Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Sindri Sverrisson skrifar 9. janúar 2025 11:32 Arnór Sigurðsson hefur lítið getað spilað með Blackburn í vetur og rennur núgildandi samningur hans við félagið út í sumar. Getty/Gary Oakley Þrjú sænsk félög hafa sýnt því áhuga að fá Arnór Sigurðsson, landsliðsmann í fótbolta, frá Blackburn. Samningur Arnórs við enska félagið rennur út í sumar. Sænski fótboltamiðillinn Fotbollskanalen segist hafa heimildir fyrir því að Djurgården, Norrköping og meistaralið Malmö hafi öll sett sig í samband til að kanna áhuga Arnórs. Heimilt er að ræða við hann því nú er minna en hálft ár eftir af núgildandi samningi hans við Blackburn. Þessi 25 ára Skagamaður lék við afar góðan orðstír í Svíþjóð með Norrköping 2017-18 og var svo seldur fyrir mikið fé til CSKA Moskvu, eða um hálfan milljarð króna. Hann var lánaður frá Rússlandi til Venezia á Ítalíu og sneri aldrei aftur til Moskvu eftir innrásina í Úkraínu. Hann lék aftur með Norrköping í eitt ár, frá júlí 2022, áður en hann fór svo til Blackburn 2023. Eins og fyrr segir rennur samningur Arnórs við Blackburn út í sumar en samkvæmt Fotbollskanalen hefur hann þó ekki sýnt því áhuga að yfirgefa félagið í janúar. Mögulegt er að Blackburn bjóði honum nýjan samning. Arnór hefur sáralítið spilað fyrir Blackburn í ensku B-deildinni í vetur, eftir alvarleg veikindi og meiðsli í kjölfar þeirra. Hann hefur aðeins komið við sögu í fimm deildarleikjum, alltaf sem varamaður, en skorað eitt mark. Á síðustu leiktíð skoraði hann fimm mörk og átti tvær stoðsendingar, í nítján leikjum en tímabilinu lauk fyrr en ella eftir að Arnór lenti í skelfilegri tæklingu í EM-umspilinu gegn Ísrael í mars. Malmö varð sænskur meistari á síðustu leiktíð, með yfirburðum, og á því möguleika á að spila í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Djurgården varð í 4. sæti en Norrköping, gamla liðið hans Arnórs, hafnaði í 11. sæti. Sænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Sjá meira
Sænski fótboltamiðillinn Fotbollskanalen segist hafa heimildir fyrir því að Djurgården, Norrköping og meistaralið Malmö hafi öll sett sig í samband til að kanna áhuga Arnórs. Heimilt er að ræða við hann því nú er minna en hálft ár eftir af núgildandi samningi hans við Blackburn. Þessi 25 ára Skagamaður lék við afar góðan orðstír í Svíþjóð með Norrköping 2017-18 og var svo seldur fyrir mikið fé til CSKA Moskvu, eða um hálfan milljarð króna. Hann var lánaður frá Rússlandi til Venezia á Ítalíu og sneri aldrei aftur til Moskvu eftir innrásina í Úkraínu. Hann lék aftur með Norrköping í eitt ár, frá júlí 2022, áður en hann fór svo til Blackburn 2023. Eins og fyrr segir rennur samningur Arnórs við Blackburn út í sumar en samkvæmt Fotbollskanalen hefur hann þó ekki sýnt því áhuga að yfirgefa félagið í janúar. Mögulegt er að Blackburn bjóði honum nýjan samning. Arnór hefur sáralítið spilað fyrir Blackburn í ensku B-deildinni í vetur, eftir alvarleg veikindi og meiðsli í kjölfar þeirra. Hann hefur aðeins komið við sögu í fimm deildarleikjum, alltaf sem varamaður, en skorað eitt mark. Á síðustu leiktíð skoraði hann fimm mörk og átti tvær stoðsendingar, í nítján leikjum en tímabilinu lauk fyrr en ella eftir að Arnór lenti í skelfilegri tæklingu í EM-umspilinu gegn Ísrael í mars. Malmö varð sænskur meistari á síðustu leiktíð, með yfirburðum, og á því möguleika á að spila í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Djurgården varð í 4. sæti en Norrköping, gamla liðið hans Arnórs, hafnaði í 11. sæti.
Sænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Sjá meira