Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar 8. janúar 2025 10:32 Það er áhugavert, jafnvel kaldhæðnislegt, að fylgjast með þeim sem hafna vísindum þegar þau segja okkur óþægilegar staðreyndir, en grípa á lofti vísindalegar fullyrðingar ef þær henta hugmyndafræði þeirra. Þetta ósamræmi er áberandi í umræðum um loftslagsbreytingar og jafnvel samfélagsmál eins og kynvitund. Vísindin hafa leitt í ljós ótrúlega flókið kerfi alheimsins. Til dæmis sýna rannsóknir að svarthol geta sveigt tímarúmið svo mikið að þau virka sem „göng“ milli tíma og rúms, og þyngdaraflið þeirra er svo sterkt að ekkert sleppur, ekki einu sinni ljós. Á sama hátt sýnir skammtafræði okkur að agnir geta verið á fleiri en einum stað í einu, hugmynd sem brýtur algjörlega gegn eðlilegri skynsemi. Þessar staðreyndir vekja upp spurningar um hvernig við skiljum veruleikann. Þrátt fyrir að þær séu flóknar og erfitt sé að meðtaka þær, treysta flestir á niðurstöður vísindanna í þessum efnum. Hvers vegna ætti þá sami vísindalegi grunnur ekki að eiga við um loftslagsbreytingar eða önnur félagsleg og umhverfisleg málefni? Þegar vísindin styðja „þægilega“ hugmyndafræði Margir sem hafna loftslagsbreytingum gera það oft vegna þess að niðurstöðurnar kalla á breytingar sem ógnar hagsmunum þeirra eða lífsstíl. Sama fólk vísar hins vegar stundum í „vísindalegar staðreyndir“ til að styðja einfaldaða fullyrðingu um að það séu aðeins tvö kyn, líkt og vísindin séu aðeins „rétt“ þegar þau passa við fyrirfram ákveðnar hugmyndir. En líkt og alheimurinn er ekki einfaldur, eru kyn og loftslag heldur ekki einfaldar tvíhyggjuhugmyndir. Vísindin hafa sýnt fram á að kynvitund og líffræðilegt kyn eru flóknari en tvískipting karls og konu. Á sama hátt hafa vísindin staðfest að loftslagið er að breytast og athafnir manna hafa haft afgerandi áhrif á þá þróun. Þægindi umfram sannindi Afneitun loftslagsbreytinga og valkvæmni í því hvaða vísindi fólk viðurkennir, snýst oft meira um hugmyndafræði og pólitík en raunveruleg gögn. Að hafna vísindum sem krefjast breytinga, en velja þau þegar þau passa við skoðanir, er óheiðarlegt og hættulegt. Það gerir okkur ónæm fyrir áskorunum sem krefjast sameiginlegra lausna. Við vitum að ljós frá fjarlægum stjörnum gerir okkur kleift að horfa milljarða ára aftur í tímann og sjá upphaf alheimsins. Með sama hætti gefa vísindin okkur ótvíræð gögn um að hnattræn hlýnun sé knúin áfram af athöfnum manna. Að samþykkja annað en hafna hinu af hugmyndafræðilegum ástæðum er ekki rökrétt. Að virða vísindin þýðir ekki að velja aðeins það sem hentar okkur. Það þýðir að viðurkenna staðreyndir, horfast í augu við flókin sannindi og vera tilbúin að taka erfiðar ákvarðanir. Alheimurinn sýnir okkur að raunveruleikinn er ekki alltaf auðveldur að skilja, en vísindin hjálpa okkur að sigla í gegnum þessa flækju með gagnreyndum lausnum. Við lifum á tímum þar sem staðreyndir skipta meira máli en nokkru sinni fyrr þar sem mikið af fölskum fullyrðingum og öðrum falsupplýsingum eru í umferð. Loftslagsbreytingar eru raunverulegar og krefjast tafarlausra aðgerða. Vísindi hafa sýnt fram á þetta, rétt eins og þau hafa afhjúpað leyndardóma svarthola, skammtafræðinnar og upphafs alheimsins. Spurningin er, getum við viðurkennt vísindin í heild sinni, eða viljum við bara velja það sem hentar okkar eigin sannfæringu? Höfundur er umhverfis- og auðlindafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Logi Jóhannsson Vísindi Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Það er áhugavert, jafnvel kaldhæðnislegt, að fylgjast með þeim sem hafna vísindum þegar þau segja okkur óþægilegar staðreyndir, en grípa á lofti vísindalegar fullyrðingar ef þær henta hugmyndafræði þeirra. Þetta ósamræmi er áberandi í umræðum um loftslagsbreytingar og jafnvel samfélagsmál eins og kynvitund. Vísindin hafa leitt í ljós ótrúlega flókið kerfi alheimsins. Til dæmis sýna rannsóknir að svarthol geta sveigt tímarúmið svo mikið að þau virka sem „göng“ milli tíma og rúms, og þyngdaraflið þeirra er svo sterkt að ekkert sleppur, ekki einu sinni ljós. Á sama hátt sýnir skammtafræði okkur að agnir geta verið á fleiri en einum stað í einu, hugmynd sem brýtur algjörlega gegn eðlilegri skynsemi. Þessar staðreyndir vekja upp spurningar um hvernig við skiljum veruleikann. Þrátt fyrir að þær séu flóknar og erfitt sé að meðtaka þær, treysta flestir á niðurstöður vísindanna í þessum efnum. Hvers vegna ætti þá sami vísindalegi grunnur ekki að eiga við um loftslagsbreytingar eða önnur félagsleg og umhverfisleg málefni? Þegar vísindin styðja „þægilega“ hugmyndafræði Margir sem hafna loftslagsbreytingum gera það oft vegna þess að niðurstöðurnar kalla á breytingar sem ógnar hagsmunum þeirra eða lífsstíl. Sama fólk vísar hins vegar stundum í „vísindalegar staðreyndir“ til að styðja einfaldaða fullyrðingu um að það séu aðeins tvö kyn, líkt og vísindin séu aðeins „rétt“ þegar þau passa við fyrirfram ákveðnar hugmyndir. En líkt og alheimurinn er ekki einfaldur, eru kyn og loftslag heldur ekki einfaldar tvíhyggjuhugmyndir. Vísindin hafa sýnt fram á að kynvitund og líffræðilegt kyn eru flóknari en tvískipting karls og konu. Á sama hátt hafa vísindin staðfest að loftslagið er að breytast og athafnir manna hafa haft afgerandi áhrif á þá þróun. Þægindi umfram sannindi Afneitun loftslagsbreytinga og valkvæmni í því hvaða vísindi fólk viðurkennir, snýst oft meira um hugmyndafræði og pólitík en raunveruleg gögn. Að hafna vísindum sem krefjast breytinga, en velja þau þegar þau passa við skoðanir, er óheiðarlegt og hættulegt. Það gerir okkur ónæm fyrir áskorunum sem krefjast sameiginlegra lausna. Við vitum að ljós frá fjarlægum stjörnum gerir okkur kleift að horfa milljarða ára aftur í tímann og sjá upphaf alheimsins. Með sama hætti gefa vísindin okkur ótvíræð gögn um að hnattræn hlýnun sé knúin áfram af athöfnum manna. Að samþykkja annað en hafna hinu af hugmyndafræðilegum ástæðum er ekki rökrétt. Að virða vísindin þýðir ekki að velja aðeins það sem hentar okkur. Það þýðir að viðurkenna staðreyndir, horfast í augu við flókin sannindi og vera tilbúin að taka erfiðar ákvarðanir. Alheimurinn sýnir okkur að raunveruleikinn er ekki alltaf auðveldur að skilja, en vísindin hjálpa okkur að sigla í gegnum þessa flækju með gagnreyndum lausnum. Við lifum á tímum þar sem staðreyndir skipta meira máli en nokkru sinni fyrr þar sem mikið af fölskum fullyrðingum og öðrum falsupplýsingum eru í umferð. Loftslagsbreytingar eru raunverulegar og krefjast tafarlausra aðgerða. Vísindi hafa sýnt fram á þetta, rétt eins og þau hafa afhjúpað leyndardóma svarthola, skammtafræðinnar og upphafs alheimsins. Spurningin er, getum við viðurkennt vísindin í heild sinni, eða viljum við bara velja það sem hentar okkar eigin sannfæringu? Höfundur er umhverfis- og auðlindafræðingur.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun