The Guardian greinir frá því að David Sullivan, stærsti eigandi West Ham, hafi rætt við Graham Potter í gær og boðið honum að taka við liðinu.
Lopetegui tók við West Ham af David Moyes í sumar. Illa hefur gengið hjá liðinu í vetur og það er í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Í síðustu umferð tapaði West Ham, 4-1, fyrir meisturum Manchester City.
West Ham ræddi einnig við Potter í síðasta mánuði þegar það munaði litlu að Lopetegui yrði sagt upp. Nú virðist fátt geta komið í veg fyrir það.
Potter hefur verið án starfs síðan hann var látinn fara frá Chelsea í apríl 2023. Hann stýrði liðinu aðeins í sjö mánuði. Potter hefur einnig þjálfað Östersund, Swansea City og Brighton.
Næsti leikur West Ham er gegn Fulham eftir viku.