Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. janúar 2025 10:03 Ný ríkisstjórn ákvað að gera breytingar á ráðuneytum sem í einhverjum tilfellum hefur áhrif á störf embættismanna innan stjórnarráðsins. Vísir/samsett Þrír ráðuneytisstjórar, sem stýrt hafa háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðuneyti, menningar- og viðskiptaráðuneyti og félags- og vinnumarkaðsráðuneyti, hafa verið fluttir til í starfi innan stjórnarráðsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórnarráðinu en þannig hefur Gissur Pétursson látið af embætti ráðuneytisstjóra í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu að eigin ósk en mun starfa áfram sem sérfræðingur í sama ráðuneyti. Þá hefur verið gert samkomulag við Ásdísi Höllu Bragadóttur um að hún verði færð í embætti ráðuneytisstjóra í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu í stað Gissurar. Nafn ráðuneytisins mun breytast í félags- og húsnæðismálaráðuneyti þann 1. mars en Ásdís Halla hefur gegnt embætti ráðuneytisstjóra í háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu frá 2022 þegar hún var skipuð af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur. Ásdís Halla hefur meðal annars áður starfað sem framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins, sem aðstoðarmaður Björns Bjarnasonar þegar hann var menntamálaráðherra, og var bæjarstjóri í Garðabæ. Ásdís Halla var fyrst skipuð tímabundið ráðuneytisstjóri en sú skipun var brot að lögum að mati umboðsmanns Alþingis. Fram kemur í tilkynningu að Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra og Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra hafi gert samkomulag við Ásdísi Höllu um flutning hennar í embætti ráðuneytisstjóra í ráðuneyti Ingu Sæland.Vísir/Vilhelm Sigrún Brynja Einarsdóttir tekur við sem ráðuneytisstjóri í því ráðuneyti í stað Ásdísar Höllu, en nýtt nafn þess ráðuneytis verður menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneyti í mars. Sigrún Brynja hefur verið ráðuneytisstjóri í menningar- og viðskiptaráðuneytinu frá 2023, en líkt og kunnugt er ákvað ný ríkisstjórn að ráðuneytið verði lagt niður og verkefni þess færð undir önnur ráðuneyti. Umræddar breytingar hafa þegar tekið gildi að því er fram kemur í tilkynningunni. Fréttin hefur verið uppfærð. Vistaskipti Stjórnsýsla Tengdar fréttir Ásdís Halla nýr ráðuneytisstjóri háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefr skipað Ásdísi Höllu Bragadóttur í embætti ráðuneytisstjóra. Alls sóttu átta um stöðuna, sem var auglýst 3. febrúar og rann umsóknarfrestur út 28. febrúar. 13. apríl 2022 16:55 Gissur verður ráðuneytastjóri í nýju félagsmálaráðuneyti Gissur Pétursson, núverandi forstjóri Vinnumálastofnunar, tekur við embætti ráðuneytisstjóra nýstofnaðs félagsmálaráðuneytis frá 1. janúar næstkomandi. 14. desember 2018 13:48 Skipuð ráðuneytisstjóri í ráðuneyti Lilju Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra hefur skipað Sigrúnu Brynju Einarsdóttur í embætti ráðuneytisstjóra í menningar- og viðskiptaráðuneytinu til fimm ára frá og með 1. apríl næstkomandi. 7. mars 2023 12:50 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórnarráðinu en þannig hefur Gissur Pétursson látið af embætti ráðuneytisstjóra í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu að eigin ósk en mun starfa áfram sem sérfræðingur í sama ráðuneyti. Þá hefur verið gert samkomulag við Ásdísi Höllu Bragadóttur um að hún verði færð í embætti ráðuneytisstjóra í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu í stað Gissurar. Nafn ráðuneytisins mun breytast í félags- og húsnæðismálaráðuneyti þann 1. mars en Ásdís Halla hefur gegnt embætti ráðuneytisstjóra í háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu frá 2022 þegar hún var skipuð af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur. Ásdís Halla hefur meðal annars áður starfað sem framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins, sem aðstoðarmaður Björns Bjarnasonar þegar hann var menntamálaráðherra, og var bæjarstjóri í Garðabæ. Ásdís Halla var fyrst skipuð tímabundið ráðuneytisstjóri en sú skipun var brot að lögum að mati umboðsmanns Alþingis. Fram kemur í tilkynningu að Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra og Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra hafi gert samkomulag við Ásdísi Höllu um flutning hennar í embætti ráðuneytisstjóra í ráðuneyti Ingu Sæland.Vísir/Vilhelm Sigrún Brynja Einarsdóttir tekur við sem ráðuneytisstjóri í því ráðuneyti í stað Ásdísar Höllu, en nýtt nafn þess ráðuneytis verður menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneyti í mars. Sigrún Brynja hefur verið ráðuneytisstjóri í menningar- og viðskiptaráðuneytinu frá 2023, en líkt og kunnugt er ákvað ný ríkisstjórn að ráðuneytið verði lagt niður og verkefni þess færð undir önnur ráðuneyti. Umræddar breytingar hafa þegar tekið gildi að því er fram kemur í tilkynningunni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Vistaskipti Stjórnsýsla Tengdar fréttir Ásdís Halla nýr ráðuneytisstjóri háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefr skipað Ásdísi Höllu Bragadóttur í embætti ráðuneytisstjóra. Alls sóttu átta um stöðuna, sem var auglýst 3. febrúar og rann umsóknarfrestur út 28. febrúar. 13. apríl 2022 16:55 Gissur verður ráðuneytastjóri í nýju félagsmálaráðuneyti Gissur Pétursson, núverandi forstjóri Vinnumálastofnunar, tekur við embætti ráðuneytisstjóra nýstofnaðs félagsmálaráðuneytis frá 1. janúar næstkomandi. 14. desember 2018 13:48 Skipuð ráðuneytisstjóri í ráðuneyti Lilju Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra hefur skipað Sigrúnu Brynju Einarsdóttur í embætti ráðuneytisstjóra í menningar- og viðskiptaráðuneytinu til fimm ára frá og með 1. apríl næstkomandi. 7. mars 2023 12:50 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Sjá meira
Ásdís Halla nýr ráðuneytisstjóri háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefr skipað Ásdísi Höllu Bragadóttur í embætti ráðuneytisstjóra. Alls sóttu átta um stöðuna, sem var auglýst 3. febrúar og rann umsóknarfrestur út 28. febrúar. 13. apríl 2022 16:55
Gissur verður ráðuneytastjóri í nýju félagsmálaráðuneyti Gissur Pétursson, núverandi forstjóri Vinnumálastofnunar, tekur við embætti ráðuneytisstjóra nýstofnaðs félagsmálaráðuneytis frá 1. janúar næstkomandi. 14. desember 2018 13:48
Skipuð ráðuneytisstjóri í ráðuneyti Lilju Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra hefur skipað Sigrúnu Brynju Einarsdóttur í embætti ráðuneytisstjóra í menningar- og viðskiptaráðuneytinu til fimm ára frá og með 1. apríl næstkomandi. 7. mars 2023 12:50