Samningur Casemiros við Manchester United rennur út eftir næsta tímabil. Hann er á góðum launum hjá United en talið er að hann fái 350 þúsund pund í vikulaun hjá félaginu.
Casemiro og Ronaldo léku saman hjá Real Madrid og United en þeir unnu samtals tólf titla saman hjá Madrídarliðinu.
Ronaldo ku hafa hvatt Al-Nassr til að semja við Casemiro og fá hann til Sádi-Arabíu. Talið er að það muni auka líkurnar á að Ronaldo haldi kyrru fyrir hjá Al-Nassr. Hann á nokkra mánuði eftir af samningi sínum við félagið.
Ronaldo gekk í raðir Al-Nassr fyrir tveimur árum. Liðið er í 4. sæti sádi-arabísku úrvalsdeildarinnar, ellefu stigum á eftir toppliði Al-Ittihad.