar 5. janúar 2025 14:32 Rúben Amorim hefur átt afar krefjandi byrjun sem knattspyrnustjóri Manchester United. Getty/Ash Donelon Gengi Manchester United hefur verið afleitt í vetur og ekki skánað með komu portúgalska stjórans Rúbens Amorim. Tapi United gegn Liverpool í dag yrði það fjórða tap liðsins í röð í ensku úrvalsdeildinni, sem ekki hefur gerst í 46 ár. United hefur tapað síðustu þremur deildarleikjum, gegn Bournemouth, Wolves og Newcastle, án þess að skora eitt einasta mark. Ef liðið tapar í dag og skorar ekki mark, fjórða leikinn í röð, yrði það í fyrsta sinn síðan í apríl 1909, eða fyrir 116 árum. „Þið sjáið það á andlitinu mínu og getið borið það saman við það þegar ég kom hingað,“ sagði Amorim þegar hann ræddi um pressuna sem er á honum og United-liðinu, sem situr í 14. sæti. „Auðvitað er mikil pressa. Fyrir mér snýst þetta um stoltið og frammistöðuna. Það er allt erfiðara þegar við stöndum okkur ekki vel,“ sagði Amorim samkvæmt grein BBC. United hefur ekki unnið á Anfield síðan í janúar 2016 þegar Wayne Rooney skoraði sigurmarkið. United skoraði síðast mark á Anfield í desember 2018, og hefur því mistekist það í fimm síðustu heimsóknum. Amorim, sem tók við United í nóvember, vill sjá leikmenn sína óhræddari á vellinum: „Þeir eru óöruggir, stundum hræddir á vellinum,“ sagði Amorim um leikmennina en hann hefur kallað eftir því að fleiri leiðtogar stígi fram. „Við þurfum á því að halda að leiðtogarnir axli ábyrgð og hjálpi hinum strákunum, og ég er ábyrgastur fyrir því að frammistaðan batni. Maður sér að leikmenn eru að reyna, stundum af of mikilli örvæntingu, of hræddir við að spila fótbolta því þetta er erfið staða og við viljum hjálpa leikmönnunum að verða betri,“ sagði Amorim. Leikur Liverpool og Manchester United hefst klukkan 16:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Enski boltinn Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Sjá meira
United hefur tapað síðustu þremur deildarleikjum, gegn Bournemouth, Wolves og Newcastle, án þess að skora eitt einasta mark. Ef liðið tapar í dag og skorar ekki mark, fjórða leikinn í röð, yrði það í fyrsta sinn síðan í apríl 1909, eða fyrir 116 árum. „Þið sjáið það á andlitinu mínu og getið borið það saman við það þegar ég kom hingað,“ sagði Amorim þegar hann ræddi um pressuna sem er á honum og United-liðinu, sem situr í 14. sæti. „Auðvitað er mikil pressa. Fyrir mér snýst þetta um stoltið og frammistöðuna. Það er allt erfiðara þegar við stöndum okkur ekki vel,“ sagði Amorim samkvæmt grein BBC. United hefur ekki unnið á Anfield síðan í janúar 2016 þegar Wayne Rooney skoraði sigurmarkið. United skoraði síðast mark á Anfield í desember 2018, og hefur því mistekist það í fimm síðustu heimsóknum. Amorim, sem tók við United í nóvember, vill sjá leikmenn sína óhræddari á vellinum: „Þeir eru óöruggir, stundum hræddir á vellinum,“ sagði Amorim um leikmennina en hann hefur kallað eftir því að fleiri leiðtogar stígi fram. „Við þurfum á því að halda að leiðtogarnir axli ábyrgð og hjálpi hinum strákunum, og ég er ábyrgastur fyrir því að frammistaðan batni. Maður sér að leikmenn eru að reyna, stundum af of mikilli örvæntingu, of hræddir við að spila fótbolta því þetta er erfið staða og við viljum hjálpa leikmönnunum að verða betri,“ sagði Amorim. Leikur Liverpool og Manchester United hefst klukkan 16:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Enski boltinn Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Sjá meira