Enski boltinn

Rosický gæti snúið aftur til Arsenal

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tomás Rosický fagnar bikarmeistaratitlinum 2014.
Tomás Rosický fagnar bikarmeistaratitlinum 2014. getty/Paul Gilham

Tomás Rosický þykir líklegastur til að verða næsti íþróttastjóri Arsenal. Hann þekkir vel til hjá félaginu.

Arsenal er í leit að nýjum íþróttastjóra eftir að Edu, fyrrverandi leikmaður liðsins, hætti.

The Guardian greinir frá því að hinn tékkneski Rosický sé líklegastur til að taka við starfinu. Hann hefur verið íþróttastjóri hjá Spörtu Prag í heimalandinu síðan 2018.

Jason Ayto hefur gengt starfi íþróttastjóra Arsenal síðan Edu hætti en ólíklegt þykir að hann verði ráðinn til frambúðar sökum reynsluleysis.

Ef Arsenal ræður Rosický myndi hann þó væntanlega ekki taka til starfa hjá félaginu fyrr en eftir þetta tímabil.

Rosický lék með Arsenal á árunum 2006-16, alls 247 leiki fyrir liðið. Hann varð bikarmeistari með Skyttunum 2014.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×