Innlent

Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún

Jón Þór Stefánsson skrifar
Mynd frá vettvangi
Mynd frá vettvangi Vísir/Sammi

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu vinnur nú að því að slökkva í eldi sem kviknaði í ruslagámi við Klambratún í Reykjavík. Útkall barst um níuleytið í kvöld.

Stefán Kristinsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu, segir í samtali við fréttastofu að talið sé að um „flugeldagám“ sé að ræða.

Líklega hafi einhver ekki verið nægjanlega þolinmóður þegar hann setti flugeld sem ekki var alveg búið að slökkva á í gáminn. Þá sé ekki útilokað að einhver hafi kveikt í honum vísvitandi.

Gámurinn stendur sér og því skapar eldurinn ekki neina frekari eldhættu. „En þetta er reykur og leiðindi og gámurinn fer illa.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×