„Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Hjörvar Ólafsson skrifar 5. janúar 2025 22:42 Elentínus Guðjón Margeirsson er Keflvíkingur í húð og hár. Mynd/Keflavík Elentínus Guðjón Margeirsson stýrði kvennaliði Keflavíkur í körfubolta til sigurs í frumraun sinni í brúnni hjá liðinu en hann tók við keflinu í stafni liðsins eftir að Friðrik Ingi Rúnarsson lét af störfum suður með sjó um miðjan desember síðastliðinn. „Þetta var heilt yfir bara flott frammistaða hjá liðinu fyrir utan stuttan kafla í upphafi þriðja leikhluta. Liðsvörnin var flott og flæðið var gott í sóknarleiknum fyrir utan smá hik þegar við komum inn í seinni hálfleikinn,“ sagði Elentínus Guðjón eftir sigurinn gegn Val í 12. umferð Bónus-deildarinnar í Blue-höllinni í Keflavík í kvöld. „Anna Ingunn átti stórkostlega innkomu inn í þennan leik og það var frábært að sjá hana geisla af sjálfstrausti og spila svona vel þegar við þurftum á framlagi að halda. Annars áttu allar sem spiluðu í kvöld góðan leik og liðið spilaði heilt yfir vel,“ sagði Elentínus Guðjón enn fremur. „Við fórum vel yfir varnarleikinn okkar í fríinu yfir hátíðarnar og ég var mjög ánægður með hvernig við framkvæmdum það sem við höfum verið að fara yfir hvað varðar vörnina hjá okkur. Sóknarleikurinn var svo lungann úr leiknum góður en við getum bætt okkur á báðum endum vallarins,“ sagði hann. Aðspurður um hvort hann hafi áhuga á að stýra Keflavíkurliðinu áfram sagði Elentínus: „Þetta er mjög skemmtilegur hópur ég hef mjög gaman að því að vinna með þessum leikmönnum. Við höfum rætt málin hvað varðar áframhaldið en það hefur ekkert verið ákveðið. Ég hef klárlega áhuga á að halda áfram að stýra liðinu og klára tímabilið í brúnni.“ Bónus-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Körfubolti Fleiri fréttir Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Ólympíufari lést í eldsvoða Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Dagskráin í dag: Úrslitaleikir og hitað upp fyrir úrslitakeppnina „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Sjá meira
„Þetta var heilt yfir bara flott frammistaða hjá liðinu fyrir utan stuttan kafla í upphafi þriðja leikhluta. Liðsvörnin var flott og flæðið var gott í sóknarleiknum fyrir utan smá hik þegar við komum inn í seinni hálfleikinn,“ sagði Elentínus Guðjón eftir sigurinn gegn Val í 12. umferð Bónus-deildarinnar í Blue-höllinni í Keflavík í kvöld. „Anna Ingunn átti stórkostlega innkomu inn í þennan leik og það var frábært að sjá hana geisla af sjálfstrausti og spila svona vel þegar við þurftum á framlagi að halda. Annars áttu allar sem spiluðu í kvöld góðan leik og liðið spilaði heilt yfir vel,“ sagði Elentínus Guðjón enn fremur. „Við fórum vel yfir varnarleikinn okkar í fríinu yfir hátíðarnar og ég var mjög ánægður með hvernig við framkvæmdum það sem við höfum verið að fara yfir hvað varðar vörnina hjá okkur. Sóknarleikurinn var svo lungann úr leiknum góður en við getum bætt okkur á báðum endum vallarins,“ sagði hann. Aðspurður um hvort hann hafi áhuga á að stýra Keflavíkurliðinu áfram sagði Elentínus: „Þetta er mjög skemmtilegur hópur ég hef mjög gaman að því að vinna með þessum leikmönnum. Við höfum rætt málin hvað varðar áframhaldið en það hefur ekkert verið ákveðið. Ég hef klárlega áhuga á að halda áfram að stýra liðinu og klára tímabilið í brúnni.“
Bónus-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Körfubolti Fleiri fréttir Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Ólympíufari lést í eldsvoða Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Dagskráin í dag: Úrslitaleikir og hitað upp fyrir úrslitakeppnina „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Sjá meira