Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. janúar 2025 14:34 Guðmundur Ari Sigurjónsson var kjörinn þingflokksformaður, Arna Lára Jónsdóttir verður varaformaður stjórnar þingflokks og Kristján Þórður Snæbjarnarson ritari. Guðmundur Ari Sigurjónsson, nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, hefur verið útnefndur þingflokksformaður flokksins. Tillaga Kristrúnar Frostadóttur þess efnis var samþykkt á þingflokksfundi Samfylkingarinnar í dag. Dagur B. Eggertsson kemst ekki á blað í stjórn þingflokksins. Fram kemur í tilkynningu frá flokknum að stjórn þingflokks Samfylkingar hafi verið kjörin á þingflokksfundi í dag. Guðmundur Ari Sigurjónsson var kjörinn þingflokksformaður, Arna Lára Jónsdóttir verður varaformaður stjórnar þingflokks og Kristján Þórður Snæbjarnarson ritari. Öll eru þau nýir þingmenn flokksins. Fram kemur í tilkynningunni að kosningin hafi verið samhljóða og samkvæmt tillögu formanns. Guðmundur Ari tekur við stöðu þingflokksformanns af Loga Einarssyni sem nú hefur tekið til starfa sem menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra. „Það er mikil ábyrgð og heiður sem fylgir því vera formaður í þingflokki jafnaðarmanna. Samfylkingin hefur átt öflugan þingflokk og eftir kosningar fjölgaði verulega í hópnum. Ég hlakka til að vinna með þessu fjölhæfa fólki í góðu samstarfi við ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur og aðra flokka á Alþingi. Við höfum verk að vinna,“ er haft eftir Guðmundi Ara um kjörið í tilkynningunni. Guðmundur Ari hefur verið formaður framkvæmdastjórnar í Samfylkingunni frá landsfundi haustið 2022 en lætur nú af þeirri stöðu. Hann hefur setið í sveitarstjórn á Seltjarnarnesi frá árinu 2014. Dagur ekki á blaði Margir höfðu velt vöngum yfir því hvort Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri, yrði útnefndur þingflokksformaður. Þótt Dagur sé einnig nýr á þingi líkt og Guðmundur Ari er hann einn reynslumesti stjórnmálamaðurinn í þingflokki Samfylkingarinnar, þó af vettvangi sveitarstjórnarmála. Ummæli Kristrúnar Frostadóttur, sem birtust opinberlega í aðdraganda kosninga, þar sem hún segir Dag vera aukaleikara og ekki ráðherraefni flokksins vöktu mikla athylgi og umtal. Nú liggur fyrir að Dagur verður hvorki ráðherra né þingflokksformaður. Enn á eftir að koma í ljós hverjir fara með formennsku í þingnefndum og gegna hlutverki varaforseta Alþingis. Fréttin hefur verið uppfærð. Samfylkingin Alþingi Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá flokknum að stjórn þingflokks Samfylkingar hafi verið kjörin á þingflokksfundi í dag. Guðmundur Ari Sigurjónsson var kjörinn þingflokksformaður, Arna Lára Jónsdóttir verður varaformaður stjórnar þingflokks og Kristján Þórður Snæbjarnarson ritari. Öll eru þau nýir þingmenn flokksins. Fram kemur í tilkynningunni að kosningin hafi verið samhljóða og samkvæmt tillögu formanns. Guðmundur Ari tekur við stöðu þingflokksformanns af Loga Einarssyni sem nú hefur tekið til starfa sem menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra. „Það er mikil ábyrgð og heiður sem fylgir því vera formaður í þingflokki jafnaðarmanna. Samfylkingin hefur átt öflugan þingflokk og eftir kosningar fjölgaði verulega í hópnum. Ég hlakka til að vinna með þessu fjölhæfa fólki í góðu samstarfi við ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur og aðra flokka á Alþingi. Við höfum verk að vinna,“ er haft eftir Guðmundi Ara um kjörið í tilkynningunni. Guðmundur Ari hefur verið formaður framkvæmdastjórnar í Samfylkingunni frá landsfundi haustið 2022 en lætur nú af þeirri stöðu. Hann hefur setið í sveitarstjórn á Seltjarnarnesi frá árinu 2014. Dagur ekki á blaði Margir höfðu velt vöngum yfir því hvort Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri, yrði útnefndur þingflokksformaður. Þótt Dagur sé einnig nýr á þingi líkt og Guðmundur Ari er hann einn reynslumesti stjórnmálamaðurinn í þingflokki Samfylkingarinnar, þó af vettvangi sveitarstjórnarmála. Ummæli Kristrúnar Frostadóttur, sem birtust opinberlega í aðdraganda kosninga, þar sem hún segir Dag vera aukaleikara og ekki ráðherraefni flokksins vöktu mikla athylgi og umtal. Nú liggur fyrir að Dagur verður hvorki ráðherra né þingflokksformaður. Enn á eftir að koma í ljós hverjir fara með formennsku í þingnefndum og gegna hlutverki varaforseta Alþingis. Fréttin hefur verið uppfærð.
Samfylkingin Alþingi Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sjá meira