Lífið

Dóttir Anítu Briem og Haf­þórs komin með nafn

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Aníta og Hafþór eignuðust sitt fyrsta barn saman í nóvember.
Aníta og Hafþór eignuðust sitt fyrsta barn saman í nóvember. Skjáskot

Dóttir Anítu Briem leikkonu og Hafþórs Waldorff er komin með nafn. Stúlkunni var gefið nafnið Lúna. Stúlkan kom í heiminn þann 13. nóvember síðastliðinn og er þeirra fyrst barn saman. Fyrir á Aníta eina dóttur.

Aníta deildi fallegri myndasyrpu af fjölskyldunni á Instagram-síðu sinni með yfirskriftinni: „Lífið“.  

Eðli málsins samkvæmt hefur hamingjuóskum rignt yfir parið.

Aníta og Hafþór hafa undanfarin ár unnið náið saman í kvikmyndageiranum. Nokkur aldursmunur er á parinu eða um tólf ár. Aníta er fædd árið 1982 og Hafþór 1994. Saman búa þau í fallegri risíbúð við Bárugötu sem þau hafa verið að gera upp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.